Óska eftir að Húsavík verði þjónustuhöfn Drekasvæðis Kristján Már Unnarsson skrifar 13. febrúar 2013 18:46 Olíufélög sem undirbúa leit á Drekasvæðinu hafa óskað eftir því að Húsavík verði þjónustuhöfn fyrir borpalla. Umsókn um lóð hefur verið send til bæjarráðs Norðurþings, sem tekur jákvætt í erindið. Fyrstu tvö sérleyfin voru afhent í byrjun janúar og merki sjást nú um að félögin eru byrjuð að undirbúa leitina. Fulltrúar annars leyfishafans, Íslensks kolvetnis, Faroe Petroleum og Petoro, hafa nú sótt um lóð við Húsavíkurhöfn undir aðstöðu til að þjónusta leitarborpalla. Í fundargerð bæjarráðs Norðurþings frá því í fyrradag kemur fram að óskað er eftir svæði til að geyma pípur og borstangir, svæði fyrir sementstanka og leðjutanka, lóð undir vöruhús og tengingum við vatn, olíu og rafmagn. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og býður umsækjendum til viðræðna við bæjaryfirvöld, segir í bókun. Þorkell Erlingsson hjá Íslensku kolvetni segir að Húsavík sé eini staðurinn sem hópurinn hafi sótt um og að hún liggi afskaplega vel við. Þar sé að finna margskyns þjónustu eins og hótel, sjúkrahús og flugvöll og stutt sé til Akureyrar. Athygli vekur að félögin taka Húsavík fram yfir staði eins og Vopnafjörð og Þórshöfn, sem liggja nær Drekasvæðinu, og segir Þorkell ástæðuna þá að meiri þjónusta sé í boði á Húsavík. Fjarðabyggð, Seyðisfjörður og Akureyri hafa einnig sóst eftir þjónustuhlutverki en með þessari umsókn er Húsavík orðinn fyrsti valkostur. Vilji menn gera sér í hugarlund hver áhrifin gætu orðið á Húsavík, fari olíuleit af stað, er norski bærinn Sandnessjöen ágætt dæmi en Stöð 2 heimsótti hann í fyrra og sýndi þá þessa frétt. Tengdar fréttir Svona ná þeir olíunni upp innan átta ára Vinnsluskip, í líkingu við það sem tekið var í notkun á Skarfs-olíusvæðinu undan Norður-Noregi nú um áramótin, þykir líklegasta aðferðin til að vinna olíu og gas af Drekasvæðinu. Forstjóri Faroe-olíufélagsins segir að með slíkri lausn megi hefja olíuvinnsluna eftir sjö til átta ár, eða mun fyrr en með eldri aðferðum. Afhending fyrstu sérleyfanna á föstudag markaði upphaf olíustarfseminnar á Drekasvæðinu og áætlanir beggja leyfishafa gera ráð fyrir að næstu ár verði notuð til hljóðbylgjumælinga. 7. janúar 2013 18:45 Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Olíufélög sem undirbúa leit á Drekasvæðinu hafa óskað eftir því að Húsavík verði þjónustuhöfn fyrir borpalla. Umsókn um lóð hefur verið send til bæjarráðs Norðurþings, sem tekur jákvætt í erindið. Fyrstu tvö sérleyfin voru afhent í byrjun janúar og merki sjást nú um að félögin eru byrjuð að undirbúa leitina. Fulltrúar annars leyfishafans, Íslensks kolvetnis, Faroe Petroleum og Petoro, hafa nú sótt um lóð við Húsavíkurhöfn undir aðstöðu til að þjónusta leitarborpalla. Í fundargerð bæjarráðs Norðurþings frá því í fyrradag kemur fram að óskað er eftir svæði til að geyma pípur og borstangir, svæði fyrir sementstanka og leðjutanka, lóð undir vöruhús og tengingum við vatn, olíu og rafmagn. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og býður umsækjendum til viðræðna við bæjaryfirvöld, segir í bókun. Þorkell Erlingsson hjá Íslensku kolvetni segir að Húsavík sé eini staðurinn sem hópurinn hafi sótt um og að hún liggi afskaplega vel við. Þar sé að finna margskyns þjónustu eins og hótel, sjúkrahús og flugvöll og stutt sé til Akureyrar. Athygli vekur að félögin taka Húsavík fram yfir staði eins og Vopnafjörð og Þórshöfn, sem liggja nær Drekasvæðinu, og segir Þorkell ástæðuna þá að meiri þjónusta sé í boði á Húsavík. Fjarðabyggð, Seyðisfjörður og Akureyri hafa einnig sóst eftir þjónustuhlutverki en með þessari umsókn er Húsavík orðinn fyrsti valkostur. Vilji menn gera sér í hugarlund hver áhrifin gætu orðið á Húsavík, fari olíuleit af stað, er norski bærinn Sandnessjöen ágætt dæmi en Stöð 2 heimsótti hann í fyrra og sýndi þá þessa frétt.
Tengdar fréttir Svona ná þeir olíunni upp innan átta ára Vinnsluskip, í líkingu við það sem tekið var í notkun á Skarfs-olíusvæðinu undan Norður-Noregi nú um áramótin, þykir líklegasta aðferðin til að vinna olíu og gas af Drekasvæðinu. Forstjóri Faroe-olíufélagsins segir að með slíkri lausn megi hefja olíuvinnsluna eftir sjö til átta ár, eða mun fyrr en með eldri aðferðum. Afhending fyrstu sérleyfanna á föstudag markaði upphaf olíustarfseminnar á Drekasvæðinu og áætlanir beggja leyfishafa gera ráð fyrir að næstu ár verði notuð til hljóðbylgjumælinga. 7. janúar 2013 18:45 Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Svona ná þeir olíunni upp innan átta ára Vinnsluskip, í líkingu við það sem tekið var í notkun á Skarfs-olíusvæðinu undan Norður-Noregi nú um áramótin, þykir líklegasta aðferðin til að vinna olíu og gas af Drekasvæðinu. Forstjóri Faroe-olíufélagsins segir að með slíkri lausn megi hefja olíuvinnsluna eftir sjö til átta ár, eða mun fyrr en með eldri aðferðum. Afhending fyrstu sérleyfanna á föstudag markaði upphaf olíustarfseminnar á Drekasvæðinu og áætlanir beggja leyfishafa gera ráð fyrir að næstu ár verði notuð til hljóðbylgjumælinga. 7. janúar 2013 18:45
Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37