Almannahagsmunum fórnað fyrir skammtíma bókhaldstrikk Heimir Már Pétursson skrifar 29. desember 2013 12:45 Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi segir með ólíkindum að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar hafi forgöngu um að einkavæða vatnsveitu með sölu á hlut Orkuveitunnar í HS veitum. Miklu mikilvægara sé að standa vörð um hagsmuni almennings, en skammtíma bókhaldshagsmuni Orkuveitunnar. Orkuveita Reykjavíkur og Reykjanesbær sem eiga hvor um sig 15 prósent í HS veitum hafa ákveðið að selja hlut sinn til félagsins Úrsusar sem er í eigu Heiðars Márs Guðjónssonar fjárfestis. Minni sveitarfélög á Reykjanesi sem áttu hvort um sig 0,5 prósent eða minna í HS veitum hafa einnig ákveðið að selja sinn hlut til Úrsusar, sem þar með á um 33 prósent í fyrirtækinu. En samkvæmt lögum verða veitufyrirtæki að lágmarki að vera 50 prósent í eigu opinberra aðila. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þessa sölu langt í frá eðlilega. „Það er mjög skrýtið að Samfylking og Besti flokkur skuli vera að standa fyrir þessum gjörningi. Vissulega hefur þetta skammtímaáhrif á fjárhag Orkuveitunnar.En það er verið að fórna þarna mjög ríkum almannahagsmunum. Það er verið að einkavæða veitufyrirtæki,“ segir Sóley. Fyrirtæki sem sjái almenningi fyrir heitu og köldu vatni og leggi grunn að lífsgæðum almennings. Það sé með ólíkindum að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar ætli að einkavæða þetta mikilvæga almenningsfyrirtæki. „Þetta hefur sjálfsagt einhver skammtímaáhrif á fjárhag Orkuveitunnar. En Orkuveitan er komin í það góð mál og okkur hefur tekist það vel upp, að ég sé ekki að svona mikilvægir innviðir þurfi að fara úr eigu almennings til einkaaðila,“ segir Sóley. Það þjóni ekki hagsmunum almennings. Það sé mikilvægara þvert á móti að standa vörð um hagsmuni almennings í þessum efnum. En þetta er í fyrsta skipti sem einkaaðili á Íslandi eignast stóran hluti í vatnsveitu. Sóley segir að þetta sé fyrsta skrefið í átt til almennrar einkavæðingar á vatnsveitum. „Það er alveg ljóst. Það er verið að því. Þetta var vatnsveita í eigu almennings. Það er verið að selja hana einkaaðila. Meira að segja er uppi orðrómur um eitthvert hluthafa samkomulag þar sem einkaaðilinn á að hafa meiri völd en lögin kveða á um. Það er líka mjög alvarlegt,“ segir Sóley. Það sé furðulegt að meirihlutinn sé ekki tilbúinn til að horfast í augu við alvarleika málsins og firri sig ábyrgð.Sýnist þér þá að það sé verið að láta skammtíma hagsmuni ráða umfram langtíma hagsmuni?„Það er verið að fórna almannahagsmunum fyrir skammtíma bókhaldstrikk,“ segir Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi segir með ólíkindum að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar hafi forgöngu um að einkavæða vatnsveitu með sölu á hlut Orkuveitunnar í HS veitum. Miklu mikilvægara sé að standa vörð um hagsmuni almennings, en skammtíma bókhaldshagsmuni Orkuveitunnar. Orkuveita Reykjavíkur og Reykjanesbær sem eiga hvor um sig 15 prósent í HS veitum hafa ákveðið að selja hlut sinn til félagsins Úrsusar sem er í eigu Heiðars Márs Guðjónssonar fjárfestis. Minni sveitarfélög á Reykjanesi sem áttu hvort um sig 0,5 prósent eða minna í HS veitum hafa einnig ákveðið að selja sinn hlut til Úrsusar, sem þar með á um 33 prósent í fyrirtækinu. En samkvæmt lögum verða veitufyrirtæki að lágmarki að vera 50 prósent í eigu opinberra aðila. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þessa sölu langt í frá eðlilega. „Það er mjög skrýtið að Samfylking og Besti flokkur skuli vera að standa fyrir þessum gjörningi. Vissulega hefur þetta skammtímaáhrif á fjárhag Orkuveitunnar.En það er verið að fórna þarna mjög ríkum almannahagsmunum. Það er verið að einkavæða veitufyrirtæki,“ segir Sóley. Fyrirtæki sem sjái almenningi fyrir heitu og köldu vatni og leggi grunn að lífsgæðum almennings. Það sé með ólíkindum að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar ætli að einkavæða þetta mikilvæga almenningsfyrirtæki. „Þetta hefur sjálfsagt einhver skammtímaáhrif á fjárhag Orkuveitunnar. En Orkuveitan er komin í það góð mál og okkur hefur tekist það vel upp, að ég sé ekki að svona mikilvægir innviðir þurfi að fara úr eigu almennings til einkaaðila,“ segir Sóley. Það þjóni ekki hagsmunum almennings. Það sé mikilvægara þvert á móti að standa vörð um hagsmuni almennings í þessum efnum. En þetta er í fyrsta skipti sem einkaaðili á Íslandi eignast stóran hluti í vatnsveitu. Sóley segir að þetta sé fyrsta skrefið í átt til almennrar einkavæðingar á vatnsveitum. „Það er alveg ljóst. Það er verið að því. Þetta var vatnsveita í eigu almennings. Það er verið að selja hana einkaaðila. Meira að segja er uppi orðrómur um eitthvert hluthafa samkomulag þar sem einkaaðilinn á að hafa meiri völd en lögin kveða á um. Það er líka mjög alvarlegt,“ segir Sóley. Það sé furðulegt að meirihlutinn sé ekki tilbúinn til að horfast í augu við alvarleika málsins og firri sig ábyrgð.Sýnist þér þá að það sé verið að láta skammtíma hagsmuni ráða umfram langtíma hagsmuni?„Það er verið að fórna almannahagsmunum fyrir skammtíma bókhaldstrikk,“ segir Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira