Ginobili og Green fóru á kostum | San Antonio yfir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. júní 2013 10:37 San Antonio vann gríðarlega mikilvægan sigur á Miami Heat í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt og náði þar með 3-2 forystu í rimmunni. San Antonio vann tíu stiga sigur, 114-104, eftir að hafa haft yfirhöndina lengst af í leiknum. Hetja leiksins var enginn annar en Argentínumaðurinn Manu Ginobili en hann hafði verið harkalega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í seríunni til þessa. Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, brást við með því að setja Ginobili í byrjunarliðið sitt í fyrsta sinn á tímabilinu og Argentínumaðurinn fór á flug. Hann var með tvöfalda tvennu í leiknum - 24 stig og tíu stoðsendingar á þeim 33 mínútum sem hann spilaði. Þetta var stigahæsti leikur hans á tímabilinu til þessa. Þess má geta að Ginobili var með samanlagt sautján stig og níu stoðsendingar í síðustu þremur leikjum San Antonio á undan.Danny Green fór einnig á kostum í nótt og bætt met Ray Allen yfir flestar þriggja stiga körfur í lokaúrslitum. Green setti niður sex þrista í tíu tilraunum í nótt en alls hefur hann skorað 25 þriggja stiga körfur í lokaúrslitunum til þessa. Þess má geta að Allen spilar nú með Miami og átti mjög góðan leik í nótt - hann skoraði 21 stig og nýtti öll fjögur þriggja stiga skot sín í leiknum. Þetta var mögulega síðasti heimaleikur stóra þríeyksins í San Antonio - þeirra Tim Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili. Þessir þrír hafa átt mjög ríkan þátt í velgengni liðsins í gegnum tíðina og nú er það aðeins einum sigri frá meistaratitlinum. En nú fer serían aftur til Miami. „Ég var reiður. Frammistaðan hafði valdið mér vonbrigðum,“ sagði Manu Ginobili eftir leik. „Þetta eru lokaúrslitin, staðan var 2-2, og mér fannst ég ekki hafa lagt neitt á vogarskálar míns liðs. Það var mjög pirrandi.“Tony Parker skoraði 26 stig fyrir San Antonio í nótt og var stigahæstur. Tim Duncan var með sautján stig og tólf fráköst. Skotnýting San Antonio var meira en 60 prósent en það er í fyrsta sinn í fjögur ár sem lið nær því í lokaúrslitum. LeBrom James og Dwyane Wade voru með 25 stig hvor fyrir Miami sem þarf nú að vinna á aðfaranótt miðvikudags til að þvinga fram oddaleik. Hann færi þá fram á fimmtudagskvöldið. Miami er ríkjandi meistari en San Antonio hefur unnið titilinn alls fjórum sinnum, fyrst árið 1999. Þá var Tim Duncan í liðinu en þeir Parker og Ginobili komu síðar og tóku þátt í hinum þremur sigrunum - 2003, 2005 og 2007. NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
San Antonio vann gríðarlega mikilvægan sigur á Miami Heat í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt og náði þar með 3-2 forystu í rimmunni. San Antonio vann tíu stiga sigur, 114-104, eftir að hafa haft yfirhöndina lengst af í leiknum. Hetja leiksins var enginn annar en Argentínumaðurinn Manu Ginobili en hann hafði verið harkalega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í seríunni til þessa. Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, brást við með því að setja Ginobili í byrjunarliðið sitt í fyrsta sinn á tímabilinu og Argentínumaðurinn fór á flug. Hann var með tvöfalda tvennu í leiknum - 24 stig og tíu stoðsendingar á þeim 33 mínútum sem hann spilaði. Þetta var stigahæsti leikur hans á tímabilinu til þessa. Þess má geta að Ginobili var með samanlagt sautján stig og níu stoðsendingar í síðustu þremur leikjum San Antonio á undan.Danny Green fór einnig á kostum í nótt og bætt met Ray Allen yfir flestar þriggja stiga körfur í lokaúrslitum. Green setti niður sex þrista í tíu tilraunum í nótt en alls hefur hann skorað 25 þriggja stiga körfur í lokaúrslitunum til þessa. Þess má geta að Allen spilar nú með Miami og átti mjög góðan leik í nótt - hann skoraði 21 stig og nýtti öll fjögur þriggja stiga skot sín í leiknum. Þetta var mögulega síðasti heimaleikur stóra þríeyksins í San Antonio - þeirra Tim Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili. Þessir þrír hafa átt mjög ríkan þátt í velgengni liðsins í gegnum tíðina og nú er það aðeins einum sigri frá meistaratitlinum. En nú fer serían aftur til Miami. „Ég var reiður. Frammistaðan hafði valdið mér vonbrigðum,“ sagði Manu Ginobili eftir leik. „Þetta eru lokaúrslitin, staðan var 2-2, og mér fannst ég ekki hafa lagt neitt á vogarskálar míns liðs. Það var mjög pirrandi.“Tony Parker skoraði 26 stig fyrir San Antonio í nótt og var stigahæstur. Tim Duncan var með sautján stig og tólf fráköst. Skotnýting San Antonio var meira en 60 prósent en það er í fyrsta sinn í fjögur ár sem lið nær því í lokaúrslitum. LeBrom James og Dwyane Wade voru með 25 stig hvor fyrir Miami sem þarf nú að vinna á aðfaranótt miðvikudags til að þvinga fram oddaleik. Hann færi þá fram á fimmtudagskvöldið. Miami er ríkjandi meistari en San Antonio hefur unnið titilinn alls fjórum sinnum, fyrst árið 1999. Þá var Tim Duncan í liðinu en þeir Parker og Ginobili komu síðar og tóku þátt í hinum þremur sigrunum - 2003, 2005 og 2007.
NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli