Deilan um Vatnsenda: „Þetta splundraði bara fjölskyldunni" Helga Arnardóttir skrifar 4. maí 2013 19:30 Yngsti sonur Sigurðar Hjaltested, sem var eigandi Vatnsenda á sjöunda áratugnum, segir niðurstöðu Hæstaréttar í gær mikinn sigur en í raun bara upphafið að endinum. Hann segist finna til léttis að viðurkennt hafi verið að Vatnsendi sé enn í eigu dánarbús föður síns. Það hafi tekið verulega á þegar hann og fjölskylda hans voru borin út af heimili sínu fyrir tæpum 45 árum. Deilur um jörðina Vatnsenda í Kópavogi hafa staðið yfir frá 1966 og allt á þetta mál rætur að rekja til erfðaskrár sem var rituð árið 1938 og hún átti eftir að hafa afdrifarík áhrif. Magnús Einarsson úrsmiður og eigandi Vatnsenda í Kópavogi arfleiddi Sigurð Kristján Lárusson Hjaltested bróðurson sinn að jörðinni árið1938 með ritun viðamikillar erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum hennar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús elsti sonur Sigurðar fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést 1966 samkvæmt skilmálum erfðaskrárinnar. En Sigurður átti fimm börn, þrjú af fyrra hjónabandi og tvö af seinna. Margrét hét seinni eiginkona hans og synir hennar Sigurður og Karl Lárus Hjaltested og þau bjuggu á Vatnsenda þegar Sigurður lést. „Móðir mín var í þeirri stöðu að reyna berjast fyrir því að sitja á búi eftirlifandi eiginmanns en því var hafnað. Árið 1969 erum við borin út," segir Karl. Karl var þá sex ára og bróðir hans sjö og móðir þeirra var alveg eignalaus eftir útburðinn. „Við vorum borin út með ekkert og á vergangi, bjuggum hjá systur okkar á Seltjarnarnesi. Eftir það erum vorum við bara að leigja hingað og þangað um bæinn. Auðvitað tók það á móður okkar að vera í þessari stöðu og byrja með ekki neitt. Það var mjög erfitt fyrir hana." „Eina sem maður skildi ekki af hverju bróðir okkar var svona vondur við okkur. Elsti bróðir okkar. Ég var aldrei í sambandi við Magnús eða neitt. Þetta splundraði bara fjölskyldunni það voru engin samskipti." Eftir andlát föður hans upphófust mikil málaferli. Árið 1961 voru sett ný lög um erfðarétt. Erfðaskráin frá 1938 var engu að síður dæmd gild þrátt fyrir tilvist erfðaréttarlaganna. „Og erfðaskráin er bara dæmd æðri íslenskum lögum frá 1961." Magnús Hjaltested elsti bróðir Karls lést 1999 en hann átti fjögur börn og tók elsti sonur hans, Þorsteinn Hjaltested við jörðinni Vatnsenda í samræmi við ákvæði erfðaskrárinnar. Hann hefur haft miklar tekjur af jörðinni og fékk tæpa 2,3 milljarða frá Kópavogsbæ árið 2007 sem fékk hluta jarðarinnar undir byggingarland. Þorsteinn var meðal annars skattakóngur árin 2010 og 2011. „Hann situr á jörð afa síns en Sigurður var náttúrulega pabbi minn ekki hans. Það er alveg með ólíkindum að þetta skuli hafa viðgengist." Árið 2007 fóru Karl og Sigurður bróðir hans í mál og málaferlin hafa staðið allt til gærdagsins en þá komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að jörðin Vatnsendi væri ekki í eigu Þorsteins Hjaltested heldur dánarbús Sigurðar föður Karls. Magnús faðir Þorsteins haði því eingöngu haft búsetu og afnotarétt á jörðinni en ekki beinan eignarétt. Það sem einnig hefur komið í ljós eftir þessi málaferli er að skiptum á dánarbúi Sigurðar föður Karls og Magnúsar elsta sonar Sigurðar hefur aldrei verið lokið og aldrei hefur verið greiddur erfðafjárskattur af jörðinni. Karl er hins vegar ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar. „Þetta er bara stór léttir og mikill sigur. Allt í einu er maður í sókn en ekki vörn," segir Karl. Þetta sé þó bara upphafið að endinum. Flókin mál taki nú við í framhaldinu og það verði hlutverk skiptastjóra að greiða úr þeim. