Sunna lék best íslensku stelpnanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júní 2013 16:35 Guðrún Brá, Sunna og Ólafía Þórunn. Mynd/GSÍ Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Sunna Víðisdóttir hafa lokið leik á fyrsta hringnum á Opna breska meistarmóti áhugakylfinga í golfi. Mótið er haldið í Suður Wales og er leikið á Machynys Peninsula vellinum sem er strandvöllur (links) hannaður af Jack Nicklaus. Þáttökurétt hafa kvenkyns áhugakylfingar sem eru í viðurkendum golfklúbbum og hafa ekki hærri forgjöf en 2,4, hámarkafjöldi keppanda takmarkaður við 144 kylfinga. Sunna Víðisdóttir lék best íslensku stelpnanna í dag. Sunna spilaði hringinn á fjórum höggum yfir pari og er í 44. sæti. Ólafía er í 58. sæti á fimm yfir pari og Guðrún Brá í 80. sæti á sjö höggum yfir pari. Enn eiga nokkrir kylfingar eftir að skila sér í hús. Caroline Nistrup frá Danmörku leiðir á þremur höggum undir pari en hún hefur lokið níu holum. Höggleikur fer fram í dag og á morgun. Efstu 64 kylfingarnir spila áfram í holukeppni um helgina.Stöðuna í mótinu má sjá hér. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Sunna Víðisdóttir hafa lokið leik á fyrsta hringnum á Opna breska meistarmóti áhugakylfinga í golfi. Mótið er haldið í Suður Wales og er leikið á Machynys Peninsula vellinum sem er strandvöllur (links) hannaður af Jack Nicklaus. Þáttökurétt hafa kvenkyns áhugakylfingar sem eru í viðurkendum golfklúbbum og hafa ekki hærri forgjöf en 2,4, hámarkafjöldi keppanda takmarkaður við 144 kylfinga. Sunna Víðisdóttir lék best íslensku stelpnanna í dag. Sunna spilaði hringinn á fjórum höggum yfir pari og er í 44. sæti. Ólafía er í 58. sæti á fimm yfir pari og Guðrún Brá í 80. sæti á sjö höggum yfir pari. Enn eiga nokkrir kylfingar eftir að skila sér í hús. Caroline Nistrup frá Danmörku leiðir á þremur höggum undir pari en hún hefur lokið níu holum. Höggleikur fer fram í dag og á morgun. Efstu 64 kylfingarnir spila áfram í holukeppni um helgina.Stöðuna í mótinu má sjá hér.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira