Kvennalið Vals tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með því að vinna fjögurra stiga sigur á deildarmeisturum Keflavíkur, 96-92 í Vodfone-höllinni í kvöld. Valsliðið endar í fjórða sæti deildarinnar sama hvernig fer í lokaumferðinni.
Keflavíkurkonur hafa þar með tapað báðum leikjum sínum síðan að þær tryggðu sér deildarmeistaratitilinn á dögunum því þær töpuðu fyrir KR á laugardaginn var.
Keflavík og Valur munu mætast í undanúrslitum úrslitakeppninnar en liðin léku einnig til úrslita í bikarkeppninni. Keflavík vann bikarúrslitaleikinn en Valur hefur unnið báða deildarleiki liðanna eftir áramót.
Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 26 stig fyrir Val í kvöld og Jaleesa Butler var með 16 stig, 13 fráköst og 9 stoðsendingar. Ragna Margrét Brynjarsdóttir átti einnig mjög góðan leik en hún var með 18 stig og 14 fráköst í kvöld.
Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 24 stig fyrir Keflavík og Sara Rún Hinriksdóttir var með 23 stig og 10 fráköst en Keflavíkurliðið lék án Birnu Valgarðsdóttur í kvöld.
Valskonur lögðu grunn að sigrinum með frábærum fimm mínútna kafla í kringum leikhlutaskiptin í þriðja og fjórða leikhluta en Valsliðið vann þessar fimm mínútur 20-4 og breytti stöðunni úr 53-61 í 73-65.
Keflavíkurkonur komu til baka í lokin en náðu ekki að vinna upp muninn og Valskonur fögnuðu sigri og öruggu sæti í úrslitakeppninni.
Valur-Keflavík 96-92 (50-50)
Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 26, Hallveig Jónsdóttir 19, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 18/14 fráköst, Jaleesa Butler 16/13 fráköst/9 stoðsendingar/3 varin skot, Ragnheiður Benónísdóttir 8/4 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 5/4 fráköst/6 stoðsendingar, Þórunn Bjarnadóttir 2, María Björnsdóttir 2.
Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 24/5 stolnir, Sara Rún Hinriksdóttir 23/10 fráköst/3 varin skot, Jessica Ann Jenkins 14, Bryndís Guðmundsdóttir 10/6 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 8, Ingibjörg Jakobsdóttir 7, Sandra Lind Þrastardóttir 6.
Valskonur tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni
Íslenski boltinn

Brentford bætti við algjöra martröð Leicester
Enski boltinn



Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti


