Formúla 1

Vettel á ráspól á Monza á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sebastian Vettel.
Sebastian Vettel. Mynd/NordicPhotos/Getty
Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull–Renault, þrefaldur heimsmeistari og efsti maður í keppni ökumanna í ár, verður á ráspól í ítalska kappakstrinum á Monza á morgun en Vettel náði bestum tíma í tímatökunni í dag.

Þetta er í fjórða sinn á tímabilinu sem Vettel ræsir fyrstur en hann var líka á ráspól í Kanada, Malasíu og Ástralíu.

Mark Webber, liðsfélagi Vettel hjá Red Bull–Renault, varð annar í tímatökunni og Nico Hulkenberg á Sauber–Ferrari kom á óvart með því að ná þriðja sætinu. Ferrari-mennirnir Felipe Massa og Fernando Alonso komu síðan í fjórða og fimmta sætinu.

Sebastian Vettel er með 46 stiga forskot á Fernando Alonso í keppninni um heimsmeistaratitilinn en Vettel vann einmitt Belgíukappaksturinn á dögunum.

Lewis Hamilton var búinn að vera á ráspólnum í fjórum kappakstrinum í röð en komst ekki í þriðju umferð í tímatökunni í dag og varð að sætta sig að vera í tólfta sætinu.

Röð manna á ráspólnum á morgun:

1. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault

2. Mark Webber, Red Bull-Renault

3. Nico Hülkenberg, Sauber-Ferrari

4. Felipe Massa, Ferrari

5. Fernando Alonso, Ferrari

6. Nico Rosberg, Mercedes

7. Daniel Ricciardo, Toro Rosso-Ferrari

8. Sergio Pérez, McLaren-Mercedes

9. Jenson Button, McLaren-Mercedes

10. Jean-Éric Vergne, Toro Rosso-Ferrari

11. Kimi Räikkönen, Lotus-Renault

12. Lewis Hamilton, Mercedes




Fleiri fréttir

Sjá meira


×