Sögubækurnar bíða eftir Inbee Park Þorgils Jónsson skrifar 27. júní 2013 07:00 Inbee Park hefur unnið fyrstu tvö risamót ársins og fær tækifæri til að bæta því þriðja við um helgina, en Opna bandaríska meistaramótið hefst á Sebonack-vellinum í dag. NordicPhotos/AFP Inbee Park frá Suður-Kóreu getur skrifað nafn sitt í sögubækurnar um helgina með sigri á Opna bandaríska meistaramótinu, þriðja risamóti ársins í kvennagolfinu. Ekki nóg með að hún geti með því orðið fyrst kvenna í rúm 60 ár til að landa fyrstu þremur risatitlum ársins, heldur kemur hún sjóðheit inn í þetta mót og hefur unnið síðustu tvö mót á mótaröðinni. Park, sem er 24 ára og komst á topp heimslistans í vor, hefur annars verið á ótrúlegu skriði síðasta árið, þar sem hún hefur sigrað sjö sinnum á síðustu 23 mótum og alls endað 15 sinnum á topp-tíu listanum. Hún hefur áður unnið á Opna bandaríska, en árið 2008 varð hún yngst allra til að happa þeim titli, einungis 19 ára gömul. Beri hún sigur úr býtum á Sebonack-vellinum í New York-ríki verður hún fyrst kvenna til að vinna þrjú LPGA-mót í röð síðan Lorena Ochoa lék þann leik árið 2008. Hefur gengi hennar undanfarið einmitt verið líkt við þá yfirburði sem Ochoa og Annika Sörenstam á undan henni höfðu í kvennagolfinu á sínum tíma. Park reynir þó sjálf að halda fótunum á jörðinni. „Ég hef aldrei leikið eins vel á ferlinum og ég er að gera núna,“ segir Park. „Ég ætla bara að reyna að halda þessu áfram.“ Keppnin mun þó reynast Park erfið, þar sem hin bandaríska Stacy Lewis er sennilega efst á blaði, en Lewis missti einmitt toppsæti heimslistans til Park. Lewis segir gengi Park að undanförnu hafa verið ótrúlegt. „Alltaf þegar mér finnst hún vera spila í meðallagi vel kemur hún strax til baka næsta dag og er alltaf við toppinn. Hún er alltaf þar og alltaf með möguleika á sigri og lætur ekkert á sig fá.“ Bandarískir kylfingar eru annars orðnir langeygir eftir risatitli, þar sem enginn þeirra hefur unnið slíkan titil í níu risamótum í röð, allt frá því að Lewis gerði það sjálf á Kraft Nabisco-meistaramótinu árið 2011. Önnur kona sem gæti komið sterk inn er Skotinn Catriona Matthews, sem tapaði fyrir Park í umspili á síðasta risamóti, LPGA-meistaramótinu. Fjórða risamótið í kvennagolfinu, Opna breska, fer svo fram í ágúst, en í ár ber svo við að fimmta mótið, Evian-meistaramótið í Frakklandi, hefur verið samþykkt sem fimmta risamótið. Golf Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Inbee Park frá Suður-Kóreu getur skrifað nafn sitt í sögubækurnar um helgina með sigri á Opna bandaríska meistaramótinu, þriðja risamóti ársins í kvennagolfinu. Ekki nóg með að hún geti með því orðið fyrst kvenna í rúm 60 ár til að landa fyrstu þremur risatitlum ársins, heldur kemur hún sjóðheit inn í þetta mót og hefur unnið síðustu tvö mót á mótaröðinni. Park, sem er 24 ára og komst á topp heimslistans í vor, hefur annars verið á ótrúlegu skriði síðasta árið, þar sem hún hefur sigrað sjö sinnum á síðustu 23 mótum og alls endað 15 sinnum á topp-tíu listanum. Hún hefur áður unnið á Opna bandaríska, en árið 2008 varð hún yngst allra til að happa þeim titli, einungis 19 ára gömul. Beri hún sigur úr býtum á Sebonack-vellinum í New York-ríki verður hún fyrst kvenna til að vinna þrjú LPGA-mót í röð síðan Lorena Ochoa lék þann leik árið 2008. Hefur gengi hennar undanfarið einmitt verið líkt við þá yfirburði sem Ochoa og Annika Sörenstam á undan henni höfðu í kvennagolfinu á sínum tíma. Park reynir þó sjálf að halda fótunum á jörðinni. „Ég hef aldrei leikið eins vel á ferlinum og ég er að gera núna,“ segir Park. „Ég ætla bara að reyna að halda þessu áfram.“ Keppnin mun þó reynast Park erfið, þar sem hin bandaríska Stacy Lewis er sennilega efst á blaði, en Lewis missti einmitt toppsæti heimslistans til Park. Lewis segir gengi Park að undanförnu hafa verið ótrúlegt. „Alltaf þegar mér finnst hún vera spila í meðallagi vel kemur hún strax til baka næsta dag og er alltaf við toppinn. Hún er alltaf þar og alltaf með möguleika á sigri og lætur ekkert á sig fá.“ Bandarískir kylfingar eru annars orðnir langeygir eftir risatitli, þar sem enginn þeirra hefur unnið slíkan titil í níu risamótum í röð, allt frá því að Lewis gerði það sjálf á Kraft Nabisco-meistaramótinu árið 2011. Önnur kona sem gæti komið sterk inn er Skotinn Catriona Matthews, sem tapaði fyrir Park í umspili á síðasta risamóti, LPGA-meistaramótinu. Fjórða risamótið í kvennagolfinu, Opna breska, fer svo fram í ágúst, en í ár ber svo við að fimmta mótið, Evian-meistaramótið í Frakklandi, hefur verið samþykkt sem fimmta risamótið.
Golf Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira