Til jafnaðar- og félagshyggjufólks Guðbjartur Hannesson skrifar 18. janúar 2013 00:01 Þegar Göran Persson heimsótti Ísland rétt eftir hrunið í árslok 2008 sagði hann okkur að sú ríkisstjórn sem gripi til nauðsynlegra aðgerða til að rétta efnahagslífið við yrði ein sú óvinsælasta í sögunni. Uppskeran og dómur sögunnar kæmi síðar.Verum stolt Og hvað þurfum við jafnaðarmenn að gera núna þegar kosningar eru fram undan? Ég vil byrja á því að segja að við þurfum ekki að breiða yfir nafn og númer og reisa nýtt flagg með nýjum flokki. Við þurfum umfram allt að leita inn í kjarna jafnaðarstefnunnar, horfa til langrar sögu þeirrar stoltu alþjóðlegu hreyfingar sem við tilheyrum og vera trú okkar grunngildum því þar eru svörin við verkefnum dagsins. Þegar við lítum yfir kjörtímabilið eigum við að vera stolt af árangrinum – en líka raunsæ gagnvart þeim verkefnum sem eru fram undan. Jafnaðarstefnan hefur nefnilega það leiðarljós sem samfélagið þarf. Við erum hluti Norðurlandanna og horfum til þeirra samfélaga sem félagar okkar í jafnaðarmannahreyfingunni hafa byggt upp. Þau eru ekki aðeins velferðarríki heldur eru þau líka talin einhver samkeppnishæfustu samfélög í heimi. Kjarninn er hin tvíþætta áhersla jafnaðarmanna á jöfnuð, velferð og lífsgæði annars vegar og verðmætasköpun byggða á öflugu atvinnulífi, athafnafrelsi og alþjóðaviðskiptum hins vegar.Forgangsverkefnið Forgangsverkefni stjórnvalda á næstu árum er að skapa aðstæður til að efla verulega fjárfestingu í atvinnulífinu og verðmætasköpun svo við sem þjóð getum greitt niður erlendar skuldir þjóðarbúsins. Aðeins þannig tryggjum við bætt lífskjör og hefjum endurreisn velferðarkerfisins. Á sama tíma þurfum við jafnframt að sýna aðhald og ábyrgð í ríkisrekstri. Það er mikilvægur þáttur þess að geta losað um fjármagnshöftin. Metnaðarfull atvinnustefna okkar jafnaðarmanna birtir skýra sérstöðu okkar. Við lofum ekki stórum ríkisreknum töfralausnum eða verjum rótgróna sérhagsmuni. Við gagnrýnum það sem vandamál að hér hefur arður í atvinnulífinu einkum orðið til í skjóli útdeildrar aðstöðu eða einkaleyfa til að nýta sameiginlegar auðlindir.Okkar sýn Sýn okkar er um atvinnulíf sem stenst alþjóðlega samkeppni og blómstrar í opnu hagkerfi. Þess vegna viljum við skapa heilbrigt rekstrarumhverfi og stoðkerfi þar sem áherslan er ekki á pólitískar úthlutanir heldur samkeppni góðra viðskiptahugmynda. Við munum nefnilega að markaðurinn er þarfur þjónn en afleitur herra. Þessa atvinnustefnu okkar munum við stolt geta borið fram í vor og staðið við hana. Við höfum kjark til að ræða stöðu krónunnar og aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðrir verða að svara áleitnum spurningum um hvernig framtíð þeir sjá fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili í hávaxtaumhverfi haftakrónu eftir að hafa útilokað upptöku nýs gjaldmiðils. Við sem erum í forystusveit hreyfingar okkar megum ekki gleyma því, þegar við lítum stolt yfir árangur síðustu ára, að þetta hefði aldrei tekist án þrautseigju og staðfestu þjóðarinnar og ykkar félaganna sem mynda Samfylkinguna. Við þingmenn erum vanir því að sitja undir ágjöf af ýmsu tagi en ég hef oft verið bæði undrandi og þakklátur fyrir þann trúnað og þá samstöðu sem þið hafið sýnt og þannig skilað hreyfingu okkar heilli í gegnum þetta verkefni þrátt fyrir mjög harðan andróður. Hjá ykkur liggur líka lykillinn að því að við getum haldið verkinu áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þegar Göran Persson heimsótti Ísland rétt eftir hrunið í árslok 2008 sagði hann okkur að sú ríkisstjórn sem gripi til nauðsynlegra aðgerða til að rétta efnahagslífið við yrði ein sú óvinsælasta í sögunni. Uppskeran og dómur sögunnar kæmi síðar.Verum stolt Og hvað þurfum við jafnaðarmenn að gera núna þegar kosningar eru fram undan? Ég vil byrja á því að segja að við þurfum ekki að breiða yfir nafn og númer og reisa nýtt flagg með nýjum flokki. Við þurfum umfram allt að leita inn í kjarna jafnaðarstefnunnar, horfa til langrar sögu þeirrar stoltu alþjóðlegu hreyfingar sem við tilheyrum og vera trú okkar grunngildum því þar eru svörin við verkefnum dagsins. Þegar við lítum yfir kjörtímabilið eigum við að vera stolt af árangrinum – en líka raunsæ gagnvart þeim verkefnum sem eru fram undan. Jafnaðarstefnan hefur nefnilega það leiðarljós sem samfélagið þarf. Við erum hluti Norðurlandanna og horfum til þeirra samfélaga sem félagar okkar í jafnaðarmannahreyfingunni hafa byggt upp. Þau eru ekki aðeins velferðarríki heldur eru þau líka talin einhver samkeppnishæfustu samfélög í heimi. Kjarninn er hin tvíþætta áhersla jafnaðarmanna á jöfnuð, velferð og lífsgæði annars vegar og verðmætasköpun byggða á öflugu atvinnulífi, athafnafrelsi og alþjóðaviðskiptum hins vegar.Forgangsverkefnið Forgangsverkefni stjórnvalda á næstu árum er að skapa aðstæður til að efla verulega fjárfestingu í atvinnulífinu og verðmætasköpun svo við sem þjóð getum greitt niður erlendar skuldir þjóðarbúsins. Aðeins þannig tryggjum við bætt lífskjör og hefjum endurreisn velferðarkerfisins. Á sama tíma þurfum við jafnframt að sýna aðhald og ábyrgð í ríkisrekstri. Það er mikilvægur þáttur þess að geta losað um fjármagnshöftin. Metnaðarfull atvinnustefna okkar jafnaðarmanna birtir skýra sérstöðu okkar. Við lofum ekki stórum ríkisreknum töfralausnum eða verjum rótgróna sérhagsmuni. Við gagnrýnum það sem vandamál að hér hefur arður í atvinnulífinu einkum orðið til í skjóli útdeildrar aðstöðu eða einkaleyfa til að nýta sameiginlegar auðlindir.Okkar sýn Sýn okkar er um atvinnulíf sem stenst alþjóðlega samkeppni og blómstrar í opnu hagkerfi. Þess vegna viljum við skapa heilbrigt rekstrarumhverfi og stoðkerfi þar sem áherslan er ekki á pólitískar úthlutanir heldur samkeppni góðra viðskiptahugmynda. Við munum nefnilega að markaðurinn er þarfur þjónn en afleitur herra. Þessa atvinnustefnu okkar munum við stolt geta borið fram í vor og staðið við hana. Við höfum kjark til að ræða stöðu krónunnar og aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðrir verða að svara áleitnum spurningum um hvernig framtíð þeir sjá fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili í hávaxtaumhverfi haftakrónu eftir að hafa útilokað upptöku nýs gjaldmiðils. Við sem erum í forystusveit hreyfingar okkar megum ekki gleyma því, þegar við lítum stolt yfir árangur síðustu ára, að þetta hefði aldrei tekist án þrautseigju og staðfestu þjóðarinnar og ykkar félaganna sem mynda Samfylkinguna. Við þingmenn erum vanir því að sitja undir ágjöf af ýmsu tagi en ég hef oft verið bæði undrandi og þakklátur fyrir þann trúnað og þá samstöðu sem þið hafið sýnt og þannig skilað hreyfingu okkar heilli í gegnum þetta verkefni þrátt fyrir mjög harðan andróður. Hjá ykkur liggur líka lykillinn að því að við getum haldið verkinu áfram.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun