Haukarkonur fyrstar til að vinna Keflavík - öll úrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2013 18:22 Auður Ólafsdóttir. Mynd/Stefán Haukakonur komu mikið á óvart með því að vinna tólf stiga sigur á toppliði Keflavíkur, 73-61, í 15. umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í dag en þetta var fyrsta tap Keflavíkur á tímabilinu. Þrjú efstu lið deildarinnar töpuðu í fyrstu umferðinni eftir jólafrí og það var því nóg af óvæntum úrslitum í leikjum dagsins enda hafði Keflavíkurliðið unnið fjórtán fyrstu deildarleiki sína í vetur. Haukar byrjuðu leikinn mjög vel á móti Keflavík og komust í 22-14 eftir fyrsta leikhlutann. Keflavíkurkonur náðu að vinna sig inn í leikinn og voru 48-45 yfir fyrir lokaleikhlutann. Þá fór Haukaliðið aftur í gang og tryggði sér tólf stiga sigur með því að vinna fjórða leikhlutann 28-13. Siarre Evans var með 34 stig og 14 fráköst fyrir Hauka en enginn annar leikmaður liðsins náði að brjóta tíu stiga múrinn. Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Auður Ólafsdóttir skoruðu báðar níu stig. Birna Valgarðsdóttir var stigahæst hjá Keflavík með 19 stig auk þess að taka 10 fráköst en Keflavíkurliðið lék án hinnar 16 ára gömlu Söru Rúnar Hinriksdóttur. Það voru fleiri óvænt úrslit því Grindavík vann 67-56 sigur á KR en KR-konur voru í þriðja sæti deildarinnar fyrir leikinn. Petrúnella Skúladóttir skoraði 22 stig fyrir Grindavík í þessum leik en KR-liðið var ekki með bandarískan leikmann í þessum leik. Það dugði ekki KR að þær Sigrún Ámundadóttir (20 stig og 16 fráköst) og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir (13 stig og 19 fráköst) voru báðar með flottar tvennur. Fyrr í dag hafi Valur unnið Snæfell og því töpuðu þrjú efstu lið deildarinnar leikjum sínum í dag.Öll úrslitin í Dominosdeild kvenna í dag:Grindavík-KR 67-56 (15-13, 21-11, 17-16, 14-16)Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 22/11 fráköst/6 stolnir, Crystal Smith 16/4 fráköst/5 stolnir, Helga Rut Hallgrímsdóttir 10/10 fráköst, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 7/8 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 4, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 4, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2.KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 20/16 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13/19 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 12, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 5/5 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 4, Rannveig Ólafsdóttir 2.Keflavík-Haukar 61-73 (14-22, 15-11, 19-12, 13-28)Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 19/10 fráköst, Jessica Ann Jenkins 11/9 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 9/5 stoðsendingar, Sandra Lind Þrastardóttir 8/6 fráköst/4 varin skot, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 7/5 fráköst .Haukar: Siarre Evans 34/14 fráköst/5 stolnir, Auður Íris Ólafsdóttir 9, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 9/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 8/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 6/5 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 4, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 3/8 fráköst/4 varin skot.Njarðvík-Fjölnir 87-85 (17-22, 12-22, 29-20, 29-21)Njarðvík: Lele Hardy 46/18 fráköst/8 stoðsendingar, Svava Ósk Stefánsdóttir 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Eyrún Líf Sigurðardóttir 11, Ína María Einarsdóttir 9, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 8/5 stoðsendingar, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2.Fjölnir: Britney Jones 29/8 fráköst/11 stoðsendingar, Bergdís Ragnarsdóttir 19/11 fráköst, Hrund Jóhannsdóttir 14/8 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 14/5 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 5/4 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4/5 fráköst.Snæfell-Valur 64-81 (14-24, 18-15, 14-24, 18-18)Snæfell: Hildur Björg Kjartansdóttir 22/12 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 14/4 fráköst/3 varin skot, Kieraah Marlow 12/10 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/7 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 5/8 stoðsendingar, Silja Katrín Davíðsdóttir 2, Berglind Gunnarsdóttir 2, Rósa Indriðadóttir 2.Valur: Jaleesa Butler 18/19 fráköst/3 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 16, Guðbjörg Sverrisdóttir 16, Þórunn Bjarnadóttir 8, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 6, Ragnheiður Benónísdóttir 6, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 3/4 fráköst, María Björnsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Haukakonur komu mikið á óvart með því að vinna tólf stiga sigur á toppliði Keflavíkur, 73-61, í 15. umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í dag en þetta var fyrsta tap Keflavíkur á tímabilinu. Þrjú efstu lið deildarinnar töpuðu í fyrstu umferðinni eftir jólafrí og það var því nóg af óvæntum úrslitum í leikjum dagsins enda hafði Keflavíkurliðið unnið fjórtán fyrstu deildarleiki sína í vetur. Haukar byrjuðu leikinn mjög vel á móti Keflavík og komust í 22-14 eftir fyrsta leikhlutann. Keflavíkurkonur náðu að vinna sig inn í leikinn og voru 48-45 yfir fyrir lokaleikhlutann. Þá fór Haukaliðið aftur í gang og tryggði sér tólf stiga sigur með því að vinna fjórða leikhlutann 28-13. Siarre Evans var með 34 stig og 14 fráköst fyrir Hauka en enginn annar leikmaður liðsins náði að brjóta tíu stiga múrinn. Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Auður Ólafsdóttir skoruðu báðar níu stig. Birna Valgarðsdóttir var stigahæst hjá Keflavík með 19 stig auk þess að taka 10 fráköst en Keflavíkurliðið lék án hinnar 16 ára gömlu Söru Rúnar Hinriksdóttur. Það voru fleiri óvænt úrslit því Grindavík vann 67-56 sigur á KR en KR-konur voru í þriðja sæti deildarinnar fyrir leikinn. Petrúnella Skúladóttir skoraði 22 stig fyrir Grindavík í þessum leik en KR-liðið var ekki með bandarískan leikmann í þessum leik. Það dugði ekki KR að þær Sigrún Ámundadóttir (20 stig og 16 fráköst) og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir (13 stig og 19 fráköst) voru báðar með flottar tvennur. Fyrr í dag hafi Valur unnið Snæfell og því töpuðu þrjú efstu lið deildarinnar leikjum sínum í dag.Öll úrslitin í Dominosdeild kvenna í dag:Grindavík-KR 67-56 (15-13, 21-11, 17-16, 14-16)Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 22/11 fráköst/6 stolnir, Crystal Smith 16/4 fráköst/5 stolnir, Helga Rut Hallgrímsdóttir 10/10 fráköst, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 7/8 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 4, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 4, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2.KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 20/16 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13/19 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 12, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 5/5 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 4, Rannveig Ólafsdóttir 2.Keflavík-Haukar 61-73 (14-22, 15-11, 19-12, 13-28)Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 19/10 fráköst, Jessica Ann Jenkins 11/9 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 9/5 stoðsendingar, Sandra Lind Þrastardóttir 8/6 fráköst/4 varin skot, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 7/5 fráköst .Haukar: Siarre Evans 34/14 fráköst/5 stolnir, Auður Íris Ólafsdóttir 9, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 9/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 8/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 6/5 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 4, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 3/8 fráköst/4 varin skot.Njarðvík-Fjölnir 87-85 (17-22, 12-22, 29-20, 29-21)Njarðvík: Lele Hardy 46/18 fráköst/8 stoðsendingar, Svava Ósk Stefánsdóttir 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Eyrún Líf Sigurðardóttir 11, Ína María Einarsdóttir 9, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 8/5 stoðsendingar, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2.Fjölnir: Britney Jones 29/8 fráköst/11 stoðsendingar, Bergdís Ragnarsdóttir 19/11 fráköst, Hrund Jóhannsdóttir 14/8 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 14/5 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 5/4 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4/5 fráköst.Snæfell-Valur 64-81 (14-24, 18-15, 14-24, 18-18)Snæfell: Hildur Björg Kjartansdóttir 22/12 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 14/4 fráköst/3 varin skot, Kieraah Marlow 12/10 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/7 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 5/8 stoðsendingar, Silja Katrín Davíðsdóttir 2, Berglind Gunnarsdóttir 2, Rósa Indriðadóttir 2.Valur: Jaleesa Butler 18/19 fráköst/3 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 16, Guðbjörg Sverrisdóttir 16, Þórunn Bjarnadóttir 8, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 6, Ragnheiður Benónísdóttir 6, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 3/4 fráköst, María Björnsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira