Óðaverðbólga ef Alþingi grípur ekki í taumana Hjörtur Hjartarson skrifar 27. júlí 2013 18:58 Fyrrverandi forsætisráðherra segir að Alþingi ætti að kalla saman nú þegar, til þess að afturkalla ákvörðun kjararáðs um hækkun launa hjá forstöðumönnum ríkisstofnana. Hann telur að fordæmi hafi verið gefið sem leiða muni af sér óðaverðbólgu. Kjararáð ákvað á dögunum að hækka laun forstöðumanna ríkisstofnana um 16-20 prósent. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun þar sem hann fjallar um ákvörðun kjararáðs. Hann segir kjararáð hafa farið að lögum og eftir viðmiðunarformúlu sem núverandi ríkisstjórn beri reyndar ekki ábyrgð á. Þorsteinn segir hinsvegar að launahækkanirnar geti leitt til óðaverðbólgu verði ekkert að gert. Hann hvetur ríkisstjórnina til að kalla Alþingi saman, án tafar og leggja fram frumvarp til neyðarlaga sem ógilda ákvörðun kjararáðs.Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands segist ósammála forsætisráðherranum fyrrverandi um að Alþingi eigi að grípa inn í. Stjórnir einkafyrirtækja hafi markað stefnuna um launahækkanir, ekki kjararáð. "Það sem hér um ræðir er að stjórnir íslenskra fyrirtækja hafa verið að hækka mikið í launum undanfarin ár og það ber kjararáð að taka tillit til. Ég get ekki séð að ríkisstjórnin geti borið mikla ábyrgð á því með hvaða hætti forystumenn íslenskra fyrirtækja eru að haga sér", segir Gylfi. Gylfi vísar þarna til þess að í nýjasta tekjublaði Frjálsar verslunar kemur fram að meðallaun 200 hæstlaunuðust forstjóra landsins eru 2,3 milljónir króna á mánuði. Það sé því stjórnir þessara fyrirtækja sem hafa sett ákveðin viðmið um hvert svigrúm þeirra til launahækkana verður í haust þegar kjarasamningar verða lausir. "Það er eðlilegt að þegar að stjórnendur skilgreina svigrúmið, að starfsmenn þessara fyrirtækja taki tillit til þess þegar að þeir eru að undirbúa sína kröfugerð." Gylfi reiknar með erfiðum viðræðum um nýja kjarasamninga í haust. "Meðal annars vegna þess að það er ekkert einfalt mál að vinna úr svona hlutum þegar að svona atburðir gerast eins og gerst hafa hjá forystusveit atvinnulífsins." Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að Alþingi ætti að kalla saman nú þegar, til þess að afturkalla ákvörðun kjararáðs um hækkun launa hjá forstöðumönnum ríkisstofnana. Hann telur að fordæmi hafi verið gefið sem leiða muni af sér óðaverðbólgu. Kjararáð ákvað á dögunum að hækka laun forstöðumanna ríkisstofnana um 16-20 prósent. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun þar sem hann fjallar um ákvörðun kjararáðs. Hann segir kjararáð hafa farið að lögum og eftir viðmiðunarformúlu sem núverandi ríkisstjórn beri reyndar ekki ábyrgð á. Þorsteinn segir hinsvegar að launahækkanirnar geti leitt til óðaverðbólgu verði ekkert að gert. Hann hvetur ríkisstjórnina til að kalla Alþingi saman, án tafar og leggja fram frumvarp til neyðarlaga sem ógilda ákvörðun kjararáðs.Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands segist ósammála forsætisráðherranum fyrrverandi um að Alþingi eigi að grípa inn í. Stjórnir einkafyrirtækja hafi markað stefnuna um launahækkanir, ekki kjararáð. "Það sem hér um ræðir er að stjórnir íslenskra fyrirtækja hafa verið að hækka mikið í launum undanfarin ár og það ber kjararáð að taka tillit til. Ég get ekki séð að ríkisstjórnin geti borið mikla ábyrgð á því með hvaða hætti forystumenn íslenskra fyrirtækja eru að haga sér", segir Gylfi. Gylfi vísar þarna til þess að í nýjasta tekjublaði Frjálsar verslunar kemur fram að meðallaun 200 hæstlaunuðust forstjóra landsins eru 2,3 milljónir króna á mánuði. Það sé því stjórnir þessara fyrirtækja sem hafa sett ákveðin viðmið um hvert svigrúm þeirra til launahækkana verður í haust þegar kjarasamningar verða lausir. "Það er eðlilegt að þegar að stjórnendur skilgreina svigrúmið, að starfsmenn þessara fyrirtækja taki tillit til þess þegar að þeir eru að undirbúa sína kröfugerð." Gylfi reiknar með erfiðum viðræðum um nýja kjarasamninga í haust. "Meðal annars vegna þess að það er ekkert einfalt mál að vinna úr svona hlutum þegar að svona atburðir gerast eins og gerst hafa hjá forystusveit atvinnulífsins."
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira