Forsætisráðherra segir stjórnmálaumræðuna nánast hættulega lýðræðinu Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2013 12:35 Forsætisráðherra segir hamrað á sömu hlutunum. Mynd/GVA Forsætisráðherra segir að stjórnmálaumræðan á Íslandi sé orðin galin og nánast hættuleg lýðræðinu. Hamrað sé á sömu hlutunum aftur og aftur til að reyna að hanna ákveðinn veruleika. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var í ítarlegu viðtali við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þeir ræddu meðal annars væntanlegar aðgerðir fyrir skuldug heimili og sagði forsætisráðherra engan ágreining vera um þær innan ríkisstjórnarinnar. Óþreyju vegna þessara aðgerða gætti helst hjá þeim sem hefðu verið á móti þeim frá upphafi en hann og Bjarni Benediktsson væru samstíga. Talið barst einnig að fjölmiðlum og stjórnmálaumræðunni í landinu. „Nú komum við að stóru og mjög mikilvægu máli sem er svolítið áberandi þessa dagana, þ.e.a.s. vandamáli, og það er stjórnmálaumræðan á Íslandi og hvernig hún er að þróast. Þetta er orðið nánast galið,“ sagði forsætisráðherra. Stjórnmálamenn og flokkar væru ólíkir og ekki sanngjarnt að tala um stjórnmálastéttina eins og tilhneiging hafi verið til á síðasta kjörtímabili. Þá væri mjög mikilvægt að gera þann fyrirvara að fjölmiðlar og fjölmiðlafólk væri eins ólíkt og það væri margt. „Sumir eru í þessu kannski fyrst og fremst til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og hafa áhrif á gang málanna. Sumir eru frétta- og blaðamenn sem mætti kalla af gamla skólanum, bara í leit að upplýsingum og sannleikanum. En umræðan um stjórnmál á Íslandi er orðin held ég mjög skaðleg. Hún er orðin hættuleg nánast lýðræðinu,“ sagði Sigmundur Davíð. Þetta birtist með ýmsum hætti. Það væri mjög mikil tilhneiging til þess nú, þótt það hafi oft verið áður, en þó áberandi meira eftir stjórnarskipti að reyna ekki eingöngu að hanna atburðarás, heldur raunveruleika líka. „Það er þá gert með því að hamra á sömu hlutunum aftur og aftur og aftur í þeirri von að það festist. Og stundum tapa menn sér í þessu að því marki að þeir fara að spinna í sitt hvora áttina. Ég nefni sem dæmi að það er hamrað á því á einum stað að þessi ríkisstjórn sé einangrunarríkisstjórn og vilji einangra landið og loka okkur af frá umheiminum,“ sagði forsætisráðherra. En á sama tíma sé forsætisráðherrann og fleiri gagnrýndir fyrir að vera of mikið í útlöndum og í viðræðum við önnur ríki, sagði Sigmundur Davíð meðal annars á Sprengisandi í morgun.Hér má hlusta á þáttinn í heild. Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Forsætisráðherra segir að stjórnmálaumræðan á Íslandi sé orðin galin og nánast hættuleg lýðræðinu. Hamrað sé á sömu hlutunum aftur og aftur til að reyna að hanna ákveðinn veruleika. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var í ítarlegu viðtali við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þeir ræddu meðal annars væntanlegar aðgerðir fyrir skuldug heimili og sagði forsætisráðherra engan ágreining vera um þær innan ríkisstjórnarinnar. Óþreyju vegna þessara aðgerða gætti helst hjá þeim sem hefðu verið á móti þeim frá upphafi en hann og Bjarni Benediktsson væru samstíga. Talið barst einnig að fjölmiðlum og stjórnmálaumræðunni í landinu. „Nú komum við að stóru og mjög mikilvægu máli sem er svolítið áberandi þessa dagana, þ.e.a.s. vandamáli, og það er stjórnmálaumræðan á Íslandi og hvernig hún er að þróast. Þetta er orðið nánast galið,“ sagði forsætisráðherra. Stjórnmálamenn og flokkar væru ólíkir og ekki sanngjarnt að tala um stjórnmálastéttina eins og tilhneiging hafi verið til á síðasta kjörtímabili. Þá væri mjög mikilvægt að gera þann fyrirvara að fjölmiðlar og fjölmiðlafólk væri eins ólíkt og það væri margt. „Sumir eru í þessu kannski fyrst og fremst til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og hafa áhrif á gang málanna. Sumir eru frétta- og blaðamenn sem mætti kalla af gamla skólanum, bara í leit að upplýsingum og sannleikanum. En umræðan um stjórnmál á Íslandi er orðin held ég mjög skaðleg. Hún er orðin hættuleg nánast lýðræðinu,“ sagði Sigmundur Davíð. Þetta birtist með ýmsum hætti. Það væri mjög mikil tilhneiging til þess nú, þótt það hafi oft verið áður, en þó áberandi meira eftir stjórnarskipti að reyna ekki eingöngu að hanna atburðarás, heldur raunveruleika líka. „Það er þá gert með því að hamra á sömu hlutunum aftur og aftur og aftur í þeirri von að það festist. Og stundum tapa menn sér í þessu að því marki að þeir fara að spinna í sitt hvora áttina. Ég nefni sem dæmi að það er hamrað á því á einum stað að þessi ríkisstjórn sé einangrunarríkisstjórn og vilji einangra landið og loka okkur af frá umheiminum,“ sagði forsætisráðherra. En á sama tíma sé forsætisráðherrann og fleiri gagnrýndir fyrir að vera of mikið í útlöndum og í viðræðum við önnur ríki, sagði Sigmundur Davíð meðal annars á Sprengisandi í morgun.Hér má hlusta á þáttinn í heild.
Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira