Lífið

Lea mætt aftur í vinnuna

Glee-stjarnan Lea Michele er mætt aftur til starfa eftir að kærasti hennar og meðleikari Cory Monteith lést þann 13. júlí síðastliðinn úr of stórum skammti.

“Fyrsti dagur af Glee í dag. Og fyrsta búningamátun fyrir Rachel Berry fyrir seríu fimm! Ég hef saknað hennar mikið,” skrifaði Lea á Twitter-síðu sína á fimmtudaginn. Lea þakkaði aðdáendum sínum fyrir stuðninginn á þessum erfiða tíma í lok síðasta mánaðar.

Erfiðir tímar hjá Leu.
“Takk fyrir að hjálpa mér í gegnum þennan tíma með mikilli ást og stuðningi. Cory mun ávallt vera í hjarta mínu,” skrifaði Lea en Cory var búinn að glíma við áfengis- og vímuefnafíkn í talsverðan tíma fyrir andlátið.

Cory og Lea voru afar ástfangin.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.