Ísland græðir einna mest á innflytjendum Stígur Helgason og Sunna Valgerðardóttir skrifar 17. júní 2013 08:00 Félagsmálaráðherra telur íslenskukennslu undirstöðu þess að innflytjendur geti tekið virkan þátt í samfélaginu. Innflytjendur hafa jákvæðari áhrif á ríkiskassa Íslands en flestra þeirra ríkja sem við berum okkur saman við. Fram kemur í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) að Ísland er í fimmta sæti af þeim 27 sem könnuð voru með tilliti til þess hversu mikið innflytjendur leggja til samfélagins. Hér auka þeir verga landsframleiðslu um 0,9 prósent, samanborið við 0,35 prósent að meðaltali í OECD-ríkjunum. Útreikningarnir byggja á tölum frá 2007 til 2009, en jafnframt kemur fram að fjármálakreppan hafi hvergi dregið jafnmikið úr flæði innflytjenda og á Írlandi og Íslandi. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að þótt niðurstöðurnar byggi á nokkurra ára gömlum tölum megi draga af þeim ýmsar ályktanir. „Sú helsta er mikilvægi virkrar þátttöku innflytjenda í atvinnulífinu og samfélaginu í heild. Vinna er og verður forsenda vaxtar og velferðar okkar allra, óháð uppruna,“ segir Eygló. „Undirstaða virkar þátttöku til framtíðar er síðan góð íslenskukennsla og stuðningur til að kynnast og læra á íslenskt samfélag. Rannsóknin staðfestir og minnir okkur á að samfélagið í heild hagnast á því.“ Lúxemborg trónir á toppi listans. Þar auka innflytjendur landsframleiðslu um rétt rúm tvö prósent, en hafa ber í huga að þar eru innflytjendur rúmlega 42 prósent íbúa, að því er fram kemur í skýrslunni, samanborið við ellefu prósent á Íslandi. Neikvæðustu efnahagsáhrifin hafa innflytjendur í Þýskalandi, þar sem þeir draga úr landsframleiðslu um sem nemur 1,13 prósentum. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Innflytjendur hafa jákvæðari áhrif á ríkiskassa Íslands en flestra þeirra ríkja sem við berum okkur saman við. Fram kemur í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) að Ísland er í fimmta sæti af þeim 27 sem könnuð voru með tilliti til þess hversu mikið innflytjendur leggja til samfélagins. Hér auka þeir verga landsframleiðslu um 0,9 prósent, samanborið við 0,35 prósent að meðaltali í OECD-ríkjunum. Útreikningarnir byggja á tölum frá 2007 til 2009, en jafnframt kemur fram að fjármálakreppan hafi hvergi dregið jafnmikið úr flæði innflytjenda og á Írlandi og Íslandi. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að þótt niðurstöðurnar byggi á nokkurra ára gömlum tölum megi draga af þeim ýmsar ályktanir. „Sú helsta er mikilvægi virkrar þátttöku innflytjenda í atvinnulífinu og samfélaginu í heild. Vinna er og verður forsenda vaxtar og velferðar okkar allra, óháð uppruna,“ segir Eygló. „Undirstaða virkar þátttöku til framtíðar er síðan góð íslenskukennsla og stuðningur til að kynnast og læra á íslenskt samfélag. Rannsóknin staðfestir og minnir okkur á að samfélagið í heild hagnast á því.“ Lúxemborg trónir á toppi listans. Þar auka innflytjendur landsframleiðslu um rétt rúm tvö prósent, en hafa ber í huga að þar eru innflytjendur rúmlega 42 prósent íbúa, að því er fram kemur í skýrslunni, samanborið við ellefu prósent á Íslandi. Neikvæðustu efnahagsáhrifin hafa innflytjendur í Þýskalandi, þar sem þeir draga úr landsframleiðslu um sem nemur 1,13 prósentum.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira