Menning

Argo og Zero Dark Thirty sigruðu á hátíð handritshöfunda

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Chris Terrio, handritshöfundur Argo þakkar fyrir sig.
Chris Terrio, handritshöfundur Argo þakkar fyrir sig. Mynd/Getty
Kvikmyndirnar Argo og Zero Dark Thirty báru sigur úr býtum á hátíð handritshöfunda (Writer's Guild of America Awards) í gærkvöldi.

Argo sigraði í flokki handrita byggðum á áður útgefnu efni, en Zero Dark Thirty í flokki frumsamdra handrita.

Þá vann Malik Bendjelloul til verðlauna fyrir heimildarmyndina Searching For Sugar Man, Breaking Bad fyrir bestu dramaseríu í sjónvarpi og grínistinn Louis C.K. fyrir gamanseríuna Louis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×