Tíska og hönnun

Vel klæddir háskólanemar í rigningunni

Myndir/Stefán.
Myndir/Stefán.
Það er ávallt forvitnilegt að gefa fjölbreyttri götutískunni gaum. Fréttablaðið fór á stúfana til að leita uppi vel klædda háskólanema. Þrátt fyrir rigningu og sudda var fatavalið frumlegt þar sem gömlum flíkum út fataskáp foreldra var oftar en ekki blandað saman við nýlegan tískuklæðnað að utan. Myndirnar tók Stefán Karlsson í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands.
Guðrún Ólöf Olsen. Aldur: 20 ára. Nemi í lögfræði í HR. Peysa: Forever 21. Skyrta: American Apparel. Skór: Converse.
Sigrún Gunnarsdóttir. Aldur: 21 árs. Nemi í lögfræði í HR. Jakki: Hennes & Mauritz Stígvél: 38 Þrep. Belti: Warehouse. Toppur: Zara. Buxur: Oasis.
Arnar Freyr Reynisson. Aldur: 22 ára. Nemi í viðskiptafræði í HR. Skyrta: Levi´s. Buxur: Urban Outfitters. Peysa: Frá pabba. Vesti: Next. Húfa: Smash.
Pétur Haukur Loftsson. Aldur: 25 ára. Nemi í viðskiptafræði í HR. Jakki: Frá pabba. Taska: Geysir. Húfa: Burton. Buxur: Cheap Monday.
Hildur Guðrún Þorleifsdóttir. Aldur: 21 árs. Nemi í líffræði í HÍ. Kápa: Vintage. Peysa: 9 Líf. Pils:Urban Outfitters. Skór: 9 Líf.
Þórhildur Þorkelsdóttir. Aldur: 22 ára. Nemi í mann- og fjölmiðlafræði í HÍ. Jakki: Kron by KronKron. Buxur: Levi´s Skór: Vagabond.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.