Stjórnarmyndun gæti orðið erfið Ingveldur Geirsdóttir skrifar 4. apríl 2013 13:04 Stjórnarmyndun gæti orðið strembin og erfitt að stjórna landinu ef allir nýju flokkarnir ná manni á þing. Þetta segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði. Útlit er fyrir að fjórtán flokkar verði í framboði fyrir komandi alþingiskosningar. Fjöldi nýrra framboða endurspeglar óánægju hluta almennings með það stjórnmálakerfi og þá flokka sem við erum með segir Gunnar Helgi. Endanlegur fjöldi framboða mun ekki liggja fyrir fyrr en að framboðsfresti liðnum 12. apríl næstkomandi en eins og staðan er núna lítur út fyrir að fjórtán flokkar verði í framboði. Samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallups verður Björt framtíð einn nýrra flokkanna sem nær mönnum inn á þing, Píratar komast þó ansi nálægt því. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir ekki óeðlilegt að þeir sem standi að nýju framboðunum láti reyna á það hvort kjósendur hafi áhuga á því sem þeir hafa fram að færa. „Það er svona borgararaleg skyldutilfinning sem ræður því að fólk ákveður að fara í framboð. En fyrir kjósendur er það ekki mjög freistandi að eyða atkvæði sínu á flokk sem nær kannski ekki 5% markinu," segir Gunnar Helgi. Spurður afhverju fólk stofni nýtt framboð í staðin fyrir að finna sér leið innan stóru flokkana segir Gunnar Helgi að í núverandi ástandi sér skýringin tiltölulega einföld. „Stjórnmál, stjórnmálamenn og alþingi hafa glatað trúverðugleika meðal almennings og mikill fjöldi af nýjum framboðum endurspeglar óánægju meðal einhvers hluta almennings með það stjórnmálakerfi sem við erum með og þá stjórnmálaflokka sem við erum með," segir Gunnar Helgi. Gunnar Helgi segir að ef allir nýju flokkarnir nái manni inn á þing og stjórnmálakerfið brotni upp í mjög marga flokka geti stjórnarmyndun orðið mjög erfið. „Hvaða stjórn sem er mun lenda í miklum erfiðleikum með að stjórna landinu ef hún hefur segjum 3,4,5 flokka innanborðs. Það er ekki hagstæð niðurstaða fyrir stjórnhæfni þjóðarbúsins sem þarf á því að halda næstu árum að hér sé sæmilega sterk stjórn við völd," segir Gunnar Helgi. Kosningar 2013 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Stjórnarmyndun gæti orðið strembin og erfitt að stjórna landinu ef allir nýju flokkarnir ná manni á þing. Þetta segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði. Útlit er fyrir að fjórtán flokkar verði í framboði fyrir komandi alþingiskosningar. Fjöldi nýrra framboða endurspeglar óánægju hluta almennings með það stjórnmálakerfi og þá flokka sem við erum með segir Gunnar Helgi. Endanlegur fjöldi framboða mun ekki liggja fyrir fyrr en að framboðsfresti liðnum 12. apríl næstkomandi en eins og staðan er núna lítur út fyrir að fjórtán flokkar verði í framboði. Samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallups verður Björt framtíð einn nýrra flokkanna sem nær mönnum inn á þing, Píratar komast þó ansi nálægt því. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir ekki óeðlilegt að þeir sem standi að nýju framboðunum láti reyna á það hvort kjósendur hafi áhuga á því sem þeir hafa fram að færa. „Það er svona borgararaleg skyldutilfinning sem ræður því að fólk ákveður að fara í framboð. En fyrir kjósendur er það ekki mjög freistandi að eyða atkvæði sínu á flokk sem nær kannski ekki 5% markinu," segir Gunnar Helgi. Spurður afhverju fólk stofni nýtt framboð í staðin fyrir að finna sér leið innan stóru flokkana segir Gunnar Helgi að í núverandi ástandi sér skýringin tiltölulega einföld. „Stjórnmál, stjórnmálamenn og alþingi hafa glatað trúverðugleika meðal almennings og mikill fjöldi af nýjum framboðum endurspeglar óánægju meðal einhvers hluta almennings með það stjórnmálakerfi sem við erum með og þá stjórnmálaflokka sem við erum með," segir Gunnar Helgi. Gunnar Helgi segir að ef allir nýju flokkarnir nái manni inn á þing og stjórnmálakerfið brotni upp í mjög marga flokka geti stjórnarmyndun orðið mjög erfið. „Hvaða stjórn sem er mun lenda í miklum erfiðleikum með að stjórna landinu ef hún hefur segjum 3,4,5 flokka innanborðs. Það er ekki hagstæð niðurstaða fyrir stjórnhæfni þjóðarbúsins sem þarf á því að halda næstu árum að hér sé sæmilega sterk stjórn við völd," segir Gunnar Helgi.
Kosningar 2013 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira