"Gat ekki ímyndað mér að það væri viðurkennt nafn" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2013 21:24 Emil Örn Kristjánsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, segist hafa haldið að Gnarr væri einhvers konar gælunafn. Emil Örn gagnrýndi Jón Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, nokkuð harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. „Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi," sagði Emil Örn meðal annars í pistli sínum. Emil segist ósáttur við að öll umræða um opinn fund borgarstjóra með íbúum Grafarvogs hafi snúist um Sigurð Harðarson, sem gagnrýndi borgarstjóra harðlega á fundinum, og þá staðreynd að Sigurður sitji í stjórn Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi. „Mér þykir það líka vera aumt að borgarstjóri skuli ekki geta svarað fyrir aðgerðir sínar og það er beinlínis lélegt að reyna að koma sér undan því með slíkum orðhengilshætti og hann hefur hér orðið uppvís að. Þar að auki hefur hann orðið uppvís að því að ljúga sakir upp á stóran hóp borgarbúa og misnota orð eins og „einelti" og „ofbeldi" í því samhengi og þar með gert lítið úr þolendum þess. Með réttu ætti borgarstjóri að biðjast afsökunar á þessu framferði sínu. Ég á samt ekki von á að hann sé maður til þess," segir Emil Örn. Pistillinn vakti töluverða athygli á Vísi í dag. Fjölmargir hafa tjáð sig um pistilinn í ummælakerfinu en athygli flestra beinist að þeirri staðreynd að Emil Örn kallar borgarstjórann, best þekktan sem Jón Gnarr, Jón Gunnar Kristinsson. Emil Örn hefur svarað nokkrum gagnrýnendum í ummælakerfinu og viðurkennt mistök af sinni hálfu. „Ég hélt reyndar að Gnarr væri ek. gælunafn og fannst ég ekki þekkja borgarstjórann nógu vel til þess að nota það. Gat ekki ímyndað mér að það væri viðurkennt nafn... mín mistök," segir í einu svara Emils Arnar. Þá spyr einn lesanda Vísis hvað Emil gangi til með því að kalla Jón Gnarr ekki sínu rétta nafni? Spyr hún hvort ekki sé um að ræða einn angann af eineltinu. Það sé siðlaust með öllu. „Gersamlega siðlaust, Benedikta... að kalla mann sem var skírður Gunnar Gunnar er náttúrulega siðlaust með öllu. Siðlausara en að ljúga upp á fólk ofbeldi og einelti og hvað það nú heitir allt saman..." Þá verður einum lesenda Vísis á og kallar Emil Örn, Emil Arnar, sem Emil kippir sér þó ekki upp við. „Ég heiti reyndar Emil Örn en ekki Emil Arnar... en ég sé enga ástæðu til þess að æsa mig upp yfir því..." Jón Gnarr var nefndur Jón Gunnar Kristinsson. Hann hefur þó breytt nafni sínu og er í dag skráður í þjóðskrá Jón Gnarr Kristinsson. Tengdar fréttir Af meintu einelti og ofbeldi Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. 7. febrúar 2013 06:00 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Emil Örn Kristjánsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, segist hafa haldið að Gnarr væri einhvers konar gælunafn. Emil Örn gagnrýndi Jón Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, nokkuð harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. „Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi," sagði Emil Örn meðal annars í pistli sínum. Emil segist ósáttur við að öll umræða um opinn fund borgarstjóra með íbúum Grafarvogs hafi snúist um Sigurð Harðarson, sem gagnrýndi borgarstjóra harðlega á fundinum, og þá staðreynd að Sigurður sitji í stjórn Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi. „Mér þykir það líka vera aumt að borgarstjóri skuli ekki geta svarað fyrir aðgerðir sínar og það er beinlínis lélegt að reyna að koma sér undan því með slíkum orðhengilshætti og hann hefur hér orðið uppvís að. Þar að auki hefur hann orðið uppvís að því að ljúga sakir upp á stóran hóp borgarbúa og misnota orð eins og „einelti" og „ofbeldi" í því samhengi og þar með gert lítið úr þolendum þess. Með réttu ætti borgarstjóri að biðjast afsökunar á þessu framferði sínu. Ég á samt ekki von á að hann sé maður til þess," segir Emil Örn. Pistillinn vakti töluverða athygli á Vísi í dag. Fjölmargir hafa tjáð sig um pistilinn í ummælakerfinu en athygli flestra beinist að þeirri staðreynd að Emil Örn kallar borgarstjórann, best þekktan sem Jón Gnarr, Jón Gunnar Kristinsson. Emil Örn hefur svarað nokkrum gagnrýnendum í ummælakerfinu og viðurkennt mistök af sinni hálfu. „Ég hélt reyndar að Gnarr væri ek. gælunafn og fannst ég ekki þekkja borgarstjórann nógu vel til þess að nota það. Gat ekki ímyndað mér að það væri viðurkennt nafn... mín mistök," segir í einu svara Emils Arnar. Þá spyr einn lesanda Vísis hvað Emil gangi til með því að kalla Jón Gnarr ekki sínu rétta nafni? Spyr hún hvort ekki sé um að ræða einn angann af eineltinu. Það sé siðlaust með öllu. „Gersamlega siðlaust, Benedikta... að kalla mann sem var skírður Gunnar Gunnar er náttúrulega siðlaust með öllu. Siðlausara en að ljúga upp á fólk ofbeldi og einelti og hvað það nú heitir allt saman..." Þá verður einum lesenda Vísis á og kallar Emil Örn, Emil Arnar, sem Emil kippir sér þó ekki upp við. „Ég heiti reyndar Emil Örn en ekki Emil Arnar... en ég sé enga ástæðu til þess að æsa mig upp yfir því..." Jón Gnarr var nefndur Jón Gunnar Kristinsson. Hann hefur þó breytt nafni sínu og er í dag skráður í þjóðskrá Jón Gnarr Kristinsson.
Tengdar fréttir Af meintu einelti og ofbeldi Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. 7. febrúar 2013 06:00 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Af meintu einelti og ofbeldi Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. 7. febrúar 2013 06:00
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent