Tiger þarf að laga "allt" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júní 2013 07:34 Í þetta skiptið bjargaði Tiger sé vel úr erfiðri stöðu eftir misheppnað upphafshögg. Nordicphotos/Getty Tiger Woods lauk keppni í 65. sæti á Memorial-mótinu í Ohio um helgina. Bandaríski kylfingurinn segist þurfa að taka til í leik sínum enda Opna bandaríska meistaramótið handan við hornið. Tiger hefur fimm sinnum unnið sigur á Murfield golfvellinum í Ohio og átti titil að verja. Honum tókst hins vegar aldrei að átta sig á hröðum flötunum um helgina og lauk keppni 20 höggum á eftir sigurvegaranum, landa sínum Matt Kuchar. Lokaskor hans var 296 högg sem er næsthæsta skor hans á löngum atvinnumannaferli. Tveimur höggum færra en á WGC-Bridgestone boðsmótinu árið 2010. „Púttin gengu augljóslega illa alla vikuna. Ég áttaði mig ekki á hraðanum. Mér fannst flatirnar aldrei líta út fyrir að vera jafn hraðar og raun bar vitni," sagði Tiger. Bandaríska meistaramótið fer fram helgina 13.-16. júní. Aðspurður hvað hann þyrfti að bæta fyrir mótið var svar Tiger einfalt: „Allt." Golf Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods lauk keppni í 65. sæti á Memorial-mótinu í Ohio um helgina. Bandaríski kylfingurinn segist þurfa að taka til í leik sínum enda Opna bandaríska meistaramótið handan við hornið. Tiger hefur fimm sinnum unnið sigur á Murfield golfvellinum í Ohio og átti titil að verja. Honum tókst hins vegar aldrei að átta sig á hröðum flötunum um helgina og lauk keppni 20 höggum á eftir sigurvegaranum, landa sínum Matt Kuchar. Lokaskor hans var 296 högg sem er næsthæsta skor hans á löngum atvinnumannaferli. Tveimur höggum færra en á WGC-Bridgestone boðsmótinu árið 2010. „Púttin gengu augljóslega illa alla vikuna. Ég áttaði mig ekki á hraðanum. Mér fannst flatirnar aldrei líta út fyrir að vera jafn hraðar og raun bar vitni," sagði Tiger. Bandaríska meistaramótið fer fram helgina 13.-16. júní. Aðspurður hvað hann þyrfti að bæta fyrir mótið var svar Tiger einfalt: „Allt."
Golf Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira