Úrslitakeppni NFL hefst í kvöld - allt í beinni á ESPN America Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2013 21:00 Úr leik Green Bay Packers og Minnesota Vikings um síðustu helgi en þau mætast aftur í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty Úrslitakeppni ameríska fótboltans fer af stað um helgina og verða fyrstu leikirnir spilaði í kvöld og nótt en eins verða leikir annað kvöld. Það er hægt að sjá þessa leiki í beinni útsendingu á ESPN America sem er á rás 43 í Fjölvarpinu. Fjórir leikir fara fram í dag og á morgun en hér er á ferðinni "Wild card"-helgin þar sem tvö bestu liðin í hvorri deild sitja hjá á meðan átta lið berjast um að komast í undanúrslit deildanna sem fara síðan fram um næstu helgi. Denver Broncos og New England Patriots sitja hjá í Ameríkudeildinni en í Þjóðardeildinni eru það lið Atlanta Falcons og San Francisco 49ers sem fá dýrmæta hvíld um helgina en 17. og síðasta umferð deildarkeppninnar fór fram um síðustu helgi. Fyrsti leikurinn í dag hefst klukkan 21.30 að íslenskum tíma og er á milli Houston Texans og Cincinnati Bengals. Seinna í kvöld mætast síðan Green Bay Packers og Minnesota Vikings en sá leikur hefst ekki fyrr en eitt að íslenskum tíma. Green Bay Packers og Houston Texans áttu bæði góða möguleika á því að sleppa við að spila um þessa helgi en missti af möguleikanum með tapi í lokaumferðinni. Green Bay Packers tapaði þar fyrir Minnesota Vikings á útivelli en liðin mætast nú aftur en að þessu sinni á heimavelli Green Bay. Á morgun fara líka fram tveir leikir. Baltimore Ravens og Indianapolis Colts mætast klukkan sex að íslenskum tíma en klukkan 21.30 spila síðan Washington Redskins og Seattle Seahawks. Fjórir mest spennandi nýliðar tímabilsins verða í sviðsljósinu í þessum leikjum en þrjú liðanna eru með frábæran nýliða í stöðu leikstjórnanda. Andrew Luck er hjá Indianapolis Colts, Russell Wilson spilar með Seattle Seahawks og Robert Griffin III er hjá Washington Redskins en þar er einnig nýliði hlauparinn öflugi Alfred Morris.Leikir helgarinnar í úrslitakeppni NFL-deildarinnar:(Íslenskir tímar, allt í beinni á ESPN America)Þjóðardeildin Laugardagur klukkan 1.00 Green Bay Packers - Minnesota Vikings Sunnudagur klukkan 21.30 Washington Redskins - Seattle SeahawksAmeríkudeildin Laugardagur klukkan 21.30 Houston Texans - Cincinnati Bengals Sunnudagur klukkan 18.00 Baltimore Ravens - Indianapolis Colts NFL Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira
Úrslitakeppni ameríska fótboltans fer af stað um helgina og verða fyrstu leikirnir spilaði í kvöld og nótt en eins verða leikir annað kvöld. Það er hægt að sjá þessa leiki í beinni útsendingu á ESPN America sem er á rás 43 í Fjölvarpinu. Fjórir leikir fara fram í dag og á morgun en hér er á ferðinni "Wild card"-helgin þar sem tvö bestu liðin í hvorri deild sitja hjá á meðan átta lið berjast um að komast í undanúrslit deildanna sem fara síðan fram um næstu helgi. Denver Broncos og New England Patriots sitja hjá í Ameríkudeildinni en í Þjóðardeildinni eru það lið Atlanta Falcons og San Francisco 49ers sem fá dýrmæta hvíld um helgina en 17. og síðasta umferð deildarkeppninnar fór fram um síðustu helgi. Fyrsti leikurinn í dag hefst klukkan 21.30 að íslenskum tíma og er á milli Houston Texans og Cincinnati Bengals. Seinna í kvöld mætast síðan Green Bay Packers og Minnesota Vikings en sá leikur hefst ekki fyrr en eitt að íslenskum tíma. Green Bay Packers og Houston Texans áttu bæði góða möguleika á því að sleppa við að spila um þessa helgi en missti af möguleikanum með tapi í lokaumferðinni. Green Bay Packers tapaði þar fyrir Minnesota Vikings á útivelli en liðin mætast nú aftur en að þessu sinni á heimavelli Green Bay. Á morgun fara líka fram tveir leikir. Baltimore Ravens og Indianapolis Colts mætast klukkan sex að íslenskum tíma en klukkan 21.30 spila síðan Washington Redskins og Seattle Seahawks. Fjórir mest spennandi nýliðar tímabilsins verða í sviðsljósinu í þessum leikjum en þrjú liðanna eru með frábæran nýliða í stöðu leikstjórnanda. Andrew Luck er hjá Indianapolis Colts, Russell Wilson spilar með Seattle Seahawks og Robert Griffin III er hjá Washington Redskins en þar er einnig nýliði hlauparinn öflugi Alfred Morris.Leikir helgarinnar í úrslitakeppni NFL-deildarinnar:(Íslenskir tímar, allt í beinni á ESPN America)Þjóðardeildin Laugardagur klukkan 1.00 Green Bay Packers - Minnesota Vikings Sunnudagur klukkan 21.30 Washington Redskins - Seattle SeahawksAmeríkudeildin Laugardagur klukkan 21.30 Houston Texans - Cincinnati Bengals Sunnudagur klukkan 18.00 Baltimore Ravens - Indianapolis Colts
NFL Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira