Tillaga um sátt í flugvallarmálinu Álfheiður Ingadóttir skrifar 7. september 2013 06:00 Eitthvað hefur félagi minn Ögmundur Jónasson misskilið umræðuna um Reykjavíkurflugvöll. Hún er ekki bara svarthvít eins og hann vill vera láta og engin ástæða til að ætla að menn gangi erinda byggingabransans eða flugbransans þótt þeir taki afstöðu í málinu. Ég hef lengi verið talsmaður þess að takmarka flug um Reykjavíkurflugvöll og ef ekki dugir að ná sátt um það að láta hann þá víkja. Ég tel hins vegar að málið snúist ekki bara um peninga, um fjölda atvinnutækifæra, um tímann sem menn þurfa að nota til að fara á milli staða eða um lóðir sem hagkvæmt er að byggja á eða ekki hagkvæmt. Ég tel að málið snúist um öryggi flugsins annars vegar og öryggi byggðarinnar hins vegar. Áhætta vegna Reykjavíkurflugvallar fer mikið eftir aðstæðum og öryggisbúnaði en áhættan er þó einkum háð því hversu mikil flugumferðin er. Ef ég man rétt má reikna með að slys eða alvarlegt óhapp verði á Reykjavíkurflugvelli á um ellefu ára fresti, miðað við umferðina 1990. Og það er allnokkur áhætta, eins og dæmin því miður sanna, hvað sem byggingarlandi eða tilfinningum til flugflotans líður. Margt hefur verið gert til að draga úr áhættu á Reykjavíkurflugvelli. Þannig hefur millilandaflug verið flutt frá höfuðborginni (nema til Grænlands og Færeyja), ferjuflugi að mestu úthýst og dregið úr kennslu- og æfingaflugi. Þá hefur umferð um NA/SV-braut verið takmörkuð og næturflug bannað. Aðflugs- og fráflugsleiðir hafa verið skilgreindar og öryggisbúnaður bættur. Allt er þetta til bóta en betur má ef duga skal. Margir, þ.m.t. meirihluti borgarbúa og flestir borgarfulltrúar, telja rétt að flytja flugið úr Vatnsmýrinni en aðrir vilja engu breyta. Þar fara fremst í flokki flugmálayfirvöld fyrr og nú og íbúar á landsbyggðinni sem vilja ekki missa flugvöllinn. Um áratugaskeið hefur átakalínan legið þarna og hvorugur hópurinn verið tilbúinn til að hlusta á hinn. Í millitíðinni ákvað Reykjavíkurborg að láta N/S-brautina víkja fyrir lok skipulagstímabilsins sem er 2016, en aðrar flugbrautir og allur flugrekstur fari í burtu síðar. Flugvöllurinn var skipulagður út af kortum borgarinnar og nú er hafin hörð barátta um að koma honum óbreyttum inn á þau aftur. Greinilegt er að þeir sem hafa skrifað undir áskorun í flugvallarmálinu að undanförnu hafa aðallega óttast að sjúkrafluginu yrði lokað. Með þeirri tillögu sem hér er kynnt verður það ekki gert.Þriðji kosturinn Því það er til þriðji kosturinn, sem reyndar hefur oft verið bent á, m.a. í vinnu áhættumatsnefndar sem skilaði af sér 1991 og ég var formaður fyrir. Skýrsla nefndarinnar nefndist „Sambýli flugs og byggðar“ en þar voru dregnar saman tölulegar upplýsingar um alla þætti flugumferðarinnar og áhrif flugsins á atvinnulíf og þjónustu í höfuðborginni, sem og þá áhættu sem fylgir flugvellinum fyrir byggð og íbúa borgarinnar. Þriðja leiðin er sú að takmarka flugumferð við eina flugbraut í svipaðri legu og núverandi A/V-braut og heimila aðeins áætlunarflug og þjónustuflug um Reykjavíkurflugvöll. N/S-brautinni yrði lokað en um hana fer nú meirihluti flugumferðarinnar með tilheyrandi lágflugi yfir miðborginni þar sem höfuðstöðvar stjórnsýslu og fjármálalífs eru staðsettar. NA/SV-braut yrði einnig lokað en hún er langstysta braut vallarins, aðeins notuð við mjög erfið veðurskilyrði og aðflug að henni hættulega nálægt byggingum Landspítalans. Eftir stæði þá aðeins A/V-brautin sem nú liggur milli Öskjuhlíðar og Suðurgötu í Skerjafirði. Öskjuhlíðin er hindrun í flugi að og frá þessari braut eins og menn þekkja af umræðu um hæð trjágróðurs þar. Því þarf að sveigja flugbrautina til norðurs næst Öskjuhlíðinni og lengja hana í sjó fram í Skerjafirði. Suðurgatan yrði lögð í stokk undir flugbrautina og blindflugsbúnaði og alvöru flugstöð og þjónustumiðstöð komið fyrir við þessa nýju flugbraut. Þessi leið er ekki ókeypis en einn af mörgum kostum hennar er þó að hún er ódýrari en aðrir kostir. Bent hefur verið á að með einni braut á Reykjavíkurflugvelli myndi nýtingin aðeins minnka um 5%: úr 97% í 92%. Það er ásættanlegt að mínu mati. Reykjavíkurflugvöllur gæti áfram þjónað því sem allir kalla eftir: Öryggi flugs og byggðar, sjúkraflugi og þjónustuflugi Landhelgisgæslunnar og öllu áætlunarflugi innanlands. Einkaþotur, æfinga- og kennsluflug, ferjuflug, herflug, flugsýningar og millilandaflug yrði hins vegar flutt frá Reykjavík og ágætis svæði opnaðist til bygginga á núverandi flugvallarsvæði. Hér er kynnt tillaga um sátt og ég tel að ná þurfi sátt um Reykjavíkurflugvöll. Ég held að það sé hægt og skora á menn í báðum hópum að líta á þennan valkost í alvöru í stað þess að skunda í skotgrafirnar eina ferðina enn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Eitthvað hefur félagi minn Ögmundur Jónasson misskilið umræðuna um Reykjavíkurflugvöll. Hún er ekki bara svarthvít eins og hann vill vera láta og engin ástæða til að ætla að menn gangi erinda byggingabransans eða flugbransans þótt þeir taki afstöðu í málinu. Ég hef lengi verið talsmaður þess að takmarka flug um Reykjavíkurflugvöll og ef ekki dugir að ná sátt um það að láta hann þá víkja. Ég tel hins vegar að málið snúist ekki bara um peninga, um fjölda atvinnutækifæra, um tímann sem menn þurfa að nota til að fara á milli staða eða um lóðir sem hagkvæmt er að byggja á eða ekki hagkvæmt. Ég tel að málið snúist um öryggi flugsins annars vegar og öryggi byggðarinnar hins vegar. Áhætta vegna Reykjavíkurflugvallar fer mikið eftir aðstæðum og öryggisbúnaði en áhættan er þó einkum háð því hversu mikil flugumferðin er. Ef ég man rétt má reikna með að slys eða alvarlegt óhapp verði á Reykjavíkurflugvelli á um ellefu ára fresti, miðað við umferðina 1990. Og það er allnokkur áhætta, eins og dæmin því miður sanna, hvað sem byggingarlandi eða tilfinningum til flugflotans líður. Margt hefur verið gert til að draga úr áhættu á Reykjavíkurflugvelli. Þannig hefur millilandaflug verið flutt frá höfuðborginni (nema til Grænlands og Færeyja), ferjuflugi að mestu úthýst og dregið úr kennslu- og æfingaflugi. Þá hefur umferð um NA/SV-braut verið takmörkuð og næturflug bannað. Aðflugs- og fráflugsleiðir hafa verið skilgreindar og öryggisbúnaður bættur. Allt er þetta til bóta en betur má ef duga skal. Margir, þ.m.t. meirihluti borgarbúa og flestir borgarfulltrúar, telja rétt að flytja flugið úr Vatnsmýrinni en aðrir vilja engu breyta. Þar fara fremst í flokki flugmálayfirvöld fyrr og nú og íbúar á landsbyggðinni sem vilja ekki missa flugvöllinn. Um áratugaskeið hefur átakalínan legið þarna og hvorugur hópurinn verið tilbúinn til að hlusta á hinn. Í millitíðinni ákvað Reykjavíkurborg að láta N/S-brautina víkja fyrir lok skipulagstímabilsins sem er 2016, en aðrar flugbrautir og allur flugrekstur fari í burtu síðar. Flugvöllurinn var skipulagður út af kortum borgarinnar og nú er hafin hörð barátta um að koma honum óbreyttum inn á þau aftur. Greinilegt er að þeir sem hafa skrifað undir áskorun í flugvallarmálinu að undanförnu hafa aðallega óttast að sjúkrafluginu yrði lokað. Með þeirri tillögu sem hér er kynnt verður það ekki gert.Þriðji kosturinn Því það er til þriðji kosturinn, sem reyndar hefur oft verið bent á, m.a. í vinnu áhættumatsnefndar sem skilaði af sér 1991 og ég var formaður fyrir. Skýrsla nefndarinnar nefndist „Sambýli flugs og byggðar“ en þar voru dregnar saman tölulegar upplýsingar um alla þætti flugumferðarinnar og áhrif flugsins á atvinnulíf og þjónustu í höfuðborginni, sem og þá áhættu sem fylgir flugvellinum fyrir byggð og íbúa borgarinnar. Þriðja leiðin er sú að takmarka flugumferð við eina flugbraut í svipaðri legu og núverandi A/V-braut og heimila aðeins áætlunarflug og þjónustuflug um Reykjavíkurflugvöll. N/S-brautinni yrði lokað en um hana fer nú meirihluti flugumferðarinnar með tilheyrandi lágflugi yfir miðborginni þar sem höfuðstöðvar stjórnsýslu og fjármálalífs eru staðsettar. NA/SV-braut yrði einnig lokað en hún er langstysta braut vallarins, aðeins notuð við mjög erfið veðurskilyrði og aðflug að henni hættulega nálægt byggingum Landspítalans. Eftir stæði þá aðeins A/V-brautin sem nú liggur milli Öskjuhlíðar og Suðurgötu í Skerjafirði. Öskjuhlíðin er hindrun í flugi að og frá þessari braut eins og menn þekkja af umræðu um hæð trjágróðurs þar. Því þarf að sveigja flugbrautina til norðurs næst Öskjuhlíðinni og lengja hana í sjó fram í Skerjafirði. Suðurgatan yrði lögð í stokk undir flugbrautina og blindflugsbúnaði og alvöru flugstöð og þjónustumiðstöð komið fyrir við þessa nýju flugbraut. Þessi leið er ekki ókeypis en einn af mörgum kostum hennar er þó að hún er ódýrari en aðrir kostir. Bent hefur verið á að með einni braut á Reykjavíkurflugvelli myndi nýtingin aðeins minnka um 5%: úr 97% í 92%. Það er ásættanlegt að mínu mati. Reykjavíkurflugvöllur gæti áfram þjónað því sem allir kalla eftir: Öryggi flugs og byggðar, sjúkraflugi og þjónustuflugi Landhelgisgæslunnar og öllu áætlunarflugi innanlands. Einkaþotur, æfinga- og kennsluflug, ferjuflug, herflug, flugsýningar og millilandaflug yrði hins vegar flutt frá Reykjavík og ágætis svæði opnaðist til bygginga á núverandi flugvallarsvæði. Hér er kynnt tillaga um sátt og ég tel að ná þurfi sátt um Reykjavíkurflugvöll. Ég held að það sé hægt og skora á menn í báðum hópum að líta á þennan valkost í alvöru í stað þess að skunda í skotgrafirnar eina ferðina enn.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun