Bikarkóngarnir tveir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2013 07:00 Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, lyftir hér bikarnum við mikinn fögnuð félaga sinna. Mynd/Daníel Tveir menn þekkja það og kunna það betur en flestir að fara í Höllina til að sækja bikargull og sönnuðu það enn einu sinni um helgina. Sigurður Ingimundarson stýrði þá Keflavíkurkonum til 68-60 sigurs á móti Val og lærisveinar Teits Örlygssonar í Stjörnunni unnu sannfærandi sigur á Grindavík, 91-79.Bikarmeistari í tíunda sinn Sigurður Ingimundarson varð bikarmeistari í tíunda sinn, þar af í áttunda sinn sem þjálfari. „Það sem lagði grunninn að þessum sigri var frábær fyrri hálfleikur og flottur varnarleikur. Það er gríðarlega gaman að vinna svona titil og ég á eftir að koma aftur í Höllina undir þessum kringumstæðum," sagði Sigurður kátur eftir leikinn. Sigurður tapaði fyrsta úrslitaleiknum sem þjálfari kvennaliðsins árið 1992 en hefur síðan unnið fimm í röð. Það voru reyndar 17 ár síðan að hann fór síðast með Keflavíkurstelpurnar í bikarúrslit og þá voru nokkrir mánuðir í að einn besti leikmaður hans í úrslitaleiknum á laugardaginn, Sara Rún Hinriksdóttir, fæddist. Teitur var mættur í Höllina í tólfta sinn og hefur aðeins tapað þrisvar, síðast 1995 einmitt á móti Grindavík. Teitur gerði Stjörnuliðið að bikarmeisturum í annað skiptið á laugardaginn því liðið vann enn undir hans stjórn fyrir fjórum árum. Þetta var níundi bikarmeistaratitill Teits á ferlinum en hann hlaut sjö sem leikmaður Njarðvíkur. „Það var æðislegt að sjá alla Garðbæingana í stúkunni og hvað þetta var allt blátt. Kjarri (Kjartan Atli Kjartansson) söng að bikarinn væri blár í ár, ég ætla að vona að það lag verði spilað eitthvað í kvöld. Það eru ekki mörg lið sem hafa unnið tvo bikartitla á síðustu árum. Það er virkilega gaman en mig og okkur langar að taka annan titil. Við ætlum að rífa okkur upp þar og það byrjar á mánudaginn," sagði Teitur eftir leikinn. Justin og Pálína þekkja þetta Þeir Teitur og Sigurður höfðu líka bikarás upp í erminni því fyrir liðunum inn á vellinum fara tveir sigurvegarar sem eru báðir farnir að búa sér til flotta afrekaskrá í Höllinni. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar, var að vinna bikarinn í þriðja sinn á fimm árum og hefur aldrei tapað í úrslitaleik. Pálína Gunnlaugsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var hins vegar að vinna bikarinn í fjórða sinn á átta árum og hefur nú unnið hann tvisvar með bæði Haukum og Keflavík. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Tveir menn þekkja það og kunna það betur en flestir að fara í Höllina til að sækja bikargull og sönnuðu það enn einu sinni um helgina. Sigurður Ingimundarson stýrði þá Keflavíkurkonum til 68-60 sigurs á móti Val og lærisveinar Teits Örlygssonar í Stjörnunni unnu sannfærandi sigur á Grindavík, 91-79.Bikarmeistari í tíunda sinn Sigurður Ingimundarson varð bikarmeistari í tíunda sinn, þar af í áttunda sinn sem þjálfari. „Það sem lagði grunninn að þessum sigri var frábær fyrri hálfleikur og flottur varnarleikur. Það er gríðarlega gaman að vinna svona titil og ég á eftir að koma aftur í Höllina undir þessum kringumstæðum," sagði Sigurður kátur eftir leikinn. Sigurður tapaði fyrsta úrslitaleiknum sem þjálfari kvennaliðsins árið 1992 en hefur síðan unnið fimm í röð. Það voru reyndar 17 ár síðan að hann fór síðast með Keflavíkurstelpurnar í bikarúrslit og þá voru nokkrir mánuðir í að einn besti leikmaður hans í úrslitaleiknum á laugardaginn, Sara Rún Hinriksdóttir, fæddist. Teitur var mættur í Höllina í tólfta sinn og hefur aðeins tapað þrisvar, síðast 1995 einmitt á móti Grindavík. Teitur gerði Stjörnuliðið að bikarmeisturum í annað skiptið á laugardaginn því liðið vann enn undir hans stjórn fyrir fjórum árum. Þetta var níundi bikarmeistaratitill Teits á ferlinum en hann hlaut sjö sem leikmaður Njarðvíkur. „Það var æðislegt að sjá alla Garðbæingana í stúkunni og hvað þetta var allt blátt. Kjarri (Kjartan Atli Kjartansson) söng að bikarinn væri blár í ár, ég ætla að vona að það lag verði spilað eitthvað í kvöld. Það eru ekki mörg lið sem hafa unnið tvo bikartitla á síðustu árum. Það er virkilega gaman en mig og okkur langar að taka annan titil. Við ætlum að rífa okkur upp þar og það byrjar á mánudaginn," sagði Teitur eftir leikinn. Justin og Pálína þekkja þetta Þeir Teitur og Sigurður höfðu líka bikarás upp í erminni því fyrir liðunum inn á vellinum fara tveir sigurvegarar sem eru báðir farnir að búa sér til flotta afrekaskrá í Höllinni. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar, var að vinna bikarinn í þriðja sinn á fimm árum og hefur aldrei tapað í úrslitaleik. Pálína Gunnlaugsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var hins vegar að vinna bikarinn í fjórða sinn á átta árum og hefur nú unnið hann tvisvar með bæði Haukum og Keflavík.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum