Sakar lögreglu um að hafa boðið kókaín fyrir vændi Jakob Bjarnar skrifar 18. nóvember 2013 12:27 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Samkvæmt bókhaldi eyddu lögreglumenn 800 þúsund krónum á VIP Club, í leynilegum aðgerðum sínum. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður eigenda VIP Club við Austurstræti, ætlar að kæra lögreglu vegna aðgerða gegn staðnum. Vilhjálmur segir starfsfólk þar fullyrða að gestir staðarins, sem síðar hefur komið á daginn að voru lögreglumenn, hafi borið fé á starfsmenn og boðið eiturlyf, nánar tiltekið kókaín, í staðinn fyrir vændi.Eyddu 800 þúsundum í kampavín Lögreglan hefur rannsakað starfsemi VIP Club í Austurstræti frá því í sumar. Lögregla synjaði staðnum um rekstrarleyfi en 14. nóvember var lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu gert, af hálfu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, að veita staðnum rekstrarleyfi. VIP opnaði aftur á föstudag en þá fór tuttugu manna lögregluteymi og lokaði staðnum, á forsendum rökstudds gruns um að þar færi fram vændisstarfsemi. Það hyggst Vilhjálmur meðal annars kæra. Hann segir starfsfólk alfarið hafna því að atburðir séu með þeim hætti sem lögreglan lýsir og Vísir hefur greint frá og byggir þar á lögregluskýrslu sem miðillinn hefur undir höndum. „Það var ítrekað af öllum starfsmönnum að þarna væri ekki hægt að kaupa vændi. Ég tel að lögreglan hafi sannað með þessari tálbeituaðgerð í september að það er og fer engin vændissala fram á þessu veitingahúsi. Þeir senda þarna fimm lögreglumenn á staðinn sem eyða þarna átta hundruð þúsundum í kampavín og samverustund með starfsfólki,“ segir Vilhjálmur. Þetta er samkvæmt bókhaldi staðarins: „Engum þeirra tekst að kaupa vændi. Jafnframt hefur starfsfólk lýst því yfir að þessi viðskiptamenn, þessir lögreglumenn sem þarna voru á ferð, hafi verið að bera fé á starfsfólkið og eiturlyf í því skyni að fá viðkomandi starfsmann til að stunda vændi. Það er einfaldlega grafalvarlegt mál.“Kókaín í skiptum fyrir vændiEiturlyf? Hvernig þá? „Starfsfólkið fullyrðir að viðkomandi viðskiptavinir, sem nú hefur komið í ljós að eru lögreglumenn, hafi boðið kókaín í skiptum fyrir vændi. Ásamt fjármunum.“Hvernig munt þú bregðast við þessu? „Ég tel þessa tálbeituaðgerð lögreglu ólögmæta. Hún stenst ekki stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Heldur ekki ákvæði sakamálalaga. Þá felur aðgerðin í sér brot á reglum innanríkisráðherra frá 2011 um sérstakar rannsóknaraðferðir lögreglu. Það er alveg klárt að með þessari aðgerð var verið að reyna að hvetja til lögbrota, sem enginn hafði áhuga á að fremja, sem er algerlega óheimilt samkvæmt þessum reglum um tálbeitur.“ Á eftir mun Vilhjálmur senda inn kæru á ríkissaksóknara þar sem þessi tálbeituaðgerð verður kærð. „Sem og húsbrot lögreglunnar inn á veitingahúsið síðastliðinn föstudag. Jafnframt verður brot lögreglu á þagnarskyldu með því að leka þessum fölsku ásökunum til fjölmiðla. Þær verða jafnframt kærðar.“ (Umrædd kæra er meðfylgjandi.) Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður eigenda VIP Club við Austurstræti, ætlar að kæra lögreglu vegna aðgerða gegn staðnum. Vilhjálmur segir starfsfólk þar fullyrða að gestir staðarins, sem síðar hefur komið á daginn að voru lögreglumenn, hafi borið fé á starfsmenn og boðið eiturlyf, nánar tiltekið kókaín, í staðinn fyrir vændi.Eyddu 800 þúsundum í kampavín Lögreglan hefur rannsakað starfsemi VIP Club í Austurstræti frá því í sumar. Lögregla synjaði staðnum um rekstrarleyfi en 14. nóvember var lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu gert, af hálfu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, að veita staðnum rekstrarleyfi. VIP opnaði aftur á föstudag en þá fór tuttugu manna lögregluteymi og lokaði staðnum, á forsendum rökstudds gruns um að þar færi fram vændisstarfsemi. Það hyggst Vilhjálmur meðal annars kæra. Hann segir starfsfólk alfarið hafna því að atburðir séu með þeim hætti sem lögreglan lýsir og Vísir hefur greint frá og byggir þar á lögregluskýrslu sem miðillinn hefur undir höndum. „Það var ítrekað af öllum starfsmönnum að þarna væri ekki hægt að kaupa vændi. Ég tel að lögreglan hafi sannað með þessari tálbeituaðgerð í september að það er og fer engin vændissala fram á þessu veitingahúsi. Þeir senda þarna fimm lögreglumenn á staðinn sem eyða þarna átta hundruð þúsundum í kampavín og samverustund með starfsfólki,“ segir Vilhjálmur. Þetta er samkvæmt bókhaldi staðarins: „Engum þeirra tekst að kaupa vændi. Jafnframt hefur starfsfólk lýst því yfir að þessi viðskiptamenn, þessir lögreglumenn sem þarna voru á ferð, hafi verið að bera fé á starfsfólkið og eiturlyf í því skyni að fá viðkomandi starfsmann til að stunda vændi. Það er einfaldlega grafalvarlegt mál.“Kókaín í skiptum fyrir vændiEiturlyf? Hvernig þá? „Starfsfólkið fullyrðir að viðkomandi viðskiptavinir, sem nú hefur komið í ljós að eru lögreglumenn, hafi boðið kókaín í skiptum fyrir vændi. Ásamt fjármunum.“Hvernig munt þú bregðast við þessu? „Ég tel þessa tálbeituaðgerð lögreglu ólögmæta. Hún stenst ekki stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Heldur ekki ákvæði sakamálalaga. Þá felur aðgerðin í sér brot á reglum innanríkisráðherra frá 2011 um sérstakar rannsóknaraðferðir lögreglu. Það er alveg klárt að með þessari aðgerð var verið að reyna að hvetja til lögbrota, sem enginn hafði áhuga á að fremja, sem er algerlega óheimilt samkvæmt þessum reglum um tálbeitur.“ Á eftir mun Vilhjálmur senda inn kæru á ríkissaksóknara þar sem þessi tálbeituaðgerð verður kærð. „Sem og húsbrot lögreglunnar inn á veitingahúsið síðastliðinn föstudag. Jafnframt verður brot lögreglu á þagnarskyldu með því að leka þessum fölsku ásökunum til fjölmiðla. Þær verða jafnframt kærðar.“ (Umrædd kæra er meðfylgjandi.)
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira