Bloggari gagnrýndur fyrir vídeófærslu 4. september 2013 16:00 Garance Doré ásamt kærasta sínum, bloggaranum Scott Schuman. Nordicphotos/getty Tískubloggarinn Garance Doré hefur hlotið nokkra gagnrýni fyrir vídeóbloggfærslu þar sem hún og vinkonur hennar sjást ræða sín á milli hvort þær eigi að snæða eftirrétt á meðan á tískuvikunni í New York stendur. Sumir lesendur bloggsins brugðust ókvæða við og spurðu Doré hvernig henni dytti í hug að ýta undir það að konur neiti sér um mat. „Ég vildi sýna nákvæmlega hvernig vinkonur tala, ekki þessa brengluðu mynd sem dregin er upp af konum í fjölmiðlum,“ útskýrði Doré, sem gefur lítið fyrir gagnrýnina. „Í dag þykir frábært að heyra grannvaxna stúlku greina frá því að hún elski að borða hamborgara í öll mál, og mér líkar sú þróun illa. Þetta er einfaldlega ekki satt. Ef einhver borðar borgara og kökur í öll mál, mun sá hinn sami þyngjast. Ég held við hljótum öll að geta sæst á það,“ ritar Doré og þakkar um leið leikkonunni og handritshöfundinum Lenu Dunham fyrir sjónvarpsþáttinn Girls, en bloggaranum þykja þeir þættir sýna konur í réttu ljósi. „Það er svo auðvelt að fá leikkonu til að borða eins og unglingur á skjánum (Húrra. Hún borðar. Hún er alveg eins og ég! Ég samsama mig henni! Mér líður vel!) en sýna um leið grannvaxinn líkama hennar. Þegar ég borða bollakökur alla daga þá passa ég ekki lengur í gallabuxurnar mínar. Það er svo auðvelt að gleyma því að það er verið að sýna okkur ævintýri,“ ritar Doré jafnframt. Færsluna má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Tískubloggarinn Garance Doré hefur hlotið nokkra gagnrýni fyrir vídeóbloggfærslu þar sem hún og vinkonur hennar sjást ræða sín á milli hvort þær eigi að snæða eftirrétt á meðan á tískuvikunni í New York stendur. Sumir lesendur bloggsins brugðust ókvæða við og spurðu Doré hvernig henni dytti í hug að ýta undir það að konur neiti sér um mat. „Ég vildi sýna nákvæmlega hvernig vinkonur tala, ekki þessa brengluðu mynd sem dregin er upp af konum í fjölmiðlum,“ útskýrði Doré, sem gefur lítið fyrir gagnrýnina. „Í dag þykir frábært að heyra grannvaxna stúlku greina frá því að hún elski að borða hamborgara í öll mál, og mér líkar sú þróun illa. Þetta er einfaldlega ekki satt. Ef einhver borðar borgara og kökur í öll mál, mun sá hinn sami þyngjast. Ég held við hljótum öll að geta sæst á það,“ ritar Doré og þakkar um leið leikkonunni og handritshöfundinum Lenu Dunham fyrir sjónvarpsþáttinn Girls, en bloggaranum þykja þeir þættir sýna konur í réttu ljósi. „Það er svo auðvelt að fá leikkonu til að borða eins og unglingur á skjánum (Húrra. Hún borðar. Hún er alveg eins og ég! Ég samsama mig henni! Mér líður vel!) en sýna um leið grannvaxinn líkama hennar. Þegar ég borða bollakökur alla daga þá passa ég ekki lengur í gallabuxurnar mínar. Það er svo auðvelt að gleyma því að það er verið að sýna okkur ævintýri,“ ritar Doré jafnframt. Færsluna má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira