Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák, kom á óvart í þriðju umferð Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu í gær, þegar hann gerði jafntefli við David Navara, ofurstórmeistara frá Tékklandi.
Þá vakti athygli að næst elsti keppandi á mótinu, Böðvar Böðvarsson, sem nú teflir í fyrsta sinn á alþjóðlegu skákmóti gerði jafntefli við argentískan meistara, sem er 400 Elo-stigum hærri en Böðvar. Böðvar er nú 77 ára.