Lífið

Hætt á Twitter vegna hótana

Leikkonan Jennifer Love Hewitt hefur ákveðið að loka Twitter-síðu sinni vegna þess að margir fylgjendur hennar sendu henni ósmekkleg skilaboð.

Jennifer, sem er ólétt af sínu fyrsta barni, segist ekki þola alla neikvæðnina.

Blómstrar á meðgöngunni.
“Mér þykir það leitt að tilkynna að Twitter er ekki lengur staður fyrir mig eftir alla neikvæðnina sem fólk hefur ákveðið að senda mér og hótanir um að það muni skaða sig. Ég hef notið væntumþykju og ást sem ég hef fundið fyrir hér en ég þarfnast þessa frís,” skrifaði Jennifer á Twitter áður en hún lokaði reikningi sínum.

Jennifer á von á sínu fyrsta barni með Brian Hallisay.
Jennifer bætist þannig í hóp stjarna á borð við Miley Cyrus, Ashton Kutcher, Chris Brown og Alec Baldwin sem hafa ákveðið að hvíla sig á Twitter.

Þolir ekki neikvæðni.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.