Innlent

Ómar brotlenti við Sultartangalón

Stígur Helgason skrifar
Flugvélin mun hafa orðið fyrir töluverðum skemmdum við brotlendinguna. Hér sést Ómar með flugvél sinni, Frúnni.
Flugvélin mun hafa orðið fyrir töluverðum skemmdum við brotlendinguna. Hér sést Ómar með flugvél sinni, Frúnni. Fréttablaðið/GVA
Ómar Ragnarsson slapp lítið sem ekkert meiddur þegar hann brotlenti lítilli Cessna-flugvél, TF-TAL, við Sultartangalón síðdegis.

Óhappið varð á milli fjögur og fimm. Lögreglan á Hvolsvelli segist ekki vita hver tildrög þess voru. Flugvélin hafnaði á hvolfi og mun hafa skemmst töluvert.

Ómar er samkvæmt upplýsingum Vísis enn á slysstað ásamt fulltrúum frá lögreglunni og eru menn frá rannsóknarnefnd samgönguslysa á leiðinni. Ekki hefur náðst tal af Ómari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×