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Yngsti sonur Sigurðar Hjaltested, sem var eigandi Vatnsenda á sjöunda áratugnum, segir niðurstöðu Hæstaréttar í gær mikinn sigur en í raun bara upphafið að endinum. Hann segist finna til léttis að viðurkennt hafi verið að Vatnsendi sé enn í eigu dánarbús föður síns. Það hafi tekið verulega á þegar hann og fjölskylda hans voru borin út af heimili sínu fyrir tæpum 45 árum. Deilur um jörðina Vatnsenda í Kópavogi hafa staðið yfir frá 1966 og allt á þetta mál rætur að rekja til erfðaskrár sem var rituð árið 1938 og hún átti eftir að hafa afdrifarík áhrif. Magnús Einarsson úrsmiður og eigandi Vatnsenda í Kópavogi arfleiddi Sigurð Kristján Lárusson Hjaltested bróðurson sinn að jörðinni árið1938 með ritun viðamikillar erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum hennar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús elsti sonur Sigurðar fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést 1966 samkvæmt skilmálum erfðaskrárinnar. En Sigurður átti fimm börn, þrjú af fyrra hjónabandi og tvö af seinna. Margrét hét seinni eiginkona hans og synir hennar Sigurður og Karl Lárus Hjaltested og þau bjuggu á Vatnsenda þegar Sigurður lést. „Móðir mín var í þeirri stöðu að reyna berjast fyrir því að sitja á búi eftirlifandi eiginmanns en því var hafnað. Árið 1969 erum við borin út," segir Karl. Karl var þá sex ára og bróðir hans sjö og móðir þeirra var alveg eignalaus eftir útburðinn. „Við vorum borin út með ekkert og á vergangi, bjuggum hjá systur okkar á Seltjarnarnesi. Eftir það erum vorum við bara að leigja hingað og þangað um bæinn. Auðvitað tók það á móður okkar að vera í þessari stöðu og byrja með ekki neitt. Það var mjög erfitt fyrir hana." „Eina sem maður skildi ekki af hverju bróðir okkar var svona vondur við okkur. Elsti bróðir okkar. Ég var aldrei í sambandi við Magnús eða neitt. Þetta splundraði bara fjölskyldunni það voru engin samskipti." Eftir andlát föður hans upphófust mikil málaferli. Árið 1961 voru sett ný lög um erfðarétt. Erfðaskráin frá 1938 var engu að síður dæmd gild þrátt fyrir tilvist erfðaréttarlaganna. „Og erfðaskráin er bara dæmd æðri íslenskum lögum frá 1961." Magnús Hjaltested elsti bróðir Karls lést 1999 en hann átti fjögur börn og tók elsti sonur hans, Þorsteinn Hjaltested við jörðinni Vatnsenda í samræmi við ákvæði erfðaskrárinnar. Hann hefur haft miklar tekjur af jörðinni og fékk tæpa 2,3 milljarða frá Kópavogsbæ árið 2007 sem fékk hluta jarðarinnar undir byggingarland. Þorsteinn var meðal annars skattakóngur árin 2010 og 2011. „Hann situr á jörð afa síns en Sigurður var náttúrulega pabbi minn ekki hans. Það er alveg með ólíkindum að þetta skuli hafa viðgengist." Árið 2007 fóru Karl og Sigurður bróðir hans í mál og málaferlin hafa staðið allt til gærdagsins en þá komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að jörðin Vatnsendi væri ekki í eigu Þorsteins Hjaltested heldur dánarbús Sigurðar föður Karls. Magnús faðir Þorsteins haði því eingöngu haft búsetu og afnotarétt á jörðinni en ekki beinan eignarétt. Það sem einnig hefur komið í ljós eftir þessi málaferli er að skiptum á dánarbúi Sigurðar föður Karls og Magnúsar elsta sonar Sigurðar hefur aldrei verið lokið og aldrei hefur verið greiddur erfðafjárskattur af jörðinni. Karl er hins vegar ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar. „Þetta er bara stór léttir og mikill sigur. Allt í einu er maður í sókn en ekki vörn," segir Karl. Þetta sé þó bara upphafið að endinum. Flókin mál taki nú við í framhaldinu og það verði hlutverk skiptastjóra að greiða úr þeim.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira