Innlent

Serena í sögubækurnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Serena Williams mun í næstu viku endurheimta efsta sæti heimslistans í tennis og verða þar með elsta kona sögunnar til að ná þeim árangri.

Williams, sem er 31 árs, hefur margoft setið í heimslistanum sem er gefinn út vikulega. Síðast var hún í toppsætinu í október árið 2010.

Chris Evert átti gamla metið en hún var í efsta sætinu árið 1985, skömmu fyrir 31 ára afmælið hennar.

Williams vissi að með sigri á Petru Kvitova í undanúrslitum Opna meistaramótsins í Katar í kvöld myndi hún komast í efsta sætið. Serena tapaði fyrsta settinu, 6-3, en vann næstu tvö 6-3 og 7-5.

Árið 2010 skar hún sig á fæti þegar hún steig á glerbrot. Hún þurfti að fara í tvær aðgerðir og veiktist svo nokkuð illa eftir það.

„Ég hélt oft að ég myndi aldrei spila aftur. Að mér tækist aldrei aftur að vinna mót eða stórmót. Það var alltaf draumur að ná fyrsta sætinu en hann var svo fjarlægur," sagði Williams í kvöld.

Síðan hún kom aftur hefur hún náð frábærum árangri en á síðasta ári vann hún tvö síðustu stórmót ársins, sem og gull á Ólympíuleikunum. Alls hefur hún unnið fimmtán stórmót á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×