Samstarf

Fitbook kemur þér af stað

Dagur Eyjólfsson er fjármálafræðingur og ÍAK-einkaþjálfari. Edda Dögg Ingibergsdóttir er einnig lærður einkaþjálfari. Þau Dagur og Edda Dögg eru nú búsett í San Fransisco þar sem Edda leggur stund á nám í hreyfifræði. Mynd/GVA
Dagur Eyjólfsson er fjármálafræðingur og ÍAK-einkaþjálfari. Edda Dögg Ingibergsdóttir er einnig lærður einkaþjálfari. Þau Dagur og Edda Dögg eru nú búsett í San Fransisco þar sem Edda leggur stund á nám í hreyfifræði. Mynd/GVA
Fitbook.com er ókeypis matar- og æfingadagbók á netinu. Með hennar hjálp er leikur einn að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl því Fitbook fylgja fjölmörg æfingaplön og nákvæmir útreikningar á hitaeiningafjölda og skiptingu orkuefna, vítamína og steinefna. "Ég mæli með að hver og einn prófi að skrifa niður það sem hann borðar því allir hafa gagn af því að halda matardagbók og horfast í augu við matarvenjur sínar,“ segir fjármálafræðingurinn Dagur Eyjólfsson sem ásamt Eddu Dögg Ingibergsdóttur opnaði matardagbókina Fitbook.com í ársbyrjun 2011. "Hugmyndin kviknaði þegar ég lagði stund á næringarfræði í ÍAK-einkaþjálfaranámi mínu og komst að raun um að Íslendinga skorti haldgóða lausn til að halda utan um mataræði sitt,“ segir Dagur, sem í framhaldinu ákvað að búa til dugandi og þægilega matar- og æfingadagbók á netinu. Fitbook.com er alíslenskt hugvit en hlýtur nú einnig góðar viðtökur í Bandaríkjunum, Ástralíu, Kanada og á Bretlandi. "Fitbook er einstök á heimsvísu því engin önnur matardagbók býr yfir jafn tæknilegum og traustum næringarupplýsingum. Í henni er stærsti gagnagrunnur heims með íslenskum matvælum og næringarupplýsingum um öll matvæli á Íslandi, sem var unninn í samvinnu við íslenska matvælaframleiðendur, stórmarkaði og Matís,“ upplýsir Dagur. Ókeypis matardagbók Fitbook er auðveld í notkun og inniheldur ókeypis aðgang að matardagbók, æfingadagbók, uppskriftum og spjallborði. "Notendur einfaldlega stimpla inn það sem þeir borða yfir daginn og niðurstöður sýna þeim hitaeiningafjölda, skiptingu orkuefna í kolvetni, prótín og fitu, og nákvæmar næringarupplýsingar um vítamín og steinefni,“ útskýrir Dagur. "Matardagbókin segir einnig til um hvort notendur borði of lítið eða of mikið, hvort skipting fæðunnar sé á réttu róli og gefur tillögur um hvað skal gera til að bæta mataræðið.“ Fitbook gagnast öllum Auk ókeypis aðgangs býðst notendum Fitbook að kaupa Premium-aðgang fyrir 600 krónur á mánuði. "Með Premium-aðgangi bætist við aðgangur að matarplönum, æfingaplönum og enn fleiri uppskriftum. Æfingaplön Fitbook eru unnin af einkaþjálfurum og henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Matarplönin eru unnin af næringarfræðingum og sérsniðin að þörf og markmiðum hvers og eins,“ upplýsir Dagur. "Notendur skrá inn upplýsingar um hversu oft þeir vilja æfa í viku, í hvernig líkamsformi þeir eru og hvaða markmið þeir hafa sett sér í heilsuræktinni. Út frá þeim upplýsingum vinnur Fitbook ákjósanlega æfingaáætlun.“ Allar uppskriftir með næringarupplýsingum Sér til hvatningar geta notendur Fitbook fylgst með árangri sínum í innbyggðu mælingakerfi síðunnar. "Auðvelt er að setja inn fyrir- og eftir-myndir á persónulegt svæði sem enginn sér nema notandinn. Þar er einnig valkvætt að halda utan um þyngd og ummálsmælingar til að bera saman og reikna út mismun og árangur,“ útskýrir Dagur. Á Fitbook.com má finna úrval gómsætra uppskrifta sem öllum fylgja greinagóðar næringarupplýsingar. "Það er gagnlegt fyrir þá sem vilja létta sig því helsti vandi þeirra er of stórir matarskammtar. Með réttum upplýsingum geta notendur valið úr girnilegum réttum en þá borðað hálfan skammt í stað heils þegar hitaeiningafjöldinn fer yfir það sem æskilegt er,“ segir Dagur. Menuality fyrir veitingahús Dagur og Edda hafa einnig opnað vefsíðuna Menuality.com sem gerir veitingastöðum og mötuneytum kleift að reikna út næringarupplýsingar úr réttum og uppskriftum sínum. "Í umræðunni er að skylda veitingastaði á Íslandi til að sýna næringarupplýsingar af öllum réttum sínum. Slíkt getur bæði verið erfitt og kostnaðarsamt en með nýju vefsíðunni gerum við það auðvelt og ódýrt, eða jafnvel ókeypis. Nú þegar er hægt að skrá sig inn frítt og fá greiningu á fimm uppskriftum,“ útskýrir Dagur um Menuality.com sem, líkt og Fitbook.com, er stíluð inn á alþjóðamarkað og er bæði á íslensku og ensku.
Notendur einfaldlega stimpla inn það sem þeir borða yfir daginn og niðurstöður sýna þeim hitaeiningafjölda, skiptingu orkuefna í kolvetni, prótín og fitu, og nákvæmar næringarupplýsingar um vítamín og steinefni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×