Dularfulla ljósmyndin: Magnús trúir Jóni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. janúar 2013 14:26 Ljósmyndin sem Jón Haukur tók af bergveggnum. Mynd/Jón Haukur Jóelsson „Ef það er öruggt mál að enginn gekk fyrir myndavélina þá er þetta yfirnáttúrlegt mál, alveg klárlega," segir Magnús Skarphéðinsson, formaður Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur um ljósmynd Jóns Hauks Jóelssonar af dularfullri veru við klettavegg á Snæfellsnesi í fyrrasumar. Jón gekk ásamt félaga sínum að Vatnshelli í Purkhólahrauni og tók nokkrar myndir af umhverfinu við hellinn. Þegar heim var komið sá Jón óþekkta mannveru á einni myndanna og staðhæfir að um hvorki hann sjálfan né ferðafélagann sé að ræða. Magnús fær árlega til sín tugi ljósmynda þar sem hann er beðinn að skera úr um hvort draugar séu á ferð eða ekki. Eftir að hafa skoðað ljósmynd Jóns telur Magnús að hann þurfi að ræða betur við ljósmyndarann áður en farið sé út í getgátur. „Ég er þeirrar náttúru gerður að ég trúi yfirleitt frásögnum fólks, og ég starfa við að safna dulrænum reynslusögum. Ég trúi Jóni Jóelssyni, en ég þyrfti að ræða betur við hann til þess að útiloka nokkra möguleika."Magnús Skarphéðinsson fær sendar tugi ljósmynda árlega þar sem talið er að framliðnir séu á ferð.Mynd/SKSpurður hvort hann telji að um vofu Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sé að ræða segir Magnús ekkert benda sérstaklega til þess. „Mér finnst það ólíklegt því að það er um svo ofboðslega stóran garð að ræða þegar kemur að því hvar framliðnir geta verið á ferðinni. Ég myndi segja að það væru tíu til tuttugu prósent líkur á að þetta sé Bjarni." Hvarf Bjarna var til umfjöllunar í þættinum Mannshvörf sem sýndur var á Stöð 2 í fyrrakvöld, en hann fór í berjamó á Snæfellsnesi sumarið 1974 og sneri aldrei til baka Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna, sagði í samtali við Vísi að henni fyndist maðurinn á myndinni svipa til afa síns. „Hann var alltaf með sixpensara og gleraugu. Það er samt erfitt að segja en þegar ég sá myndina þá brá mér - það er eitthvað við hana sem minnir mig á afa." Tengdar fréttir Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst, segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. 21. janúar 2013 16:55 "Það er eitthvað við myndina sem minnir mig á afa" Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg, segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær. 21. janúar 2013 19:27 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
„Ef það er öruggt mál að enginn gekk fyrir myndavélina þá er þetta yfirnáttúrlegt mál, alveg klárlega," segir Magnús Skarphéðinsson, formaður Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur um ljósmynd Jóns Hauks Jóelssonar af dularfullri veru við klettavegg á Snæfellsnesi í fyrrasumar. Jón gekk ásamt félaga sínum að Vatnshelli í Purkhólahrauni og tók nokkrar myndir af umhverfinu við hellinn. Þegar heim var komið sá Jón óþekkta mannveru á einni myndanna og staðhæfir að um hvorki hann sjálfan né ferðafélagann sé að ræða. Magnús fær árlega til sín tugi ljósmynda þar sem hann er beðinn að skera úr um hvort draugar séu á ferð eða ekki. Eftir að hafa skoðað ljósmynd Jóns telur Magnús að hann þurfi að ræða betur við ljósmyndarann áður en farið sé út í getgátur. „Ég er þeirrar náttúru gerður að ég trúi yfirleitt frásögnum fólks, og ég starfa við að safna dulrænum reynslusögum. Ég trúi Jóni Jóelssyni, en ég þyrfti að ræða betur við hann til þess að útiloka nokkra möguleika."Magnús Skarphéðinsson fær sendar tugi ljósmynda árlega þar sem talið er að framliðnir séu á ferð.Mynd/SKSpurður hvort hann telji að um vofu Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sé að ræða segir Magnús ekkert benda sérstaklega til þess. „Mér finnst það ólíklegt því að það er um svo ofboðslega stóran garð að ræða þegar kemur að því hvar framliðnir geta verið á ferðinni. Ég myndi segja að það væru tíu til tuttugu prósent líkur á að þetta sé Bjarni." Hvarf Bjarna var til umfjöllunar í þættinum Mannshvörf sem sýndur var á Stöð 2 í fyrrakvöld, en hann fór í berjamó á Snæfellsnesi sumarið 1974 og sneri aldrei til baka Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna, sagði í samtali við Vísi að henni fyndist maðurinn á myndinni svipa til afa síns. „Hann var alltaf með sixpensara og gleraugu. Það er samt erfitt að segja en þegar ég sá myndina þá brá mér - það er eitthvað við hana sem minnir mig á afa."
Tengdar fréttir Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst, segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. 21. janúar 2013 16:55 "Það er eitthvað við myndina sem minnir mig á afa" Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg, segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær. 21. janúar 2013 19:27 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst, segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. 21. janúar 2013 16:55
"Það er eitthvað við myndina sem minnir mig á afa" Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg, segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær. 21. janúar 2013 19:27