Hannar og framleiðir minnstu föt landsins Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Tamiko-fyrirburafötin eru í stærðum 38, 44 og 50 og sérhönnuð fyrir pínulítil börn sem þurfa að verja fyrstu dögum lífs síns tengd við vélar. Fréttablaðið/Anton "Þetta er vissulega takmarkaður markaður en fólk áttar sig samt ekki á því hvað fyrirburafæðingar eru algengar. Rúm 6 prósent fæðinga hérlendis eru fyrirburafæðingar og heil 12 prósent í Bandaríkjunum. Samt eru bara örfáir fataframleiðendur í heiminum sem sinna þessum hópi," segir Berglind Baldursdóttir. Berglind byrjaði í síðustu viku að selja fyrirburafatnað undir merkinu Tamiko, en mikil þörf hefur verið hérlendis, sem og víðar, á fötum í nægilega litlum stærðum til að passa á fyrirbura. Um tvö ár eru síðan Berglind hóf að hanna línuna og er hún búin að verja miklum tíma í öll smáatriði. "Fyrsta hálfa árið fór bara í að lesa mér til. Upphaflega ætlaði ég bara að bæta örlítið við Baby Grappling-barnafatalínuna mína en eftir tveggja daga rannsóknir sá ég hversu mikil þörf var á fyrirburafatnaði svo ég ákvað að einbeita mér að honum. Áður en ég fór af stað í hönnunina hitti ég nokkra foreldra fyrirbura og fór á nýburagjörgæsluna til að fá álit þeirra sem þekktu til á því hvernig fötin þyrftu að vera," segir Berglind. "Ég er oft spurð að því hvort ég eigi fyrirbura sjálf og hafi þess vegna leiðst út í þetta, en það er ekki málið. Ég datt bara alveg óvart inn í þennan heim," bætir hún við, en í gegnum hönnun línunnar hefur Berglind meðal annars leiðst inn í styrktarfélagið Líf, sem er til handa kvennadeild Landspítalans, og situr þar í fjáröflunarnefnd. Fyrirburar þurfa oftar en ekki að vera tengdir við vélar fyrstu daga lífs síns og taka allar flíkur Tamiko-línunnar mið af því. Lítið gat er á hlið þeirra fyrir snúrurnar sem börnin þurfa oft að vera tengd við og auk þess er allur fatnaðurinn mjög opnanlegur. Notuð er þynnri bómull en í venjuleg barnaföt og mikið er lagt upp úr því að hafa fötin sem þægilegust fyrir börnin. "Allar myndir á flíkunum eru prentaðar á með mjúku prenti svo þær þola mikinn þvott og eru ekki með þessu harða og óþægilega bakspjaldi sem er oft á barnafötum," segir Berglind en allar myndirnar eru sérteiknaðar fyrir hana með það fyrir augum að þær endurspegli ást, kærleika og hlýju. Fötin koma í stærðum 38, 44 og 50 og er til sölu í Móðurást í Kópavogi og á Amazon í Bretlandi en reiknað er með að þau komi inn á ameríska Amazon síðar í mánuðinum.Berglind byrjaði með Baby Grappling-gallana árið 2008 og hafa þeir slegið í gegn. Sérstaklega hefur salan verið mikil í Bandaríkjunum, en hún selur þá á Amazon, auk þess sem þeir eru í verslunum Útilífs og í Óðinsbúð í Mjölni. Mynd/Ernir Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
"Þetta er vissulega takmarkaður markaður en fólk áttar sig samt ekki á því hvað fyrirburafæðingar eru algengar. Rúm 6 prósent fæðinga hérlendis eru fyrirburafæðingar og heil 12 prósent í Bandaríkjunum. Samt eru bara örfáir fataframleiðendur í heiminum sem sinna þessum hópi," segir Berglind Baldursdóttir. Berglind byrjaði í síðustu viku að selja fyrirburafatnað undir merkinu Tamiko, en mikil þörf hefur verið hérlendis, sem og víðar, á fötum í nægilega litlum stærðum til að passa á fyrirbura. Um tvö ár eru síðan Berglind hóf að hanna línuna og er hún búin að verja miklum tíma í öll smáatriði. "Fyrsta hálfa árið fór bara í að lesa mér til. Upphaflega ætlaði ég bara að bæta örlítið við Baby Grappling-barnafatalínuna mína en eftir tveggja daga rannsóknir sá ég hversu mikil þörf var á fyrirburafatnaði svo ég ákvað að einbeita mér að honum. Áður en ég fór af stað í hönnunina hitti ég nokkra foreldra fyrirbura og fór á nýburagjörgæsluna til að fá álit þeirra sem þekktu til á því hvernig fötin þyrftu að vera," segir Berglind. "Ég er oft spurð að því hvort ég eigi fyrirbura sjálf og hafi þess vegna leiðst út í þetta, en það er ekki málið. Ég datt bara alveg óvart inn í þennan heim," bætir hún við, en í gegnum hönnun línunnar hefur Berglind meðal annars leiðst inn í styrktarfélagið Líf, sem er til handa kvennadeild Landspítalans, og situr þar í fjáröflunarnefnd. Fyrirburar þurfa oftar en ekki að vera tengdir við vélar fyrstu daga lífs síns og taka allar flíkur Tamiko-línunnar mið af því. Lítið gat er á hlið þeirra fyrir snúrurnar sem börnin þurfa oft að vera tengd við og auk þess er allur fatnaðurinn mjög opnanlegur. Notuð er þynnri bómull en í venjuleg barnaföt og mikið er lagt upp úr því að hafa fötin sem þægilegust fyrir börnin. "Allar myndir á flíkunum eru prentaðar á með mjúku prenti svo þær þola mikinn þvott og eru ekki með þessu harða og óþægilega bakspjaldi sem er oft á barnafötum," segir Berglind en allar myndirnar eru sérteiknaðar fyrir hana með það fyrir augum að þær endurspegli ást, kærleika og hlýju. Fötin koma í stærðum 38, 44 og 50 og er til sölu í Móðurást í Kópavogi og á Amazon í Bretlandi en reiknað er með að þau komi inn á ameríska Amazon síðar í mánuðinum.Berglind byrjaði með Baby Grappling-gallana árið 2008 og hafa þeir slegið í gegn. Sérstaklega hefur salan verið mikil í Bandaríkjunum, en hún selur þá á Amazon, auk þess sem þeir eru í verslunum Útilífs og í Óðinsbúð í Mjölni. Mynd/Ernir
Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira