Játar að hafa komið höggi á Guðlaug Þór 22. mars 2013 07:00 Gunnar Andersen, til hægri, og lögmaður hans, Guðjón Ólafur Jónsson, viðurkenna að Gunnar hafi komið gögnunum til DV en segja það hafa verið löglegt.Fréttablaðið/gva Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), gekkst við því fyrir dómi í gær að hafa komið trúnaðargögnum um viðskipti þingmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til DV í því skyni að koma á hann höggi. Þetta kvaðst hann hafa gert til að freista þess að létta álagi af sjálfum sér, þegar að honum hafi verið sótt úr ýmsum áttum. Gunnar neitaði því hins vegar að hafa með því gerst sekur um refsivert brot á þagnarskyldu. Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Gunnari og fyrrverandi starfsmanni Landsbankans fyrir brot á þagnarskyldu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Báðir neituðu sök.„Undir miklu álagi og sætti aðför" Ákæran er á hendur Gunnari og Þórarni Má Þorbjörnssyni, þá starfsmanni Landsbankans til 39 ára og vini Gunnars frá hans tíð í bankanum. Ekki er um það deilt að Gunnar setti sig í samband við Þórarin í febrúar í fyrra og bað hann að afla gagna um viðskipti félagsins Bogmannsins við Landsbankann sem höfðu átt sér stað árið 2003. Bogmaðurinn var félag á vegum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og viðskiptin sem um ræddi voru kaup bankans á líftryggingarumboði af félaginu fyrir 32,7 milljónir. „Ég þekkti hann sem bóngóðan mann og úrræðagóðan," sagði Gunnar um Þórarin í gær. „Ég útskýrði fyrir honum að ég væri undir miklu álagi og sætti aðför," bætti hann við. Hann sagði að um óvægna aðför hefði verið að ræða, sem hefði staðið lengi og úr ýmsum áttum. Þátttakendur hefðu verið menn sem FME hefði kært til sérstaks saksóknara, „leigupennar", lögmenn og jafnvel þingmenn, til dæmis Guðlaugur Þór. Gunnar vék að Kastljóssþætti um málefni hans, sem hefði innihaldið „sviðsett viðtal" við „einhvern lögmann" þar sem veist hefði verið að honum. Þar vísaði hann til umfjöllunar Kastljóss 17. nóvember 2011 um aðkomu hans að starfsemi aflandsfélaga Landsbankans á fyrri hluta síðasta áratugar. Umræddur lögmaður er Sigurður G. Guðjónsson, sem tekinn var tali í þættinum um mál Gunnars. „Eftir Kastljóssþáttinn mögnuðust árásirnar og þá var kominn nýr þátttakandi – formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins – sem bauð mér ýmis gylliboð til að koma mér úr starfi," sagði Gunnar fyrir dómi. Í kjölfar Kastljóssþáttarins hafði stjórn FME fengið lögmanninn Ástráð Haraldsson til að meta að nýju hvort fortíð Gunnars stæði honum fyrir þrifum starfi forstjóra FME. Ástráður komst að því að hann væri ekki vanhæfur en fortíð hans væri þó óheppileg. Gunnari var tilkynnt að til stæði að víkja honum frá störfum.Í hlutverki vinar, ekki forstjóra Gunnar sagði fyrir dómi að þarna hefði hann verið kominn í tímaþröng, og að hann hefði talið að það mundi þjóna hagsmunum sínum að koma af stað opinberri umræðu um viðskipti Guðlaugs Þórs, sem hann taldi geta flokkast sem umboðssvik. „Stjórnin lagðist hart á mig og reyndi að koma mér frá – ég hafði ekki mikinn tíma." Í þessum óvenjulegu kringumstæðum hefði hann haft samband við Þórarin og beðið hann að leita upplýsinga um Bogmanninn. Það hefði hann ekki gert sem forstjóri FME, heldur sem vinur. „Þetta var persónan Gunnar Andersen sem var að berjast fyrir lífi sínu í starfi og hafði samband við persónulegan vin og bað um greiða," útskýrði hann. Hann tók sérstaklega fram að hann hefði alls ekki beðið Þórarin að rjúfa bankaleynd. Síðan hefði hann komið gögnunum nafnlaust til DV, sem hefði birt frétt um Guðlaug og viðskiptin með tryggingarumboðið.Hélt að rannsókn væri að hefjast Þetta er hins vegar umdeilt í málinu. Þórarinn, sem regluvörður bankans sagðist í gær alltaf hafa álitið „heiðarlegan og góðan starfsmann", kvaðst nefnilega ekki hafa litið svo á að Gunnar hefði haft samband við sig sem gamall vinur, heldur einmitt sem forstjóri FME. Aðeins þess vegna hefði hann orðið við beiðninni. „Ég gat ekki skilið það öðruvísi en að það væri verið að hefja rannsókn á þessu máli innan Fjármálaeftirlitsins," sagði hann í gær. Hann hefði síðan skoðað málið betur og séð nafn Guðlaugs. „Ég sá hverjir áttu félagið og gat vel skilið að Gunnar vildi að slík rannsókn ætti að fara mjög leynt."Leiksoppur í hildarleik Saksóknarinn Helgi Magnús Gunnarsson sagði í málflutningsræðu sinni að Gunnar gæti ekki „aðskilið sig frá starfi sínu sem forstjóri FME í þessari …ja, það má kalla það krossferð". Hann efaðist ekki um að Gunnar hefði verið undir álagi. „En það afsakar ekki að fara þessa leið, því að hún er auðvitað algjörlega á skjön við refsilög og almennar starfsskyldur hans." Helgi Magnús fór fram á að Þórarni yrði refsað með sekt upp á rúma milljón, en að Gunnar yrði annað hvort dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi eða til að greiða minnst þrjár milljónir í sekt. Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi Gunnars, fór í löngu máli yfir fjölmarga meinta galla á ákærunni og hvers vegna þeir skyldu varða frávísun málsins. Þá sagði hann að ekki væri refsivert að biðja um leynilegar upplýsingar – ábyrgðin lægi hjá þeim sem afhenti þær. Hilmar Magnússon, verjandi Þórarins, sagði hins vegar að skjólstæðingur hans hefði verið „hafður að leiksoppi í þessum hildarleik Gunnars og Guðlaugs". Hann hefði í versta fallið hegðað sér með gálausum hætti. Dómur verður kveðinn upp innan fjögurra vikna.fréttablaðið/vilhelm Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), gekkst við því fyrir dómi í gær að hafa komið trúnaðargögnum um viðskipti þingmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til DV í því skyni að koma á hann höggi. Þetta kvaðst hann hafa gert til að freista þess að létta álagi af sjálfum sér, þegar að honum hafi verið sótt úr ýmsum áttum. Gunnar neitaði því hins vegar að hafa með því gerst sekur um refsivert brot á þagnarskyldu. Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Gunnari og fyrrverandi starfsmanni Landsbankans fyrir brot á þagnarskyldu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Báðir neituðu sök.„Undir miklu álagi og sætti aðför" Ákæran er á hendur Gunnari og Þórarni Má Þorbjörnssyni, þá starfsmanni Landsbankans til 39 ára og vini Gunnars frá hans tíð í bankanum. Ekki er um það deilt að Gunnar setti sig í samband við Þórarin í febrúar í fyrra og bað hann að afla gagna um viðskipti félagsins Bogmannsins við Landsbankann sem höfðu átt sér stað árið 2003. Bogmaðurinn var félag á vegum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og viðskiptin sem um ræddi voru kaup bankans á líftryggingarumboði af félaginu fyrir 32,7 milljónir. „Ég þekkti hann sem bóngóðan mann og úrræðagóðan," sagði Gunnar um Þórarin í gær. „Ég útskýrði fyrir honum að ég væri undir miklu álagi og sætti aðför," bætti hann við. Hann sagði að um óvægna aðför hefði verið að ræða, sem hefði staðið lengi og úr ýmsum áttum. Þátttakendur hefðu verið menn sem FME hefði kært til sérstaks saksóknara, „leigupennar", lögmenn og jafnvel þingmenn, til dæmis Guðlaugur Þór. Gunnar vék að Kastljóssþætti um málefni hans, sem hefði innihaldið „sviðsett viðtal" við „einhvern lögmann" þar sem veist hefði verið að honum. Þar vísaði hann til umfjöllunar Kastljóss 17. nóvember 2011 um aðkomu hans að starfsemi aflandsfélaga Landsbankans á fyrri hluta síðasta áratugar. Umræddur lögmaður er Sigurður G. Guðjónsson, sem tekinn var tali í þættinum um mál Gunnars. „Eftir Kastljóssþáttinn mögnuðust árásirnar og þá var kominn nýr þátttakandi – formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins – sem bauð mér ýmis gylliboð til að koma mér úr starfi," sagði Gunnar fyrir dómi. Í kjölfar Kastljóssþáttarins hafði stjórn FME fengið lögmanninn Ástráð Haraldsson til að meta að nýju hvort fortíð Gunnars stæði honum fyrir þrifum starfi forstjóra FME. Ástráður komst að því að hann væri ekki vanhæfur en fortíð hans væri þó óheppileg. Gunnari var tilkynnt að til stæði að víkja honum frá störfum.Í hlutverki vinar, ekki forstjóra Gunnar sagði fyrir dómi að þarna hefði hann verið kominn í tímaþröng, og að hann hefði talið að það mundi þjóna hagsmunum sínum að koma af stað opinberri umræðu um viðskipti Guðlaugs Þórs, sem hann taldi geta flokkast sem umboðssvik. „Stjórnin lagðist hart á mig og reyndi að koma mér frá – ég hafði ekki mikinn tíma." Í þessum óvenjulegu kringumstæðum hefði hann haft samband við Þórarin og beðið hann að leita upplýsinga um Bogmanninn. Það hefði hann ekki gert sem forstjóri FME, heldur sem vinur. „Þetta var persónan Gunnar Andersen sem var að berjast fyrir lífi sínu í starfi og hafði samband við persónulegan vin og bað um greiða," útskýrði hann. Hann tók sérstaklega fram að hann hefði alls ekki beðið Þórarin að rjúfa bankaleynd. Síðan hefði hann komið gögnunum nafnlaust til DV, sem hefði birt frétt um Guðlaug og viðskiptin með tryggingarumboðið.Hélt að rannsókn væri að hefjast Þetta er hins vegar umdeilt í málinu. Þórarinn, sem regluvörður bankans sagðist í gær alltaf hafa álitið „heiðarlegan og góðan starfsmann", kvaðst nefnilega ekki hafa litið svo á að Gunnar hefði haft samband við sig sem gamall vinur, heldur einmitt sem forstjóri FME. Aðeins þess vegna hefði hann orðið við beiðninni. „Ég gat ekki skilið það öðruvísi en að það væri verið að hefja rannsókn á þessu máli innan Fjármálaeftirlitsins," sagði hann í gær. Hann hefði síðan skoðað málið betur og séð nafn Guðlaugs. „Ég sá hverjir áttu félagið og gat vel skilið að Gunnar vildi að slík rannsókn ætti að fara mjög leynt."Leiksoppur í hildarleik Saksóknarinn Helgi Magnús Gunnarsson sagði í málflutningsræðu sinni að Gunnar gæti ekki „aðskilið sig frá starfi sínu sem forstjóri FME í þessari …ja, það má kalla það krossferð". Hann efaðist ekki um að Gunnar hefði verið undir álagi. „En það afsakar ekki að fara þessa leið, því að hún er auðvitað algjörlega á skjön við refsilög og almennar starfsskyldur hans." Helgi Magnús fór fram á að Þórarni yrði refsað með sekt upp á rúma milljón, en að Gunnar yrði annað hvort dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi eða til að greiða minnst þrjár milljónir í sekt. Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi Gunnars, fór í löngu máli yfir fjölmarga meinta galla á ákærunni og hvers vegna þeir skyldu varða frávísun málsins. Þá sagði hann að ekki væri refsivert að biðja um leynilegar upplýsingar – ábyrgðin lægi hjá þeim sem afhenti þær. Hilmar Magnússon, verjandi Þórarins, sagði hins vegar að skjólstæðingur hans hefði verið „hafður að leiksoppi í þessum hildarleik Gunnars og Guðlaugs". Hann hefði í versta fallið hegðað sér með gálausum hætti. Dómur verður kveðinn upp innan fjögurra vikna.fréttablaðið/vilhelm
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira