Lífið

Kim komin aftur í sviðsljósið

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sneri aftur í sviðsljósið í gær eftir rúmlega sjö vikna fjarveru.

Kim, sem eignaðist dótturina North með rapparanum Kanye West 15. júní, kom fram í spjallþætti móður sinnar, Kris Jenner, þar sem hún sendi móður sinni óvænta myndbandskveðju sem var ekki í beinni útsendingu.

Mæðgurnar.
“Hæ mamma. Mig langaði að óska þér til hamingju með nýja þáttinn. Mér finnst leiðinlegt að geta ekki verið þarna en ég elska lífið mitt heima aðeins of mikið núna,” segir Kim meðal annars í myndbandinu. Snerti kveðjan svo við Kris að hún gat ekki haldið aftur af tárunum.

Njóta lífsins með North.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.