Sebastian Vettel var ósnertanlegur í kappakstrinum í Singapore í dag,
Heimsmeistarinn var fremstur á ráslínu, og það var bara í fyrstu beygju sem einhver ógnaði honum, Vettel náði strax góðri foryst sem hann hélt til loka.
Vettel kom 33 sekúndum í mark á undan næsta manni. Þvílíkir yfirburðir hjá Þjóðverjanum.
Fernando Alonso, Ferrari, varð annar í keppninni og Kimi Räikkönen, Lotus, varð óvænt þriðji.
Kappaksturinn var aldrei spennandi og hafði Vettel þvílíka yfirburði allan tímann og nálgast ökuþórinn sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð.
Vettel er 60 stigum á undan næsta manni Fernando Alonso og aðeins eru 150 stig enn eftir í pottinum.
Vettel vann Singapúr-kappaksturinn örugglega
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester
Enski boltinn

Úlfarnir unnu United aftur
Enski boltinn


Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu
Enski boltinn

ÍA og Vestri mætast inni
Íslenski boltinn

Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn
Formúla 1


Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim
Enski boltinn

Neto hetja Chelsea á síðustu stundu
Enski boltinn