Forsætisráðherra segir stjórnmálaumræðuna nánast hættulega lýðræðinu Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2013 12:35 Forsætisráðherra segir hamrað á sömu hlutunum. Mynd/GVA Forsætisráðherra segir að stjórnmálaumræðan á Íslandi sé orðin galin og nánast hættuleg lýðræðinu. Hamrað sé á sömu hlutunum aftur og aftur til að reyna að hanna ákveðinn veruleika. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var í ítarlegu viðtali við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þeir ræddu meðal annars væntanlegar aðgerðir fyrir skuldug heimili og sagði forsætisráðherra engan ágreining vera um þær innan ríkisstjórnarinnar. Óþreyju vegna þessara aðgerða gætti helst hjá þeim sem hefðu verið á móti þeim frá upphafi en hann og Bjarni Benediktsson væru samstíga. Talið barst einnig að fjölmiðlum og stjórnmálaumræðunni í landinu. „Nú komum við að stóru og mjög mikilvægu máli sem er svolítið áberandi þessa dagana, þ.e.a.s. vandamáli, og það er stjórnmálaumræðan á Íslandi og hvernig hún er að þróast. Þetta er orðið nánast galið,“ sagði forsætisráðherra. Stjórnmálamenn og flokkar væru ólíkir og ekki sanngjarnt að tala um stjórnmálastéttina eins og tilhneiging hafi verið til á síðasta kjörtímabili. Þá væri mjög mikilvægt að gera þann fyrirvara að fjölmiðlar og fjölmiðlafólk væri eins ólíkt og það væri margt. „Sumir eru í þessu kannski fyrst og fremst til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og hafa áhrif á gang málanna. Sumir eru frétta- og blaðamenn sem mætti kalla af gamla skólanum, bara í leit að upplýsingum og sannleikanum. En umræðan um stjórnmál á Íslandi er orðin held ég mjög skaðleg. Hún er orðin hættuleg nánast lýðræðinu,“ sagði Sigmundur Davíð. Þetta birtist með ýmsum hætti. Það væri mjög mikil tilhneiging til þess nú, þótt það hafi oft verið áður, en þó áberandi meira eftir stjórnarskipti að reyna ekki eingöngu að hanna atburðarás, heldur raunveruleika líka. „Það er þá gert með því að hamra á sömu hlutunum aftur og aftur og aftur í þeirri von að það festist. Og stundum tapa menn sér í þessu að því marki að þeir fara að spinna í sitt hvora áttina. Ég nefni sem dæmi að það er hamrað á því á einum stað að þessi ríkisstjórn sé einangrunarríkisstjórn og vilji einangra landið og loka okkur af frá umheiminum,“ sagði forsætisráðherra. En á sama tíma sé forsætisráðherrann og fleiri gagnrýndir fyrir að vera of mikið í útlöndum og í viðræðum við önnur ríki, sagði Sigmundur Davíð meðal annars á Sprengisandi í morgun.Hér má hlusta á þáttinn í heild. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Forsætisráðherra segir að stjórnmálaumræðan á Íslandi sé orðin galin og nánast hættuleg lýðræðinu. Hamrað sé á sömu hlutunum aftur og aftur til að reyna að hanna ákveðinn veruleika. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var í ítarlegu viðtali við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þeir ræddu meðal annars væntanlegar aðgerðir fyrir skuldug heimili og sagði forsætisráðherra engan ágreining vera um þær innan ríkisstjórnarinnar. Óþreyju vegna þessara aðgerða gætti helst hjá þeim sem hefðu verið á móti þeim frá upphafi en hann og Bjarni Benediktsson væru samstíga. Talið barst einnig að fjölmiðlum og stjórnmálaumræðunni í landinu. „Nú komum við að stóru og mjög mikilvægu máli sem er svolítið áberandi þessa dagana, þ.e.a.s. vandamáli, og það er stjórnmálaumræðan á Íslandi og hvernig hún er að þróast. Þetta er orðið nánast galið,“ sagði forsætisráðherra. Stjórnmálamenn og flokkar væru ólíkir og ekki sanngjarnt að tala um stjórnmálastéttina eins og tilhneiging hafi verið til á síðasta kjörtímabili. Þá væri mjög mikilvægt að gera þann fyrirvara að fjölmiðlar og fjölmiðlafólk væri eins ólíkt og það væri margt. „Sumir eru í þessu kannski fyrst og fremst til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og hafa áhrif á gang málanna. Sumir eru frétta- og blaðamenn sem mætti kalla af gamla skólanum, bara í leit að upplýsingum og sannleikanum. En umræðan um stjórnmál á Íslandi er orðin held ég mjög skaðleg. Hún er orðin hættuleg nánast lýðræðinu,“ sagði Sigmundur Davíð. Þetta birtist með ýmsum hætti. Það væri mjög mikil tilhneiging til þess nú, þótt það hafi oft verið áður, en þó áberandi meira eftir stjórnarskipti að reyna ekki eingöngu að hanna atburðarás, heldur raunveruleika líka. „Það er þá gert með því að hamra á sömu hlutunum aftur og aftur og aftur í þeirri von að það festist. Og stundum tapa menn sér í þessu að því marki að þeir fara að spinna í sitt hvora áttina. Ég nefni sem dæmi að það er hamrað á því á einum stað að þessi ríkisstjórn sé einangrunarríkisstjórn og vilji einangra landið og loka okkur af frá umheiminum,“ sagði forsætisráðherra. En á sama tíma sé forsætisráðherrann og fleiri gagnrýndir fyrir að vera of mikið í útlöndum og í viðræðum við önnur ríki, sagði Sigmundur Davíð meðal annars á Sprengisandi í morgun.Hér má hlusta á þáttinn í heild.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira