Sport

Forseti Rússlands stal Super Bowl-hring

Stuðningsmenn Patriots hafa lengi gert grín að þessu máli.
Stuðningsmenn Patriots hafa lengi gert grín að þessu máli.
Fyrrum átta árum hitti Robert Kraft, eigandi New England Patriots, forseta Rússlands, Vladimir Pútin. Það varð afar eftirminnilegur fundur því forsetinn stal Super Bowl-hring Bandaríkjamannsins.

"Ég rétti hringinn minn fram til þess að sýna honum. Hann tók hringinn, stakk honum í vasann og lét sig svo hverfa. Öryggisverðir stigu svo fyrir mig er ég ætlaði að fá hringinn aftur," sagði Kraft í samtali við New York Post.

Kraft sagði á sínum tíma að hann hefði gefið Pútin hringinn. Hann hefur núna greint frá því að ástæðan hafi verið sú að bandarísk yfirvöld hafi beðið hann um að gefa upp þá sögu. Það væri betra fyrir samskipti Bandaríkjanna og Rússlands.

Talsmaður Pútín segir það ekki vera rétt að forsetinn hafi stolið hringnum. Hann segir forsetann þó vera til í að kaupa nýjan hring handa Kraft. Það muni Pútin gera fyrir eigin fé.

Hringurinn er nú til sýnis á safni í Kreml þar sem allar gjafir til forsetans eru geymdar.



NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×