Eldri sjónvörp þurfa stafræna móttakara Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. mars 2013 06:00 Nýjustu sjónvarpstæki eru með innbyggða móttakara fyrir stafræna (DVB-T) útsendingu. Eldri tæki þurfa sérstaka móttakara sem kosta frá sjö upp undir tuttugu þúsund krónur. Fréttablaðið/Stefán Nokkur kostnaður getur fallið til hjá fólki þegar látið verður af hliðrænni (analog) útsendingu sjónvarpsefnis í lofti fyrir lok næsta árs. Þeir sem til þessa hafa tekið á móti útsendingu sjónvarps „með gamla laginu“, með því að tengja sjónvarpið í hefðbundið loftnet, þurfa hið minnsta að fjárfesta í móttakara fyrir stafræna (DVB-T) útsendingu. Eftir ákvörðun kærunefndar útboðsmála 25. febrúar síðastliðinn gekk Ríkisútvarpið (RÚV) til samninga við Fjarskipti hf. (Vodafone) um stafræna sjónvarpsdreifingu á landsvísu. Norska fjarskiptafyrirtækið Norkring AS kærði útboð RÚV í janúar. Með ákvörðun sinni hafnaði kærunefndin kröfu fyrirtækisins um að gerð samnings milli RÚV og Vodafone yrði stöðvuð. Endanleg niðurstaða um aðra liði í kæru Norkrings liggur ekki fyrir. Samkvæmt fjarskiptaáætlun hættir RÚV rekstri hliðræna sjónvarpsdreifikerfisins fyrir lok næsta árs. Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins og staðgengill útvarpsstjóra, segir mikinn kostnað fólginn í því að reka tvö dreifikerfi. Við bætist svo að hliðræna kerfið sé gamalt. „Í því eru gamlir sendar og kerfið komið að fótum fram,“ segir hann. Landið sé seinna en almennt gangi og gerist í Evrópu að kveðja hliðræna dreifikerfið. Hrunið segir Bjarni að hafi seinkað fyrirætlunum RÚV um að skipta yfir í stafræna dreifingu. „Svo seinkaði þessi kæra Norkring ferlinu aðeins hjá okkur. Þegar samningurinn liggur fyrir þá gengur þetta, til þess að gera, hratt fyrir sig.“ Bjarni segir ætíð ákveðið tregðulögmál tengt tækniframförum. „Ef pólitíkin hefði fengið að ráða breytingunni úr svarthvítu yfir í lit á sínum tíma þá er óvíst hvenær við hefðum farið að senda út í lit,“ segir hann. Erfitt er að átta sig á hvað breytingin snertir marga beint, því fjölmargir taka nú á móti sjónvarpssendingu um ADSL, ljósleiðara eða sambærilegar tengingar. Þá er RÚV með í örbylgjuútsendingum á suðvesturhorni landsins. Bjarni segir fólk áfram geta notað UHF-loftnetsgreiður sínar, svo fremi sem þær vísi í rétta átt, til að nema stafrænu útsendinguna, en það þurfi hins vegar að fá sér sérstakan móttakara til að útsendingin skili sér í sjónvarpið. Allra nýjustu sjónvörp eru þó með slíkan móttakara innbyggðan. Lausleg könnun í raftækjaverslunum leiðir í ljós að slíkir móttakarar kosta frá sjö upp í um 20 þúsund krónur þeir tæknilegustu. Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Menendez bræðurnir nær frelsinu Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Sjá meira
Nokkur kostnaður getur fallið til hjá fólki þegar látið verður af hliðrænni (analog) útsendingu sjónvarpsefnis í lofti fyrir lok næsta árs. Þeir sem til þessa hafa tekið á móti útsendingu sjónvarps „með gamla laginu“, með því að tengja sjónvarpið í hefðbundið loftnet, þurfa hið minnsta að fjárfesta í móttakara fyrir stafræna (DVB-T) útsendingu. Eftir ákvörðun kærunefndar útboðsmála 25. febrúar síðastliðinn gekk Ríkisútvarpið (RÚV) til samninga við Fjarskipti hf. (Vodafone) um stafræna sjónvarpsdreifingu á landsvísu. Norska fjarskiptafyrirtækið Norkring AS kærði útboð RÚV í janúar. Með ákvörðun sinni hafnaði kærunefndin kröfu fyrirtækisins um að gerð samnings milli RÚV og Vodafone yrði stöðvuð. Endanleg niðurstaða um aðra liði í kæru Norkrings liggur ekki fyrir. Samkvæmt fjarskiptaáætlun hættir RÚV rekstri hliðræna sjónvarpsdreifikerfisins fyrir lok næsta árs. Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins og staðgengill útvarpsstjóra, segir mikinn kostnað fólginn í því að reka tvö dreifikerfi. Við bætist svo að hliðræna kerfið sé gamalt. „Í því eru gamlir sendar og kerfið komið að fótum fram,“ segir hann. Landið sé seinna en almennt gangi og gerist í Evrópu að kveðja hliðræna dreifikerfið. Hrunið segir Bjarni að hafi seinkað fyrirætlunum RÚV um að skipta yfir í stafræna dreifingu. „Svo seinkaði þessi kæra Norkring ferlinu aðeins hjá okkur. Þegar samningurinn liggur fyrir þá gengur þetta, til þess að gera, hratt fyrir sig.“ Bjarni segir ætíð ákveðið tregðulögmál tengt tækniframförum. „Ef pólitíkin hefði fengið að ráða breytingunni úr svarthvítu yfir í lit á sínum tíma þá er óvíst hvenær við hefðum farið að senda út í lit,“ segir hann. Erfitt er að átta sig á hvað breytingin snertir marga beint, því fjölmargir taka nú á móti sjónvarpssendingu um ADSL, ljósleiðara eða sambærilegar tengingar. Þá er RÚV með í örbylgjuútsendingum á suðvesturhorni landsins. Bjarni segir fólk áfram geta notað UHF-loftnetsgreiður sínar, svo fremi sem þær vísi í rétta átt, til að nema stafrænu útsendinguna, en það þurfi hins vegar að fá sér sérstakan móttakara til að útsendingin skili sér í sjónvarpið. Allra nýjustu sjónvörp eru þó með slíkan móttakara innbyggðan. Lausleg könnun í raftækjaverslunum leiðir í ljós að slíkir móttakarar kosta frá sjö upp í um 20 þúsund krónur þeir tæknilegustu.
Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Menendez bræðurnir nær frelsinu Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Sjá meira