Ömurlegur ósiður sem þarf að útrýma Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 23. janúar 2013 15:29 Jón hvetur borgarbúa til að leggja löglega. Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, vandar þeim ekki kveðjurnar sem leggja ökutækjum sínum uppi á gangstéttum borgarinnar. "Þetta er alveg yfirgengilegt og myndi ekki líðast í nokkurri borg," segir borgarstjórinn, en á mánudag greindi Vísir frá strembinni gönguferð mæðgna í Reykjavík. Í göngunni þurfti móðirin í fjórgang að fara með hjólastóla dætra sinna út á akbrautir vegna bifreiða sem lagt var uppi á gangstéttum. „Ef þú myndir leggja bílnum þínum uppi á gangstétt í Kaupmannahöfn og skilja hann eftir, væri búið að draga hann í burtu tíu mínútum seinna." Jón segir borgaryfirvöld hafa óskað eftir því við innanríkisráðuneytið að Bílastæðasjóður fái heimild til að láta fjarlægja ökutæki sem lagt er ólöglega, og sérstaklega þeim ökutækjum sem lagt er uppi á gangstéttum. „Það þarf ekki lögreglumann til að vega og meta það hvort bíl sem er ólöglega lagt uppi á gangstétt sé ólöglega lagt uppi á gangstétt," segir Jón, en hann hefur undanfarið gengið með spjöld í vasanum sem hann hikar ekki við að láta undir rúðuþurrkur stöðubrotafólks. „Við létum útbúa spjöld í samstarfi við Blindrafélagið, Öryrkjabandalagið og Félag eldri borgara, sem hægt er að fá hjá borginni og setja undir rúðuþurrkur bíla. Á þeim stendur: „Þú hefur lagt bílnum þínum þannig að hann hindrar aðgengi blindra, fatlaðra og annarra gangandi vegfarenda. Sýndu tillitsemi - legðu löglega," og ég hef séð þetta bera árangur." Jón segir borgaryfirvöld þó óska eftir skilvirkari leið við að fá ökutæki fjarlægð, og enn hafa bílastæðaverðir borgarinnar enga heimild til þess að láta draga bifreiðar á brott. Hann biðlar því til ökumanna að láta af þessari hegðun. „Ég vil bara hvetja alla þá sem leggja ólöglega til þess að íhuga hvað það hefur leiðinlegar, og jafnvel skaðlegar afleiðingar fyrir aðra í för með sér. Þetta er ömurlegur ósiður sem þarf að útrýma hér." Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, vandar þeim ekki kveðjurnar sem leggja ökutækjum sínum uppi á gangstéttum borgarinnar. "Þetta er alveg yfirgengilegt og myndi ekki líðast í nokkurri borg," segir borgarstjórinn, en á mánudag greindi Vísir frá strembinni gönguferð mæðgna í Reykjavík. Í göngunni þurfti móðirin í fjórgang að fara með hjólastóla dætra sinna út á akbrautir vegna bifreiða sem lagt var uppi á gangstéttum. „Ef þú myndir leggja bílnum þínum uppi á gangstétt í Kaupmannahöfn og skilja hann eftir, væri búið að draga hann í burtu tíu mínútum seinna." Jón segir borgaryfirvöld hafa óskað eftir því við innanríkisráðuneytið að Bílastæðasjóður fái heimild til að láta fjarlægja ökutæki sem lagt er ólöglega, og sérstaklega þeim ökutækjum sem lagt er uppi á gangstéttum. „Það þarf ekki lögreglumann til að vega og meta það hvort bíl sem er ólöglega lagt uppi á gangstétt sé ólöglega lagt uppi á gangstétt," segir Jón, en hann hefur undanfarið gengið með spjöld í vasanum sem hann hikar ekki við að láta undir rúðuþurrkur stöðubrotafólks. „Við létum útbúa spjöld í samstarfi við Blindrafélagið, Öryrkjabandalagið og Félag eldri borgara, sem hægt er að fá hjá borginni og setja undir rúðuþurrkur bíla. Á þeim stendur: „Þú hefur lagt bílnum þínum þannig að hann hindrar aðgengi blindra, fatlaðra og annarra gangandi vegfarenda. Sýndu tillitsemi - legðu löglega," og ég hef séð þetta bera árangur." Jón segir borgaryfirvöld þó óska eftir skilvirkari leið við að fá ökutæki fjarlægð, og enn hafa bílastæðaverðir borgarinnar enga heimild til þess að láta draga bifreiðar á brott. Hann biðlar því til ökumanna að láta af þessari hegðun. „Ég vil bara hvetja alla þá sem leggja ólöglega til þess að íhuga hvað það hefur leiðinlegar, og jafnvel skaðlegar afleiðingar fyrir aðra í för með sér. Þetta er ömurlegur ósiður sem þarf að útrýma hér."
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira