Hagkerfi í ógöngum Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir skrifar 21. febrúar 2013 06:00 Vaxtakostnaður Íslendinga vegna íslensku krónunnar er óásættanlegur. Mat Alþýðusambandsins og Viðskiptaráðs Íslands á fjármagnskostnaði vegna íslensku krónunnar er 4%-4,5% að meðaltali á ári til langs tíma. Það eru þeir vextir sem Íslendingar greiða, svokallað Íslandsálag, umfram evrulöndin, Bandaríkin o.fl. lönd vegna verðbólgu, verðtryggingar og óstöðugleika sem rekja má til krónunnar vegna smæðar hennar. Skuldir ríkissjóðs eru 1.500 milljarðar. Gróflega reiknað má gera ráð fyrir því að aukakostnaður ríkissjóðs vegna Íslandsálagsins sé um 60 milljarðar á ári. Ef við veltum bara fyrir okkur 60 milljarða aukavaxtakostnaði ríkisins vegna íslensku krónunnar má til samanburðar nefna að rekstur Landspítalans kostar árlega 30 milljarða. Þessi vitneskja er óbærileg þegar niðurskurður og ástandið í heilbrigðiskerfinu er haft í huga. Um 3,8% af landsframleiðslunni fara í Íslandsálagið vegna skulda ríkissjóðs. Samanlagðar skuldir ríkissjóðs, heimila og fyrirtækja á Íslandi eru 5.200 milljarðar. Íslandsálagið af öllum þessum skuldum var 221 milljarður árið 2011. Þessi aukakostnaður er gríðarlegur og er meiri en rekstur alls heilbrigðiskerfisins. Það munar um minna. Þeir sem þekkja þessa stöðu hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir því að við þetta geta heimilin og atvinnulífið í landinu ekki búið. Stór hópur þjóðarinnar sér að þessi viðfangsefni verða ekki leyst öðruvísi en með upptöku evru og inngöngu í Evrópusambandið. Annar hópur sem einnig gerir sér grein fyrir því að við þetta verður ekki unað talar mjög ákaft fyrir einhliða upptöku annars gjaldmiðils þrátt fyrir yfirlýsingar Seðlabanka Íslands, álit Viðskiptaráðs Íslands og fleiri aðila um að það sé ekki raunverulegur valkostur við núverandi aðstæður. Peningastefnunni yrði kippt úr sambandi, enginn lánveitandi yrði til þrautavara og Seðlabankinn gæti ekki haft áhrif á þróun verðlags eða sveiflur í atvinnulífinu. Þeir stjórnmálaflokkar sem hafa það á stefnuskrá sinni að fækka valkostum og möguleikum íslensku þjóðarinnar í mikilvægasta hagsmunamáli Íslendinga með því að slíta viðræðum við ESB bera ekki hag þjóðarinnar fyrir brjósti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Vaxtakostnaður Íslendinga vegna íslensku krónunnar er óásættanlegur. Mat Alþýðusambandsins og Viðskiptaráðs Íslands á fjármagnskostnaði vegna íslensku krónunnar er 4%-4,5% að meðaltali á ári til langs tíma. Það eru þeir vextir sem Íslendingar greiða, svokallað Íslandsálag, umfram evrulöndin, Bandaríkin o.fl. lönd vegna verðbólgu, verðtryggingar og óstöðugleika sem rekja má til krónunnar vegna smæðar hennar. Skuldir ríkissjóðs eru 1.500 milljarðar. Gróflega reiknað má gera ráð fyrir því að aukakostnaður ríkissjóðs vegna Íslandsálagsins sé um 60 milljarðar á ári. Ef við veltum bara fyrir okkur 60 milljarða aukavaxtakostnaði ríkisins vegna íslensku krónunnar má til samanburðar nefna að rekstur Landspítalans kostar árlega 30 milljarða. Þessi vitneskja er óbærileg þegar niðurskurður og ástandið í heilbrigðiskerfinu er haft í huga. Um 3,8% af landsframleiðslunni fara í Íslandsálagið vegna skulda ríkissjóðs. Samanlagðar skuldir ríkissjóðs, heimila og fyrirtækja á Íslandi eru 5.200 milljarðar. Íslandsálagið af öllum þessum skuldum var 221 milljarður árið 2011. Þessi aukakostnaður er gríðarlegur og er meiri en rekstur alls heilbrigðiskerfisins. Það munar um minna. Þeir sem þekkja þessa stöðu hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir því að við þetta geta heimilin og atvinnulífið í landinu ekki búið. Stór hópur þjóðarinnar sér að þessi viðfangsefni verða ekki leyst öðruvísi en með upptöku evru og inngöngu í Evrópusambandið. Annar hópur sem einnig gerir sér grein fyrir því að við þetta verður ekki unað talar mjög ákaft fyrir einhliða upptöku annars gjaldmiðils þrátt fyrir yfirlýsingar Seðlabanka Íslands, álit Viðskiptaráðs Íslands og fleiri aðila um að það sé ekki raunverulegur valkostur við núverandi aðstæður. Peningastefnunni yrði kippt úr sambandi, enginn lánveitandi yrði til þrautavara og Seðlabankinn gæti ekki haft áhrif á þróun verðlags eða sveiflur í atvinnulífinu. Þeir stjórnmálaflokkar sem hafa það á stefnuskrá sinni að fækka valkostum og möguleikum íslensku þjóðarinnar í mikilvægasta hagsmunamáli Íslendinga með því að slíta viðræðum við ESB bera ekki hag þjóðarinnar fyrir brjósti.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun