Eitt smábarn af tíu er með erlent móðurmál Elimar Hauksson skrifar 17. september 2013 07:00 Börnum með erlend móðurmál fjölgar umtalsvert í grunnskólum landsins á næstu árum en fjöldi leikskólabarna með erlent ríkisfang hefur sjöfaldast frá aldamótum. Fréttablaðið/Vilhelm Í óefni stefnir í grunnskólum landsins verði ekki brugðist við fjölgun barna sem eru með annað tungumál en íslensku. Í nýrri skýrslu Fjölmenningarseturs kemur fram að metfjöldi barna með erlent móðurmál sé í hópi þriggja ára barna, eða 12 prósent. Síðustu ár hafi leikskólabörnum með annað móðurmál en íslensku fjölgað mjög. Alls eru um 11 af hverjum 100 leikskólabörnum með annað móðurmál en íslensku. Héðinn Pétursson, aðstoðarskólastjóri Austurbæjarskóla, segir landslagið gjörbreytt frá því sem áður var. „Við höfum verið lengur í þessari glímu en flestir. Þegar við byrjuðum voru þetta örfáir krakkar í nýbúadeildum. Nú dreifast þessir krakkar um allt land og það gerir miklar kröfur á alla skóla. Þótt flestir séu á höfuðborgarsvæðinu eru til dæmis hlutfallslega fleiri á Vestfjörðum og á Suðurnesjum.“ Í skýrslunni er bent á að fjölgunin sé áskorun fyrir menntakerfið þar meira muni reyna á þjónustu fyrir þessi börn í grunnskólum landsins. Undir þetta tekur Héðinn. „Þessu fylgir aukinn kostnaður fyrir skólana,“ segir hann. Sérhæfingu og mannafla þurfi til að fást við börn með erlent móðurmál. „Það kostar mikla peninga að gera þetta almennilega.“ Ari Klængur Jónsson, höfundur skýrslunnar, segir fjölgunina ekki stökk frá ári til árs heldur sé um gríðarlega fjölgun að ræða á um það bil tíu ára tímabili. „Við sáum fækkun 2007 til 2008 en það hafði ekki langvarandi áhrif,“ segir hann. Gögnin bendi ekki til breyttrar þróunar frá því sem nú sé. „Fjöldinn hefur verið að aukast ár frá ári og ekkert bendir til að hann sé að fara að dragast saman,“ segir Ari. Til annarrar kynslóðar innflytjenda teljast þeir sem eiga foreldra sem eru innflytjendur en hafa þó sjálfir fæðst hér á landi. Rúmlega fjórir af hverjum fimm þeirra eru yngri en tíu ára. Halldóra K. Magnúsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Grindavík, segir nemendur með erlent tungumál fá sérstaka þjónustu í gegnum stuðningskerfi skólans. Verkefnið sé fjármagnað í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga. „Það er alveg ljóst að fjármagn í þessum málum er af skornum skammti. Sveitarfélögin þurfa að móta sér heildstæða stefnu í þessum málum,“ segir hún. Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Sjá meira
Í óefni stefnir í grunnskólum landsins verði ekki brugðist við fjölgun barna sem eru með annað tungumál en íslensku. Í nýrri skýrslu Fjölmenningarseturs kemur fram að metfjöldi barna með erlent móðurmál sé í hópi þriggja ára barna, eða 12 prósent. Síðustu ár hafi leikskólabörnum með annað móðurmál en íslensku fjölgað mjög. Alls eru um 11 af hverjum 100 leikskólabörnum með annað móðurmál en íslensku. Héðinn Pétursson, aðstoðarskólastjóri Austurbæjarskóla, segir landslagið gjörbreytt frá því sem áður var. „Við höfum verið lengur í þessari glímu en flestir. Þegar við byrjuðum voru þetta örfáir krakkar í nýbúadeildum. Nú dreifast þessir krakkar um allt land og það gerir miklar kröfur á alla skóla. Þótt flestir séu á höfuðborgarsvæðinu eru til dæmis hlutfallslega fleiri á Vestfjörðum og á Suðurnesjum.“ Í skýrslunni er bent á að fjölgunin sé áskorun fyrir menntakerfið þar meira muni reyna á þjónustu fyrir þessi börn í grunnskólum landsins. Undir þetta tekur Héðinn. „Þessu fylgir aukinn kostnaður fyrir skólana,“ segir hann. Sérhæfingu og mannafla þurfi til að fást við börn með erlent móðurmál. „Það kostar mikla peninga að gera þetta almennilega.“ Ari Klængur Jónsson, höfundur skýrslunnar, segir fjölgunina ekki stökk frá ári til árs heldur sé um gríðarlega fjölgun að ræða á um það bil tíu ára tímabili. „Við sáum fækkun 2007 til 2008 en það hafði ekki langvarandi áhrif,“ segir hann. Gögnin bendi ekki til breyttrar þróunar frá því sem nú sé. „Fjöldinn hefur verið að aukast ár frá ári og ekkert bendir til að hann sé að fara að dragast saman,“ segir Ari. Til annarrar kynslóðar innflytjenda teljast þeir sem eiga foreldra sem eru innflytjendur en hafa þó sjálfir fæðst hér á landi. Rúmlega fjórir af hverjum fimm þeirra eru yngri en tíu ára. Halldóra K. Magnúsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Grindavík, segir nemendur með erlent tungumál fá sérstaka þjónustu í gegnum stuðningskerfi skólans. Verkefnið sé fjármagnað í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga. „Það er alveg ljóst að fjármagn í þessum málum er af skornum skammti. Sveitarfélögin þurfa að móta sér heildstæða stefnu í þessum málum,“ segir hún.
Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Sjá meira