Vettel: Erfitt að vera púaður Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 27. október 2013 12:42 MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall hefur Sebastian Vettel fjórum sinnum staðið upp sem heimsmeistari ökuþóra í Formúla 1 kappakstrinum. Vettel varð í dag þriðji ökumaðurinn til að vinna fjórða árið í röð en áður höfðu aðeins Michael Schumacher og Juan Manuel Fangio afrekað það. Vettel undirstrikaði yfirburði sína þegar hann kom í mark hálfri mínútu á undan næsta manni í Indlandi í morgun og fagnaði heimsmeistaratitlinum þó enn séu þrjú mót eftir af tímabilinu. „Þetta hefur ekki verið auðvelt tímabil þó utanaðkomandi hafi haldið annað. Fyrir mig persónulega hefur verið mjög erfitt að vera púaður,“ sagði Vettel en baulað var á hann í Belgíu, Silverstone og í Kanada. „Ég er mjög stoltur að standast það og svara fyrir mig á brautinni,“ sagði Vettel með tárin í augunum að loknum kappakstrinum í morgun. „Það er ótrúlegt að berjast við suma af bestu ökumönnum heims og standa uppi sem sigurvegari. Mér líður ekki eins og ég sé gamall og að ná þessum árangri svona skjótt er erfitt að meta, ég átta mig kannski á þessu eftir tíu ár, hvaða afrek við höfum unnið.“ Formúla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall hefur Sebastian Vettel fjórum sinnum staðið upp sem heimsmeistari ökuþóra í Formúla 1 kappakstrinum. Vettel varð í dag þriðji ökumaðurinn til að vinna fjórða árið í röð en áður höfðu aðeins Michael Schumacher og Juan Manuel Fangio afrekað það. Vettel undirstrikaði yfirburði sína þegar hann kom í mark hálfri mínútu á undan næsta manni í Indlandi í morgun og fagnaði heimsmeistaratitlinum þó enn séu þrjú mót eftir af tímabilinu. „Þetta hefur ekki verið auðvelt tímabil þó utanaðkomandi hafi haldið annað. Fyrir mig persónulega hefur verið mjög erfitt að vera púaður,“ sagði Vettel en baulað var á hann í Belgíu, Silverstone og í Kanada. „Ég er mjög stoltur að standast það og svara fyrir mig á brautinni,“ sagði Vettel með tárin í augunum að loknum kappakstrinum í morgun. „Það er ótrúlegt að berjast við suma af bestu ökumönnum heims og standa uppi sem sigurvegari. Mér líður ekki eins og ég sé gamall og að ná þessum árangri svona skjótt er erfitt að meta, ég átta mig kannski á þessu eftir tíu ár, hvaða afrek við höfum unnið.“
Formúla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira