Almannahagsmunum fórnað fyrir skammtíma bókhaldstrikk Heimir Már Pétursson skrifar 29. desember 2013 12:45 Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi segir með ólíkindum að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar hafi forgöngu um að einkavæða vatnsveitu með sölu á hlut Orkuveitunnar í HS veitum. Miklu mikilvægara sé að standa vörð um hagsmuni almennings, en skammtíma bókhaldshagsmuni Orkuveitunnar. Orkuveita Reykjavíkur og Reykjanesbær sem eiga hvor um sig 15 prósent í HS veitum hafa ákveðið að selja hlut sinn til félagsins Úrsusar sem er í eigu Heiðars Márs Guðjónssonar fjárfestis. Minni sveitarfélög á Reykjanesi sem áttu hvort um sig 0,5 prósent eða minna í HS veitum hafa einnig ákveðið að selja sinn hlut til Úrsusar, sem þar með á um 33 prósent í fyrirtækinu. En samkvæmt lögum verða veitufyrirtæki að lágmarki að vera 50 prósent í eigu opinberra aðila. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þessa sölu langt í frá eðlilega. „Það er mjög skrýtið að Samfylking og Besti flokkur skuli vera að standa fyrir þessum gjörningi. Vissulega hefur þetta skammtímaáhrif á fjárhag Orkuveitunnar.En það er verið að fórna þarna mjög ríkum almannahagsmunum. Það er verið að einkavæða veitufyrirtæki,“ segir Sóley. Fyrirtæki sem sjái almenningi fyrir heitu og köldu vatni og leggi grunn að lífsgæðum almennings. Það sé með ólíkindum að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar ætli að einkavæða þetta mikilvæga almenningsfyrirtæki. „Þetta hefur sjálfsagt einhver skammtímaáhrif á fjárhag Orkuveitunnar. En Orkuveitan er komin í það góð mál og okkur hefur tekist það vel upp, að ég sé ekki að svona mikilvægir innviðir þurfi að fara úr eigu almennings til einkaaðila,“ segir Sóley. Það þjóni ekki hagsmunum almennings. Það sé mikilvægara þvert á móti að standa vörð um hagsmuni almennings í þessum efnum. En þetta er í fyrsta skipti sem einkaaðili á Íslandi eignast stóran hluti í vatnsveitu. Sóley segir að þetta sé fyrsta skrefið í átt til almennrar einkavæðingar á vatnsveitum. „Það er alveg ljóst. Það er verið að því. Þetta var vatnsveita í eigu almennings. Það er verið að selja hana einkaaðila. Meira að segja er uppi orðrómur um eitthvert hluthafa samkomulag þar sem einkaaðilinn á að hafa meiri völd en lögin kveða á um. Það er líka mjög alvarlegt,“ segir Sóley. Það sé furðulegt að meirihlutinn sé ekki tilbúinn til að horfast í augu við alvarleika málsins og firri sig ábyrgð.Sýnist þér þá að það sé verið að láta skammtíma hagsmuni ráða umfram langtíma hagsmuni?„Það er verið að fórna almannahagsmunum fyrir skammtíma bókhaldstrikk,“ segir Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna. Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi segir með ólíkindum að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar hafi forgöngu um að einkavæða vatnsveitu með sölu á hlut Orkuveitunnar í HS veitum. Miklu mikilvægara sé að standa vörð um hagsmuni almennings, en skammtíma bókhaldshagsmuni Orkuveitunnar. Orkuveita Reykjavíkur og Reykjanesbær sem eiga hvor um sig 15 prósent í HS veitum hafa ákveðið að selja hlut sinn til félagsins Úrsusar sem er í eigu Heiðars Márs Guðjónssonar fjárfestis. Minni sveitarfélög á Reykjanesi sem áttu hvort um sig 0,5 prósent eða minna í HS veitum hafa einnig ákveðið að selja sinn hlut til Úrsusar, sem þar með á um 33 prósent í fyrirtækinu. En samkvæmt lögum verða veitufyrirtæki að lágmarki að vera 50 prósent í eigu opinberra aðila. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þessa sölu langt í frá eðlilega. „Það er mjög skrýtið að Samfylking og Besti flokkur skuli vera að standa fyrir þessum gjörningi. Vissulega hefur þetta skammtímaáhrif á fjárhag Orkuveitunnar.En það er verið að fórna þarna mjög ríkum almannahagsmunum. Það er verið að einkavæða veitufyrirtæki,“ segir Sóley. Fyrirtæki sem sjái almenningi fyrir heitu og köldu vatni og leggi grunn að lífsgæðum almennings. Það sé með ólíkindum að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar ætli að einkavæða þetta mikilvæga almenningsfyrirtæki. „Þetta hefur sjálfsagt einhver skammtímaáhrif á fjárhag Orkuveitunnar. En Orkuveitan er komin í það góð mál og okkur hefur tekist það vel upp, að ég sé ekki að svona mikilvægir innviðir þurfi að fara úr eigu almennings til einkaaðila,“ segir Sóley. Það þjóni ekki hagsmunum almennings. Það sé mikilvægara þvert á móti að standa vörð um hagsmuni almennings í þessum efnum. En þetta er í fyrsta skipti sem einkaaðili á Íslandi eignast stóran hluti í vatnsveitu. Sóley segir að þetta sé fyrsta skrefið í átt til almennrar einkavæðingar á vatnsveitum. „Það er alveg ljóst. Það er verið að því. Þetta var vatnsveita í eigu almennings. Það er verið að selja hana einkaaðila. Meira að segja er uppi orðrómur um eitthvert hluthafa samkomulag þar sem einkaaðilinn á að hafa meiri völd en lögin kveða á um. Það er líka mjög alvarlegt,“ segir Sóley. Það sé furðulegt að meirihlutinn sé ekki tilbúinn til að horfast í augu við alvarleika málsins og firri sig ábyrgð.Sýnist þér þá að það sé verið að láta skammtíma hagsmuni ráða umfram langtíma hagsmuni?„Það er verið að fórna almannahagsmunum fyrir skammtíma bókhaldstrikk,“ segir Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira