Starfsmenn segja fylgst með klósettferðum sínum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. september 2013 19:15 Í Esju Gæðafæði fer fram kjötvinnsla. Mynd úr safni. Fréttablaðið/GVA Starfsmenn kjötvinnslunnar Esju Gæðafæðis kvörtuðu til Persónuverndar í janúar yfir uppsetningu öryggismyndavéla á vinnustað sínum. Hafði þeim ekki verið tilkynnt um vöktunina né tilgang hennar. Segir í kvörtuninni að „þeir hafi lent í því að vera spurðir um tíðni og lengd salernisferða auk þess að vera þaulspurðir út í verklag við vinnu.“ Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar sem kveðinn var upp í ágúst. Eigendur Esju Gæðafæðis hf. báru fyrir sig að áður, í gömlu húsnæði fyrirtækisins, hafi verið fullkomið og virkt myndavélatæki sem starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið kunnugt um, inntir eftir skýringum vegna kvörtunarinnar. Myndavélarnar séu til staðar til þess að auka öryggi starfsfólks. Í svarbréfi Esju Gæðafæðis hf. til Persónuverndar í kjölfar kvörtunarinnar kemur einnig fram að ákveðinn starfsmaður kannist við að hafa spurt einn af starfsmönnum fyrirtækisins um tíðar klósettferðir sínar. Segir þó að starfsmennirnir hafi unnið hlið við hlið, ekki hafi verið byggt á neinum myndbandsupptökum og að spurningin hafi miðað að því að vita hvort eitthvað bjátaði að hjá starfsmanninum sem fór á klósettið. Það var ekki fyrr en í júní á þessu ári sem að svarbréf barst frá starfsmönnum Esju Gæðafæðis vegna skýringa fyrirtækisins á eftirlitsmyndavélunum. Þar kemur fram að kerfið sem sett var upp á nýja staðnum sé mun fullkomnara, þar sé hægt að „súmma“ inn og að einn af yfirmönnunum sé með skjái með útsendingu úr öllum myndavélum við vinnuaðstöðu sína. Starfsmenn hafi einnig fengið athugasemdir þess efnis að þeir séu lengi í gang á morgnana en þeir mæta á undan yfirmönnum og því augljóst að horft er til myndbandsupptaka. Því sé verið að mæla vinnuafköst starfsmanna og það hljóti að vera hægt að gera það með öðrum hætti. Samkvæmt lögum má ekki mæla vinnuafköst með rafrænni vöktun nema hennar sé sérstök þörf. Persónuvernd taldi sér þó ekki stætt á að úrskurða um þetta efni þar sem um það stóð orð gegn orði. Úrskurður Persónuverndar féll á þá vegu að heimilt væri að setja upp eftirlitsmyndavélar að því gefnu að starfsmenn yrðu fræddir um vöktunina. Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Starfsmenn kjötvinnslunnar Esju Gæðafæðis kvörtuðu til Persónuverndar í janúar yfir uppsetningu öryggismyndavéla á vinnustað sínum. Hafði þeim ekki verið tilkynnt um vöktunina né tilgang hennar. Segir í kvörtuninni að „þeir hafi lent í því að vera spurðir um tíðni og lengd salernisferða auk þess að vera þaulspurðir út í verklag við vinnu.“ Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar sem kveðinn var upp í ágúst. Eigendur Esju Gæðafæðis hf. báru fyrir sig að áður, í gömlu húsnæði fyrirtækisins, hafi verið fullkomið og virkt myndavélatæki sem starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið kunnugt um, inntir eftir skýringum vegna kvörtunarinnar. Myndavélarnar séu til staðar til þess að auka öryggi starfsfólks. Í svarbréfi Esju Gæðafæðis hf. til Persónuverndar í kjölfar kvörtunarinnar kemur einnig fram að ákveðinn starfsmaður kannist við að hafa spurt einn af starfsmönnum fyrirtækisins um tíðar klósettferðir sínar. Segir þó að starfsmennirnir hafi unnið hlið við hlið, ekki hafi verið byggt á neinum myndbandsupptökum og að spurningin hafi miðað að því að vita hvort eitthvað bjátaði að hjá starfsmanninum sem fór á klósettið. Það var ekki fyrr en í júní á þessu ári sem að svarbréf barst frá starfsmönnum Esju Gæðafæðis vegna skýringa fyrirtækisins á eftirlitsmyndavélunum. Þar kemur fram að kerfið sem sett var upp á nýja staðnum sé mun fullkomnara, þar sé hægt að „súmma“ inn og að einn af yfirmönnunum sé með skjái með útsendingu úr öllum myndavélum við vinnuaðstöðu sína. Starfsmenn hafi einnig fengið athugasemdir þess efnis að þeir séu lengi í gang á morgnana en þeir mæta á undan yfirmönnum og því augljóst að horft er til myndbandsupptaka. Því sé verið að mæla vinnuafköst starfsmanna og það hljóti að vera hægt að gera það með öðrum hætti. Samkvæmt lögum má ekki mæla vinnuafköst með rafrænni vöktun nema hennar sé sérstök þörf. Persónuvernd taldi sér þó ekki stætt á að úrskurða um þetta efni þar sem um það stóð orð gegn orði. Úrskurður Persónuverndar féll á þá vegu að heimilt væri að setja upp eftirlitsmyndavélar að því gefnu að starfsmenn yrðu fræddir um vöktunina.
Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira