Heitustu herratrendin í sumar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 21. febrúar 2013 09:30 Árið 2013 er spennandi í tískuheiminum og gefur herratískan dömutískunni ekkert eftir. Pönkið sem hefur verið vinsælt síðustu misseri víkur fyrir einfaldari flíkum, klassískum peysum, sterkum litum og fatnaði í fínni kantinum. Lífið fékk Helga Ómarsson, ljósmyndara, bloggara og tískuspekúlant til að segja okkur frá heitustu herratrendum sumarsins.Neonlitir: Neonlitirnir hafa ekki verið áberandi síðustu ár en eru núna að koma ótrúlega sterkir inn. Á sýningarpöllunum sáum við mikið af jakkafötum, útiflíkum, peysum og skyrtum í öllum regnbogans litum. Sterkir og skærir litir verða flottir innan undir einfaldar flíkur, jafnvel peysa í fallegum lit undir jakkaföt. Ég er persónulega ekki viss um að ég treysti mér í þetta trend, en það er þó fallegt fyrir augað. Litir hitta alltaf í mark.Fínn klæðnaður og stuttar buxur: Það var mjög áhugavert að sjá hvert módelið á fætur öðru ganga niður sýningarpallana í stuttbuxum, en það trend mun tröllríða öllu í sumar. Hvort sem þær eru við jakkaföt eða fínar og litríkar stuttbuxur eins og við erum vön. Ég fíla þetta trend í botn!Skaterboy tískan: Bomberjakkar, derhúfur og skyrtur eiga eftir að vera mjög áberandi í sumar. Flíkur með hermanna - og dýramynstri hafa verið að koma sterkt inn síðustu mánuði og verða mjög sýnilegar í sumar. Merki eins og Samsøe Samsøe, ACNE, BOY, Rascals og Topman eru ofarlega í þessum stíl og er gaman að fylgjast með nýju sumarvörunum koma í búðirnar. Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Árið 2013 er spennandi í tískuheiminum og gefur herratískan dömutískunni ekkert eftir. Pönkið sem hefur verið vinsælt síðustu misseri víkur fyrir einfaldari flíkum, klassískum peysum, sterkum litum og fatnaði í fínni kantinum. Lífið fékk Helga Ómarsson, ljósmyndara, bloggara og tískuspekúlant til að segja okkur frá heitustu herratrendum sumarsins.Neonlitir: Neonlitirnir hafa ekki verið áberandi síðustu ár en eru núna að koma ótrúlega sterkir inn. Á sýningarpöllunum sáum við mikið af jakkafötum, útiflíkum, peysum og skyrtum í öllum regnbogans litum. Sterkir og skærir litir verða flottir innan undir einfaldar flíkur, jafnvel peysa í fallegum lit undir jakkaföt. Ég er persónulega ekki viss um að ég treysti mér í þetta trend, en það er þó fallegt fyrir augað. Litir hitta alltaf í mark.Fínn klæðnaður og stuttar buxur: Það var mjög áhugavert að sjá hvert módelið á fætur öðru ganga niður sýningarpallana í stuttbuxum, en það trend mun tröllríða öllu í sumar. Hvort sem þær eru við jakkaföt eða fínar og litríkar stuttbuxur eins og við erum vön. Ég fíla þetta trend í botn!Skaterboy tískan: Bomberjakkar, derhúfur og skyrtur eiga eftir að vera mjög áberandi í sumar. Flíkur með hermanna - og dýramynstri hafa verið að koma sterkt inn síðustu mánuði og verða mjög sýnilegar í sumar. Merki eins og Samsøe Samsøe, ACNE, BOY, Rascals og Topman eru ofarlega í þessum stíl og er gaman að fylgjast með nýju sumarvörunum koma í búðirnar.
Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira