Úrvalslið seinni hluta tímabilsins í Domino's-deild kvenna var tilkynnt í dag en lið KR átti bæði besta leikmanninn og besta þjálfarann.
Shannon McCallum er eini erlendi leikmaðurinn í úrvalsliðinu en hún hefur verið lykilmaður í liði KR. Hún var valin besti leikmaður umferða 15 til 28.
Hún kom til KR í janúar og hefur síðan þá spilað tólf leiki. Hún hefur skorað 34,6 stig að meðaltali í leik og tekið 12,4 fráköst.
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var valinn besti þjálfarinn en KR vann tíu af fjórtán leikjum sínum á seinni hlutanum.
Aðrir í úrvalsliðinu eru Pálína Gunnlaugsdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík, Kristrún Sigurjónsdóttir, Val og Hildur Björg Kjartansdóttir, Snæfelli. Gunnhildur Gunnarsdóttir, Haukum, var valin mesti dugnaðarforkurinn.
Þá var Kristinn Óskarsson valinn besti dómarinn í bæði Domino's-deild karla og kvenna á seinni hlutanum.
Shannon og Finnur best
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni
Íslenski boltinn

Brentford bætti við algjöra martröð Leicester
Enski boltinn



Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti


