Að meðaltali þrjú vitni í kynferðisbrotamálum Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. apríl 2013 12:52 Sviðsett mynd af kynferðisbrotamanni. Mynd/ Getty. Að meðaltali 3 vitni gefa lögreglu skýrslu í hverju kynferðisbrotamáli. Rannsókn lögreglunnar í nauðgunarmálum byggir á mjög fjölbreyttri vinnu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Hildur Fjóla Antonsdóttir, mann- og kynjafræðingur, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir lögfræðingur gerðu með aðstoð Maríönnu Þórðardóttur. Þar er í mörgum tilfellum um að ræða vitni að aðdraganda brots, sem í mörgum tilfellum eru vinir og kunningjar. Kynferðisbrot eru aftur á móti þess eðlis að sjaldnast eru vitni að sjálfum atburðinum. Í skýrslu þremenninganna eru skoðuð nauðgunarmál sem tilkynnt voru lögregluembættum landsins árin 2008 og 2009. Í skýrslunni sem þremenningarnir afhentu innanríkisráðherra fyrir helgi kemur fram að lögregla tekur skýrslu af brotaþola og sakborningi í hljóði og mynd. Oftast er skýrsla tekin af vitnum en vitnaskýrslna í málum er nokkuð misjafn, eða allt frá engri og upp í sextán talsins. Önnur algeng gögn við rannsókn nauðgunarmála voru skýrsla sem greindi frá niðurstöðum úr réttarlæknisfræðilegri skoðun brotaþola á Neyðarmóttöku og sakborningar gengust í nokkrum tilfellum undir líkamsrannsókn hjá lögreglu í kjölfar handtöku. Þá lágu oft fyrir myndir sem lögregla tók af brotavettvangi, t.d. íbúð þar sem brotið hafði farið fram, umhverfi ef brotið fór fram utandyra eða innan úr bíl ef brotið var framið inni í bíl.Gögn frá Neyðarmóttöku liggja oft til grundvallar í rannsóknum. Mynd/ Heiða. Símagögn lágu oft fyrir Símagögn, sem sýndu t.d. yfirlit yfir símtöl og sms-skilaboð, lágu einnig oft fyrir sem og tölvugögn og þá oftast gögn af facebook-síðum eða afrit af MSN-samskiptum. Þá mátti stundum sjá að lögregla hafði rannsakað upptökur öryggismyndavéla utandyra t.d. í málum þegar óljóst var hvar brotið hafði átt sér stað eða þegar gerandi var óþekktur en ætla mátti að hann hafði verið á ákveðnum stað á ákveðnum tíma. Þá voru fyrir hendi skýrslur og mat sálfræðings, eða einstaka máli skýrsla geðlæknis, þar sem gerð grein fyrir andlegum afleiðingum brotsins á brotaþola. Áfengismagn í blóði var stundum mælt hjá brotaþola og/eða sakborningi í þeim málum sem voru áfengistengd og í málum sem Neyðarmóttaka og/eða lögregla hafði afskipti af mjög skömmu eftir að brotið var framið. Í einstaka málum lágu fyrir niðurstöður efnagreiningar vegna fíkniefna eða lyfja. Niðurstöður DNA greininga lá fyrir í nokkrum málum en DNA sýni eru send til útlanda til rannsóknar. Í nokkrum málum lágu fyrir gögn um myndsakbendingar þar sem brotaþolar voru beðnar um að skoða myndasafn lögreglu til að kanna hvort þær þekktu gerendur af myndunum. Þessari aðferð var eðli málsins samkvæmt aðeins beitt í þeim málum þar sem gerandi var óþekktur.Símagögn eru oft skoðuð.Mynd/ Getty.Bíla oft leitað Í nokkrum málum til viðbótar lágu fyrir gögn vegna leitar að bifreiðum í eigu sakbornings en þá var oft einnig um að ræða mál þar sem gerendur voru óþekktir. Í einstaka málum lágu fyrir gögn um að ákæruvaldið hefði farið fram á farbann fyrir dómi, en í slíkum málum voru sakborningar erlendir og talin hætta á þeir myndu yfirgefa landið. Við leit að óþekktum gerendum notaðist lögregla við ýmsar aðferðir til að reyna að hafa uppi á þeim, svo sem með því rannsaka upptökur úr öryggismyndavélum, rannsaka símagögn, senda lífssýni í DNA rannsókn, afla upplýsinga úr þjóðskrá eða skrá um bílnúmer, lýsa eftir gerendum og sýna brotaþola myndasafn lögreglu. Rannsóknarvinna lögreglu var því fjölbreytt og mismunandi eftir málum. Í skýrslunni kemur samt fram að í flestum málum vissi brotaþoli hver sakborningurinn var og brotaþoli gat nafngreint hann strax við upphaf rannsóknar. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir FA klaga Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Að meðaltali 3 vitni gefa lögreglu skýrslu í hverju kynferðisbrotamáli. Rannsókn lögreglunnar í nauðgunarmálum byggir á mjög fjölbreyttri vinnu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Hildur Fjóla Antonsdóttir, mann- og kynjafræðingur, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir lögfræðingur gerðu með aðstoð Maríönnu Þórðardóttur. Þar er í mörgum tilfellum um að ræða vitni að aðdraganda brots, sem í mörgum tilfellum eru vinir og kunningjar. Kynferðisbrot eru aftur á móti þess eðlis að sjaldnast eru vitni að sjálfum atburðinum. Í skýrslu þremenninganna eru skoðuð nauðgunarmál sem tilkynnt voru lögregluembættum landsins árin 2008 og 2009. Í skýrslunni sem þremenningarnir afhentu innanríkisráðherra fyrir helgi kemur fram að lögregla tekur skýrslu af brotaþola og sakborningi í hljóði og mynd. Oftast er skýrsla tekin af vitnum en vitnaskýrslna í málum er nokkuð misjafn, eða allt frá engri og upp í sextán talsins. Önnur algeng gögn við rannsókn nauðgunarmála voru skýrsla sem greindi frá niðurstöðum úr réttarlæknisfræðilegri skoðun brotaþola á Neyðarmóttöku og sakborningar gengust í nokkrum tilfellum undir líkamsrannsókn hjá lögreglu í kjölfar handtöku. Þá lágu oft fyrir myndir sem lögregla tók af brotavettvangi, t.d. íbúð þar sem brotið hafði farið fram, umhverfi ef brotið fór fram utandyra eða innan úr bíl ef brotið var framið inni í bíl.Gögn frá Neyðarmóttöku liggja oft til grundvallar í rannsóknum. Mynd/ Heiða. Símagögn lágu oft fyrir Símagögn, sem sýndu t.d. yfirlit yfir símtöl og sms-skilaboð, lágu einnig oft fyrir sem og tölvugögn og þá oftast gögn af facebook-síðum eða afrit af MSN-samskiptum. Þá mátti stundum sjá að lögregla hafði rannsakað upptökur öryggismyndavéla utandyra t.d. í málum þegar óljóst var hvar brotið hafði átt sér stað eða þegar gerandi var óþekktur en ætla mátti að hann hafði verið á ákveðnum stað á ákveðnum tíma. Þá voru fyrir hendi skýrslur og mat sálfræðings, eða einstaka máli skýrsla geðlæknis, þar sem gerð grein fyrir andlegum afleiðingum brotsins á brotaþola. Áfengismagn í blóði var stundum mælt hjá brotaþola og/eða sakborningi í þeim málum sem voru áfengistengd og í málum sem Neyðarmóttaka og/eða lögregla hafði afskipti af mjög skömmu eftir að brotið var framið. Í einstaka málum lágu fyrir niðurstöður efnagreiningar vegna fíkniefna eða lyfja. Niðurstöður DNA greininga lá fyrir í nokkrum málum en DNA sýni eru send til útlanda til rannsóknar. Í nokkrum málum lágu fyrir gögn um myndsakbendingar þar sem brotaþolar voru beðnar um að skoða myndasafn lögreglu til að kanna hvort þær þekktu gerendur af myndunum. Þessari aðferð var eðli málsins samkvæmt aðeins beitt í þeim málum þar sem gerandi var óþekktur.Símagögn eru oft skoðuð.Mynd/ Getty.Bíla oft leitað Í nokkrum málum til viðbótar lágu fyrir gögn vegna leitar að bifreiðum í eigu sakbornings en þá var oft einnig um að ræða mál þar sem gerendur voru óþekktir. Í einstaka málum lágu fyrir gögn um að ákæruvaldið hefði farið fram á farbann fyrir dómi, en í slíkum málum voru sakborningar erlendir og talin hætta á þeir myndu yfirgefa landið. Við leit að óþekktum gerendum notaðist lögregla við ýmsar aðferðir til að reyna að hafa uppi á þeim, svo sem með því rannsaka upptökur úr öryggismyndavélum, rannsaka símagögn, senda lífssýni í DNA rannsókn, afla upplýsinga úr þjóðskrá eða skrá um bílnúmer, lýsa eftir gerendum og sýna brotaþola myndasafn lögreglu. Rannsóknarvinna lögreglu var því fjölbreytt og mismunandi eftir málum. Í skýrslunni kemur samt fram að í flestum málum vissi brotaþoli hver sakborningurinn var og brotaþoli gat nafngreint hann strax við upphaf rannsóknar.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir FA klaga Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira