Dularfulla ljósmyndin: Magnús trúir Jóni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. janúar 2013 14:26 Ljósmyndin sem Jón Haukur tók af bergveggnum. Mynd/Jón Haukur Jóelsson „Ef það er öruggt mál að enginn gekk fyrir myndavélina þá er þetta yfirnáttúrlegt mál, alveg klárlega," segir Magnús Skarphéðinsson, formaður Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur um ljósmynd Jóns Hauks Jóelssonar af dularfullri veru við klettavegg á Snæfellsnesi í fyrrasumar. Jón gekk ásamt félaga sínum að Vatnshelli í Purkhólahrauni og tók nokkrar myndir af umhverfinu við hellinn. Þegar heim var komið sá Jón óþekkta mannveru á einni myndanna og staðhæfir að um hvorki hann sjálfan né ferðafélagann sé að ræða. Magnús fær árlega til sín tugi ljósmynda þar sem hann er beðinn að skera úr um hvort draugar séu á ferð eða ekki. Eftir að hafa skoðað ljósmynd Jóns telur Magnús að hann þurfi að ræða betur við ljósmyndarann áður en farið sé út í getgátur. „Ég er þeirrar náttúru gerður að ég trúi yfirleitt frásögnum fólks, og ég starfa við að safna dulrænum reynslusögum. Ég trúi Jóni Jóelssyni, en ég þyrfti að ræða betur við hann til þess að útiloka nokkra möguleika."Magnús Skarphéðinsson fær sendar tugi ljósmynda árlega þar sem talið er að framliðnir séu á ferð.Mynd/SKSpurður hvort hann telji að um vofu Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sé að ræða segir Magnús ekkert benda sérstaklega til þess. „Mér finnst það ólíklegt því að það er um svo ofboðslega stóran garð að ræða þegar kemur að því hvar framliðnir geta verið á ferðinni. Ég myndi segja að það væru tíu til tuttugu prósent líkur á að þetta sé Bjarni." Hvarf Bjarna var til umfjöllunar í þættinum Mannshvörf sem sýndur var á Stöð 2 í fyrrakvöld, en hann fór í berjamó á Snæfellsnesi sumarið 1974 og sneri aldrei til baka Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna, sagði í samtali við Vísi að henni fyndist maðurinn á myndinni svipa til afa síns. „Hann var alltaf með sixpensara og gleraugu. Það er samt erfitt að segja en þegar ég sá myndina þá brá mér - það er eitthvað við hana sem minnir mig á afa." Tengdar fréttir Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst, segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. 21. janúar 2013 16:55 "Það er eitthvað við myndina sem minnir mig á afa" Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg, segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær. 21. janúar 2013 19:27 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
„Ef það er öruggt mál að enginn gekk fyrir myndavélina þá er þetta yfirnáttúrlegt mál, alveg klárlega," segir Magnús Skarphéðinsson, formaður Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur um ljósmynd Jóns Hauks Jóelssonar af dularfullri veru við klettavegg á Snæfellsnesi í fyrrasumar. Jón gekk ásamt félaga sínum að Vatnshelli í Purkhólahrauni og tók nokkrar myndir af umhverfinu við hellinn. Þegar heim var komið sá Jón óþekkta mannveru á einni myndanna og staðhæfir að um hvorki hann sjálfan né ferðafélagann sé að ræða. Magnús fær árlega til sín tugi ljósmynda þar sem hann er beðinn að skera úr um hvort draugar séu á ferð eða ekki. Eftir að hafa skoðað ljósmynd Jóns telur Magnús að hann þurfi að ræða betur við ljósmyndarann áður en farið sé út í getgátur. „Ég er þeirrar náttúru gerður að ég trúi yfirleitt frásögnum fólks, og ég starfa við að safna dulrænum reynslusögum. Ég trúi Jóni Jóelssyni, en ég þyrfti að ræða betur við hann til þess að útiloka nokkra möguleika."Magnús Skarphéðinsson fær sendar tugi ljósmynda árlega þar sem talið er að framliðnir séu á ferð.Mynd/SKSpurður hvort hann telji að um vofu Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sé að ræða segir Magnús ekkert benda sérstaklega til þess. „Mér finnst það ólíklegt því að það er um svo ofboðslega stóran garð að ræða þegar kemur að því hvar framliðnir geta verið á ferðinni. Ég myndi segja að það væru tíu til tuttugu prósent líkur á að þetta sé Bjarni." Hvarf Bjarna var til umfjöllunar í þættinum Mannshvörf sem sýndur var á Stöð 2 í fyrrakvöld, en hann fór í berjamó á Snæfellsnesi sumarið 1974 og sneri aldrei til baka Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna, sagði í samtali við Vísi að henni fyndist maðurinn á myndinni svipa til afa síns. „Hann var alltaf með sixpensara og gleraugu. Það er samt erfitt að segja en þegar ég sá myndina þá brá mér - það er eitthvað við hana sem minnir mig á afa."
Tengdar fréttir Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst, segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. 21. janúar 2013 16:55 "Það er eitthvað við myndina sem minnir mig á afa" Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg, segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær. 21. janúar 2013 19:27 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst, segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. 21. janúar 2013 16:55
"Það er eitthvað við myndina sem minnir mig á afa" Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg, segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær. 21. janúar 2013 19:27