Rush frumsýnd í haust – stiklan komin Birgir Þór Harðarson skrifar 8. apríl 2013 22:45 Kappakstursmyndin Rush í leikstjórn Ron Howard verður frumsýnd 20. september. Myndin fjallar um epíska baráttu Niki Lauda og James Hunt um heimsmeistaratitilinn 1976, á gullöld Formúlu 1. Lauda og Hunt voru eins ólíkir karakterar og hægt var að vera. Lauda fullkominn atvinnumaður sem lifði aðeins til þess að vinna kappakstursmót. James Hunt var þessi glaumgosi sem drekkti hræðslunni í adrenalíni, alkahóli og eitri til að geta mætt í næsta mót. Því fylgdi oft uppköst fyrir mót og sígó og bjór um leið og upp úr bílnum var komið. Í stiklunni fyrir myndina sem frumsýnd var í dag má sjá að Howard er óhræddur við að sýna kappakstursbílana sem þau óargadýr sem þeir voru og gera sér mat úr hræðilegum banaslysum. Þá er slysi Niki Lauda í Nürburgring gerð góð skil. Þeir Daniel Brühl og Chris Hemsworth fara með aðalhlutverkin í myndinni.Það þykir enn ótrúlegt að aðeins nokkrar vikur liðu frá því að Lauda bjargaðist úr hryllilegu slysi í Þýskalandi, áður en hann keppti aftur. Lauda brann illa á höfði eins og hér sést. Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Kappakstursmyndin Rush í leikstjórn Ron Howard verður frumsýnd 20. september. Myndin fjallar um epíska baráttu Niki Lauda og James Hunt um heimsmeistaratitilinn 1976, á gullöld Formúlu 1. Lauda og Hunt voru eins ólíkir karakterar og hægt var að vera. Lauda fullkominn atvinnumaður sem lifði aðeins til þess að vinna kappakstursmót. James Hunt var þessi glaumgosi sem drekkti hræðslunni í adrenalíni, alkahóli og eitri til að geta mætt í næsta mót. Því fylgdi oft uppköst fyrir mót og sígó og bjór um leið og upp úr bílnum var komið. Í stiklunni fyrir myndina sem frumsýnd var í dag má sjá að Howard er óhræddur við að sýna kappakstursbílana sem þau óargadýr sem þeir voru og gera sér mat úr hræðilegum banaslysum. Þá er slysi Niki Lauda í Nürburgring gerð góð skil. Þeir Daniel Brühl og Chris Hemsworth fara með aðalhlutverkin í myndinni.Það þykir enn ótrúlegt að aðeins nokkrar vikur liðu frá því að Lauda bjargaðist úr hryllilegu slysi í Þýskalandi, áður en hann keppti aftur. Lauda brann illa á höfði eins og hér sést.
Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira