Innlent

Guðlaugur og Ágústa vitni ekki

Gunnar þ. Andersen
Gunnar þ. Andersen
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari vill að Héraðsdómur hafni kröfu verjanda Gunnars Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME), um að láta kalla þau Guðlaug Þór Þórðarson, Ágústu Johnson, Sigurjón Árnason og Hauk Haraldsson til vitnis í málinu gegn Gunnari.

Gunnar er ákærður fyrir brot á þagnarskyldu og bankaleynd með því að hafa fengið starfsmann Landsbankans til þess að sækja gögn um meint viðskipti Guðlaugs úr bankanum og koma þeim til manns sem átti svo að koma þeim í fjölmiðla.

Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi Gunnars, sagði að vitnisburður þeirra ætti að varpa ljósi á umrædd gögn sem Gunnari er gefið að sök að hafa látið berast úr bankanum, þar á meðal hvort þau gögn séu sannarlega úr bankanum og hvort þau viðskipti sem þau fjalla um hafi í raun farið fram. Vitnisburður þeirra ætti að geta varpað ljósi á þá framvindu mála.

Helgi Magnús sagði að þær upplýsingar sem vitnin ættu að veita tengdust sakarefnum ekkert heldur væri þar um að ræða allt annað mál sem væri „á áhugasviði ákærða“.

Dómurinn mun tilkynna úrskurð sinn á næstu dögum eða vikum, en aðalmeðferð hefst 21. mars.  - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×