Grét og hló þegar hún kom á Suðurpólinn Hugrún J. Halldórsdóttir skrifar 18. janúar 2013 12:40 Vilborg Arna Gissurardóttir á göngunni. Vilborg Arna Gissurardóttir grét bæði og hló þegar hún sá Suðurpólinn í gærkvöldi eftir að hafa verið ein á göngu í um tvo mánuði. Hún verður sótt á pólinn í dag ef veður leyfir en kemur líklega ekki heim fyrr en eftir rúma viku. Vilborg lauk göngunni um ellefuleytið í gærkvöldi að íslenskum tíma en þá hafði hún lagt um 1140 kílómetra að baki. „Maður sér pólinn í töluverði fjarlægð áður en maður kemur að honum og maður fer að hugsa á síðustu metrunum, kólómetrunum. Þá er maður að fara yfir ferðina þannig að til skiptis þá brosir maður og svo koma tárin inn á milli og svo nær maður áfangastað og þá er í raun og veru bara vinna við að koma tjaldbúðum upp og þess háttar. En maður er alveg gríðarlega glaður í hjartanu. Í gær þegar ég skíðaði út að fánaborginni þá kemur sérstök tilfinning í hjartað," segir Vilborg. Vilborg er fyrsti Íslendingurinn sem gengur einn síns liðs á Suðurpólinn en hún hafði mikla ánægju af að hitta og spjalla við fólk á áfangastað. „Ég er búin að vera úti í um 60 daga og hef hitt eina manneskju á leiðinni þannig að það er ótrúleg gaman og gott að vera komin í samfélag við fleira fólk," segir hún. Hún segist vera við góða heilsu þrátt fyrir að það hafi skipst á skin og skúrir á göngunni. „Ef það verður veður í dag þá verð ég sótt á pólinn og þá mun ég dvelja í búðum ALE væntanlega til 22. janúar, þá er næsta flug af suðurskautinu. Þá á ég flug nokkrum dögum seinna til Chile og verð væntanlega komin 26. eða 27. heim til Íslands," bætir hún við. Forseti Íslands sendi Vilborgu heillaóskir í morgun og var hún snortin þegar fréttamaður las fyrir hana orðsendinguna. „Vá æðislegt, frábært. Þetta yljar manni um hjartarætur," segir hún. Vilborgar Örnu gekk á Pólinn í þágu Lífs styrktarfélags Kvennadeildar Landspítalans og er hægt að heita á hana í síma 908 1515 eða með frjálsum framlögum á lifsspor.is. Nú þegar hafa rúmar sjö milljónir safnast. „Ég er rosalega stolt og mér finnst þetta bara æðislegt og ég vil þakka öllum kærlega fyrir að taka þátt," segir Vilborg Arna Gissurardóttir. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Vilborg Arna Gissurardóttir grét bæði og hló þegar hún sá Suðurpólinn í gærkvöldi eftir að hafa verið ein á göngu í um tvo mánuði. Hún verður sótt á pólinn í dag ef veður leyfir en kemur líklega ekki heim fyrr en eftir rúma viku. Vilborg lauk göngunni um ellefuleytið í gærkvöldi að íslenskum tíma en þá hafði hún lagt um 1140 kílómetra að baki. „Maður sér pólinn í töluverði fjarlægð áður en maður kemur að honum og maður fer að hugsa á síðustu metrunum, kólómetrunum. Þá er maður að fara yfir ferðina þannig að til skiptis þá brosir maður og svo koma tárin inn á milli og svo nær maður áfangastað og þá er í raun og veru bara vinna við að koma tjaldbúðum upp og þess háttar. En maður er alveg gríðarlega glaður í hjartanu. Í gær þegar ég skíðaði út að fánaborginni þá kemur sérstök tilfinning í hjartað," segir Vilborg. Vilborg er fyrsti Íslendingurinn sem gengur einn síns liðs á Suðurpólinn en hún hafði mikla ánægju af að hitta og spjalla við fólk á áfangastað. „Ég er búin að vera úti í um 60 daga og hef hitt eina manneskju á leiðinni þannig að það er ótrúleg gaman og gott að vera komin í samfélag við fleira fólk," segir hún. Hún segist vera við góða heilsu þrátt fyrir að það hafi skipst á skin og skúrir á göngunni. „Ef það verður veður í dag þá verð ég sótt á pólinn og þá mun ég dvelja í búðum ALE væntanlega til 22. janúar, þá er næsta flug af suðurskautinu. Þá á ég flug nokkrum dögum seinna til Chile og verð væntanlega komin 26. eða 27. heim til Íslands," bætir hún við. Forseti Íslands sendi Vilborgu heillaóskir í morgun og var hún snortin þegar fréttamaður las fyrir hana orðsendinguna. „Vá æðislegt, frábært. Þetta yljar manni um hjartarætur," segir hún. Vilborgar Örnu gekk á Pólinn í þágu Lífs styrktarfélags Kvennadeildar Landspítalans og er hægt að heita á hana í síma 908 1515 eða með frjálsum framlögum á lifsspor.is. Nú þegar hafa rúmar sjö milljónir safnast. „Ég er rosalega stolt og mér finnst þetta bara æðislegt og ég vil þakka öllum kærlega fyrir að taka þátt," segir Vilborg Arna Gissurardóttir.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira