Jamaíkamaðurinn Usain Bolt kom fyrstur í mark í 100 metra hlaupi á Cayman-mótinu í frjálsum íþróttum í gær.
Bolt kom í mark á tímanum 10,09 sekúndum eða á sama tíma og Kemar Bailey-Colo. Bolt var dæmdur sigur af myndum. Þriðji varð Daniel Bailey.
„Ég er alltaf ósáttur þegar ég hleyp ekki undir tíu sekúndum," sagði Bolt í viðtali eftir hlaupið. Sá fótfrái þurfti að hætta við keppni á Kingston mótinu fyrri viku vegna lærameiðsla.
„Ég finn aðeins fyrir lærinu. En sársaukinn var ekki alvarlegur þannig að það er engin afsökun."
Bolt sigraði en ósáttur við sjálfan sig
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“
Íslenski boltinn


Ástbjörn missir af næstu leikjum KR
Íslenski boltinn

Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn






Evrópumeistararnir fóru hamförum
Fótbolti